Ónothæfur listi

Þessi undirskriftasöfnun getur ómögulega skilað sér í neinu handföstu. Hvað á stjórnmálamaður að gera við 44 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að "láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra"? Hvaða valmöguleika á að setja á atkvæðaseðlana í slíkri atkvæðagreiðslu? Á að hrista stoðir stjórnarskráarinnar og skapa gríðarlega réttaróvissu á landinu í mörg ár? 

Þetta með að stöðva söluna á HS Orku er marklaus texti. Sú sala verður ekki "stöðvuð" eða látin ganga til baka nema stilla tómum ríkissjóði upp í skotlínu málsóknar og bótaskyldu. Kaupendur HS Orku eru í nákvæmlega sömu sporum og sá sem er að ganga frá kaupum á húsnæði og er tilbúinn að flytja inn, búinn að gera áætlanir um endurbætur á nýju heimili sínu og jafnvel leggja í mikil útgjöld vegna fyrirhugaðs innflutnings. 

Það er alltaf gaman að fylgjast með tónlistarmönnum með lögheimili erlendis heimsækja sitt föðurland og keyra stór átaksverkefni af stað og safna öllum fjölmiðlamönnum saman til að fá sem mesta umfjöllun. En hvað varðar innihald og nothæf plögg, þá er eitthvað minna af því. 

 


mbl.is Söfnunin heldur áfram í viku í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon



Riftun Magmasamningsins yrði ríkinu svo dýr að maður mætti óttast um auðlindir.

Eins gæti bann við nýtingu útlendinga á auðlindum reynst þjóð á blábrúninni, efnahagslega, slík óhagkvæmni að það setti pressu á auðlindir.

Mér er minna annt um álit fólks á mér heldur en íslenskar auðindir: að þær verði hvorki, í neyð, ofnýttar, seldar né teknar uppí skuldir og bendi því á að Björk og hennar kór eru ógn við auðlindir.

Vilji Íslendingar virkilega gæta að sínum auðlindum, þá hafa þeir
ekki efni á bjánaskap/skrílmennskupólitík.

Öll heimska og skrílmennskupólitík er nefnilega kostnaðarsöm. Og allt sem er kostnaðarsamt fyrir blanka þjóð er vitaskuld bein ógn við auðlindir.

Undirskriftalisti Bjarkar er því, ef eitthvað er, ógn við íslenskar auðlindir.

asdis o. (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Björk getur gert Íslandi allskyns illt. Hún er þeirrar gerðar að hún segir fjölmiðlamönnum gjarnan frá því sem liggur henni á hjarta. Henni gæti dottið í hug að segja erlendum blaðamönnum að Íslendingar séu að "selja auðlindir sínar" og tilbúnir að selja ömmur sínar fyrir smá skotsilfur. Henni gæti dottið í hug að uppnefna stóran hluta Íslendinga (t.d. þá 250 þúsund Íslendinga sem skrifa ekki undir listann hennar) fyrir að vera henni ekki sammála eða taka því með ró sem hún brennur fyrir.

Björk flutti skatta af vinnu sinni erlendis og í skjól fyrir löngu síðan. Er takmark hennar nú að svipta Íslendinga af tekjum af öllu öðru en hæfileikum hennar til að selja plötur?

Geir Ágústsson, 9.1.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband