Á að kæra Jóhönnu og Össur?

Ég hvet alla eindregið til að lesa pistil Vefþjóðviljans um hinar svokölluðu "ákærur" og a.m.k. hugleiða áhrifin á réttarríkið og réttaröryggi okkar allra ef sami hugsunarháttur tíðkaðist hjá t.d. lögreglu og almennum dómstólum og tíðkast hjá þingmannanefnd um niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis.

Þessi pistill er troðfullur af gullmolum sem enginn fjölmiðlamaður mun lesa, því miður. Dæmi, sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson ættu að hafa í huga þegar þau siga strengjabrúðum sínum á handvalda pólitíska andstæðinga/samherja:

  • En fyrst þingmannanefndin tekur þá afstöðu að ætla þessum einstaklingum [Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir] aukna ábyrgð sem oddvita flokks síns við ríkisstjórnarborðið, þá vekur auðvitað sérstaka athygli að nefndin horfir fram hjá þeirri staðreynd að einn þáverandi og núverandi ráðherra, Össur Skarphéðinsson, var staðgengill annars þessara flokksformanna í veikindaleyfi hans haustið 2008. 
  • Eitt sem ráðherrunum er gefið að sök, er að hafa ekki staðið fyrir því að vandamál bankanna yrðu rædd á fundi allra ráðherra. [...] En hvers vegna er Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra þá ekki ákærð fyrir slíkt hið sama, því vitað er að hún fundaði um þessi mál en hafðist ekkert að?

Mega Jóhanna og Össur eiga von á ákærubréfi?

Samkvæmt rökstuðningi við kærur á t.d. Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu: Já, alveg eins. 

Samkvæmt pólitísku raunsæi og vitneskju um hvað raunverulega liggur á bak við ákærurnar: Nei, ekki séns.


mbl.is Fleiri kærur komu til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það er komið á hreint að við verðum að sparka þeim út af þingi sjálf!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu og þakka þér færsluna-

Ég las Vef þjóðviljann - fróðleg lesning -

Allur þessi málatilbúnaður er í skötulíki - og á sama tíma og brotinn maður í fjármálaráðuneytinu vinnur að framtíðafátækt í landinu - situr Jóhanna eins og skapanorn í forsætisráðuneytinu og glottir.

Hennar tími er vissulega kominn -

Tími þjóðarinnar er liðinn.

Eftir stendur spurning í Vefþjóðviljanum - hvað gerir þetta fólk ef ráðherrarnir fyrrverandi verða sýknaðir?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband