Hvað veit Steingrímur ekki í dag?

Ég fæ það á tilfinninguna að innan ríkisstjórnarinnar tali menn voðalega lítið saman, og þá sérstaklega um mikilvægu málin. Hinir og þessir ráðherrar segjast ekki vita hvað fer fram innan ráðuneyta þeirra. Ráðherrar vita ekki hvað aðrir ráðherrar eru að gera eða lesa. Steingrímur J. er eflaust að segja satt þegar hann segist ekki hafa hugmynd um lögfræðiálit frá Seðlabankanum. En þessi skortur fjármálaráðherra á upplýsingum um stór fjárhagsleg mál innan ríkisstofnana er varla góður og vitneskjuskortur Steingríms er alvarlegt mál.

Mér hefði sennilega liðið betur að lesa að Steingrímur J. léti ekkert mikilvægt framhjá sér fara, en gæfi einstaka ráðherrum samt ákvörðunarvaldið um hvað skal gera við upplýsingar innan sinna ráðuneyta.

Steingrímur J. ber hins vegar við upplýsingaskorti. 

Og það er vont mál, því hvað er að gerast í hinum ýmsu ráðuneytum í dag (t.d. hans eigin) sem hann veit heldur ekki af en skiptir miklu fyrir fjármál ríkisins?


mbl.is Vissi ekki um lögfræðiálit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu lengi eigum við landsmenn að þurfa að sætta okkur við það að pólitíkusar landsins spili sem vitlausa með því að segjast ekki hafa vitað hitt og þetta?

Birgir Óli (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig fer fyrir yfirmönnum einkafyrirtækja sem spila sama söng? Þeim er skilmerkilega skipt út.

Kosningar á 4 ára fresti eru greinilega ekki nægur hvati.

Hvernig væri þá að minnka umsvif og ábyrgð ríkisins svo ábyrgðina megi færa til einhverra sem er auðveldara að reka?

Það er mín tillaga.

Geir Ágústsson, 3.9.2010 kl. 11:46

3 identicon

Sammála því að það mætti minnka umsvif ríkisins töluvert, því miður kemur það ekki til með að gerast í nánustu framtíð með þessari stjórn. 

Svo finnst mér það líka spurning hvort það ætti að koma því inn að þingmenn geti ekki setið lengur en í 2-3 kjörtímabil. Held það tryggi að við fáum fólk inn á Alþingi sem hefur sannarlegar hugsjónir, ekki fína vinnu með miklum fríðindum. 

Birgir Óli (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 11:59

4 identicon

Ég sé nú fyrir nokkur atriði sem hann veit ekki í dag.

1. Hann veit ekki að hann á eftir að ganga vaskur fram með "ábyrgri stjórnun" og taka að sér að greiða fyrir Ópal sígarrettuverkefni nokkurra sveitarfélaga í suðrinu sem skulda 400% af árstekjum og eru eignarlaus.

2. Hann veit ekki að hinn "öruggi og góði fjárfestingakostur" sem eru hvers konar VERÐTRYGGÐ skuldabréf eru þessa stundina í ofsabólu vegna þess að það er enginn til þess að greiða okurvextina, hvað þá höfuðstólinn. Menn munu flýja þá bólu og yfir í fjárfestingar. Þá fyrst mun efnahagurinn byrja taka við sér, sem mun auka verðbólgu og auka enn frekar á skuldir einstaklinga sem í fleiri fleiri tugum þúsunda skulda nettó yfir 200% af árstekjum.

3. Hann veit ekki að um leið og þessir peningar fara aftur í umferð á Íslandi hrynur gengið og allar forsendur sem menn eru að byggja á þessa stundina hverfa, ekkert er hugsað út í hvað mun gerast þegar froðukrónurnar sem ríkið tók að sér að ábyrgjast að fullu við hrun íslensku froðubankana fara loks í umferð.

4. Hann veit ekki að þegar peningarnir fara í umferð, efnahagurinn tekur við sér og gengið hrynur mun Seðlabankinn ekki leyfa því að hrynja, heldur halda stöðugleika með því að eyða gjaldeyrisvarasjóðnum sem tekinn er að láni í að halda genginu uppi og þar með hleypa eigendum góðærisfroðukróna út fyrir landsteinanna á algjörlega óraunhæfu gengi, góðærisfroðukrónueigendum í hag. Allt mun líta vel út á meðan gjaldeyrisvarasjóðurinn er tæmdur. Jafnvel svo vel að fjallað verður um recovery góðærið erlendis.

Það er svo sem fleira sem hann veit ekki og er ekki að pæla í.
Ekki það að Morfís Íþróttafréttamaðurinn Steingrímur sé eitthvað gagnrýniverðari en Engeyjar Morfísinn Bjarni. Sá væri nú heldur ekkert að pæla í þessu.

Gore Vidal (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband