Jóhanna er fljót að gleyma

Hún sagði jafnframt, að með því að krefjast nýrra kosninga væri formaður Sjálfstæðisflokksins að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á erfiðum tímum.

Jóhanna Sigurðardóttir, starfandi en óstarfhæfur forsætisráðherra landsins, er fljót að gleyma.

Man hún ekki hvernig Samfylkingin hagaði sér í kjölfar hrunsins haustið 2008? Hún hljóp inn í lokað og læst fundarherbergi með Vinstri-grænum og samdi um nýtt stjórnarsamstarf. Á sama tíma voru Bretar að beita hryðjuverkalögum á íslensk fyrirtæki, bankakerfið að hrynja og krónan í frjálsu falli (sem hefði raunar átt að leyfa, en var ekki leyft).

Núna er stærsta vandamál Íslands sjálf ríkisstjórnin. Henni þarf að koma frá. Hún þjóðnýtir, hræðir fjárfesta úr landinu, lýgur um afnám gjaldeyrishafta, lofar störfum á meðan störfum fækkar, safnar gríðarlegum skuldum, talar upp mikla óvissu um allt sem skapar gjaldeyri á Íslandi og eyðir öllu púðri sínu í að reyna koma Íslandi inn í ESB, sem sjálft stendur veikum fótum.

Jóhanna er hrokafull, vanhæf, gleymin og getur seint kallast góður leiðtogi. Ég skal alveg taka undir skot hennar á Bjarna Benediktsson og Icesave-afglöp hans, en allt annað þarf að skrifast á tóma málefnalega innistæðu forsætisráðherra. 


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta gerist hjá "MÖRGUM" þegar aldurinn færist yfir og svo eru ýmsir heilahrörnunarsjúkdómar á ferðinni sem hrjá aldrað fólk............

Jóhann Elíasson, 12.4.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Segðu.

En fólk sem finnur fyrir minnisleysi og hrörnun hefur samt oftar en ekki vit á því að yfirgefa ábyrgðarstöður og segja hreinskilningslega frá ástandi sínu.

Jóhanna er greinilega ekki í þeim hópi.

Geir Ágústsson, 12.4.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Jóhanna hefur margoft sannað það í þessari ríkisstjórn að hún telur sig hafin yfir þær siðferðisreglur sem henni þykir sjálfsagt að aðrir fari eftir.

Hreinn Sigurðsson, 12.4.2011 kl. 22:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hefur nú legið fyrir í mörg ár ef ekki áratugi.

Geir Ágústsson, 13.4.2011 kl. 07:42

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jóhanna Sigurðardóttir er veruleikafirrt þvergirðing...

Emil Örn Kristjánsson, 13.4.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband