Neytendur sljóvgaðir með löggjöf

Lög á starfsemi smálánafyrirtækja munu eflaust vekja mikla lukku hjá mörgum, sérstaklega áhyggjufullum foreldrum sem vilja ekki að börn sín ánetjist auðveldri skuldasöfnun með hræðilegum afleiðingum.

Slík lukka er hins vegar óþarfi. Lög á starfsemi smálánafyrirtækja munu hafa sljóvgandi og jafnvel neikvæð áhrif á neytendur. 

Í fyrsta lagi verður smálánastarfsemi sett undir "eftirlit" hins opinbera og neytendur munu sjálfkrafa telja að þar með þurfi ekkert eftirlit neytenda (eins og gildir um bankana, meira að segja eftir hrun). Neytendur munu því telja að öll smálánafyrirtæki í rekstri séu "samþykkt" af yfirvöldum og því hægt að treysta þeim fyrir fjárhagslegri framtíð sinni.

Í öðru lagi er ekkert víst að smálán á háum vöxtum séu slæm þótt ekki sé af annarri ástæðu en að flengja ungmenni til vitundar um mikinn kostnað lántöku

Í þriðja lagi er gott mál að "smálánastarfsemi" sé ekki gert of erfitt um vik af löggjafanum með of miklu eyðublaðaflóði því þá er slík starfsemi lögleg og á yfirborðinu. Smálánafyrirtæki hnéskeljabrjóta ekki þá sem lenda í vanskilum við sig, ólíkt öðrum og skuggalegri "smálána"veitendum.

Í fjórða lagi, en alls ekki síst: Ríkið á ekki að skipta sér af frjálsum viðskiptum og samskiptum einstaklinga. Fóstruríkið ætlar sér að koma í veg fyrir að fólk taki lán á "okurvöxtum" en sviptir einstaklinga þar með ábyrgð á eigin ákvörðunum og þar með möguleikanum á að læra af mistökum eða nýta sér tækifæri sem aðrir sjá ekki. Forræðishyggja eins og hún gæti verið skilgreind í orðabók.


mbl.is Boðar lög um smálánafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er ekki bara einfalt fyrir örlánafyrirtæki ef einhver eru hérlendis að flagga útgerðinni út til annarra landa, og hósta vefsíður sínar utanlands þar sem reglu eru rýmri, eða jafnvel engar.  Og eiginlega held ég ekki að ákvæði eins og "working nine to five" standist fyllilega ákvæði um samkeppnishömlur eða eitthvað svoleiðis, en auðvitað Ráðherran kemur úr stjórnmálaflokki sem er í raun draugur sem veit ekki að hann er dauður, þó einhver hafi haft þau orð um annan flokk, svo það er ekkert skrítið að það komi fullt af rugli úr þeirri áttinni. 

Bjössi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 12:16

2 identicon

Ég veit persónulega þess dæmi að fjölskyldur hefðu ekki haft efni á jólamatnum hefðu þessi smálánafyrirtæki ekki komið til. Ég þekki líka vinnandi fólk, láglauna fólk, í góðum, virðingarverðum, mikilvægum og erfiðum störfum, sem eru lítils metinn til fé, sem hefði ekkert haft að borða síðustu viku fyrir mánaðarmót ef ekki kæmu til slík fyrirtæki. Húsaleiga er orðin það dýr, og nú eru margir að missa húsið sitt. Og launin virðast bara lækka. Atvinnulausir hafa það jafnvel betra en fólkið á lágu laununum sem vinnur baki brotnu. Þetta fólk er stolltir gamaldags Íslendingar og hefði aldrei leitað á náðir Mæðrastyrksnefndar eða neinna hinna, sem eiga reyndar ekki undan að sinna fólki að biðja um aðstoð. Þangað til þú þarft nauðsynlega á slíku láni að halda sjálfur, ættir þú ekki að dæma. Bankarnir aðstoða þetta fólk ekkert, og fjölmargir komnir á vanskilaskrá út af skuldum eftir hrunið, bara venjulegt fólk sem vildi eignast heimili, og mega ekki einu sinni opna venjulega bankareikning.

Think Again (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Think Again,

Leiðin til hins sósíalíska alræðisríkis er vörðuð góðum ásetningi stjórnenda okkar. Það er svo margt sem stjórnmálamenn gleyma þegar þeir banna frjáls samskipti og viðskipti einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Ég vona að frumvarpið sem nú er rætt (í einhverri einkennilegri forgangsröðun Alþingismanna) verði á endanum svo útvatnað að það gæti alveg eins hafa fallið niður.

Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband