Aukin eftirspurn, óbreytt framboð

Útgjalda- og eyðsluveisla hinnar nýju borgarstjórnar byrjar aldeilis vel þótt hún geri það í upphafi fyrst og fremst með táknrænum hætti. Fyrsta skrefið: Auka eftirspurn eftir sundferðum í Reykjavík hjá fólki sem nú þegar þarf ekki að borga mikið fyrir slíkt, og væntanlega í leiðinni þrengja að þeim sem borga hæsta verð og þar með draga úr eftirspurn þeirra í sundlaugar borgarinnar. Að minnsta kosti á laugardögum.

Þetta heitir að auka eftirspurn eftir lítt/illa borgandi kúnnum um leið og framboði (af plássi) er haldið föstu, og þannig minnka eftirspurn hjá þeim sem áður mátu sundferðir nógu mikið til að vilja greiða fyrir þær nokkra hundraðkalla.

Þetta er e.t.v. ekki stórt skref í útgjaldaaukningu/tekjumissi fyrir borgarsjóð, en líklega vísbending um það sem koma skal. Innan mánaðar eða tveggja verður annaðhvort búið að setja útsvarið í topp eða gefa til kynna að það sé á döfinni. "Gjaldskrárhækkanir" byrja svo fljótlega að sýna sig. Borgarsjóður fer síðan fljótlega út í lántökur (skattlagningu framtíðarinnar) enda þykir sumum innan borgarstjórnar það vera skynsamlegt ("Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni").

Ætli Dagur B. Eggertsson sé búinn að taka þrefalt veð á húsnæði sínu og dæla fénu í nýtt parket og eldhús til að halda uppi "framkvæmdastigi"? Eða lætur hann skattgreiðendur eina um slíka bábilju?

Hækkandi skattar. Hækkandi skuldir. Góð hugmynd?


mbl.is Ókeypis í sund fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Mikið rosalegu ertu fúll á móti að vera svona vælandi yfir því að börn fái frítt í sund, sérstaklega þegar sund ætti að vera frítt fyrir alla.

Tómas Waagfjörð, 16.6.2010 kl. 14:56

2 identicon

Júlli jákvæði mættur á staðinn :) skelltu þér í sund því að eins og Jón Gnarr segir: blautur borgari er glaður borgari :)

Vala Rut (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Tómas,

Ég bíð spenntur eftir gleðitárunum frá þér þegar þessi táknræna peningaeyðsla (gjaldfrjálst sund er ekki "frítt" sund) verður að mjög raunverulegri skattahækkunarhrinu og skuldsetningu. 

Geir Ágústsson, 16.6.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Finnst þér börn leiðinleg? Heldur þú að börn fæli fullorðið fólk frá sundi? Ég tel þetta frábært skref hjá Jóni, þetta var gert í mínu sveitarfélagi á síðasta kjörtímabili og hefur haft góð áhrif. Þó það kosti kannski ekki mikið í sund fyrir börn, þá skiptir hver króna máli hjá mörgum í dag.

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.6.2010 kl. 15:26

5 identicon

þvílíkur vælukjói sem þú ert Geir! þarf ekki að velta því lengi fyrir mér hvernig týpa þú ert! X D! Enn þínir spiltu drulluhalar eru búnir að vera. Næst sest JG í stól Jóhönu og glæpaflokkurinn þinn fer sömu leið og framsókn kallinn minn!

óli (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:01

6 identicon

Ég vitna bara í orð háttvirts þingmanns Þráins Bertelsonar; Það er sorglegt að skoðunum fábjána sé gert jafn hátt undir höfði í fjölmiðlum og raun ber vitni. Það er ábyrgðaleysi að fábjánar skuli geta tengt skoðanir sínar við fréttir í mest lesna netmiðli landsins. Þetta land þarf ekki á svona athugasemdum að halda eins og er!

Það að fitnandi börn þessa lands skuli fá gjaldfrjálst aðgengi að sundstöðum þar sem þau geta brennt nokkrum kaloríum sé ég ekki sem neikvæðar fréttir!

Nonni (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:01

7 identicon

fæst börn fara ein í sund, getur verið að aukin eftirspurn barna skili auknum tekjum frá fullorðnum? fara foreldrarnir ekki frekar með börnin í sund ef börnin fá frítt?

æj, nei. nú man ég... þið sjallar eruð í stjórnarandstöðuham, hin nýju VG, allt suckar, allt er ömurlegt, allt er hræðilegt.

af því að það kemur ekki frá ykkur.inte satt?

annars erþetta alveg rétt hjá þér. borgin fer á hausinn við þetta. allir menn vita að helsta tekjulind borgarinnar eru sundgjöld barna yfir sumarmánuðina

híh (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:04

8 identicon

Heldurðu virkilega, Geir, að hafa frítt í sund fyrir 6-18 ára börn í 2 og hálfan mánuð setji borgina á hausinn? Er ekki líklegra að aðsókn borgandi borgara verði meiri þegar borgarabörnin draga foreldra sína í sund? Ég efast stórlega um að það verði tekjusamdráttur hjá sundlaugunum í sumar.

Banani (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú virðist ekki sála hafa séð að í færslu minni tala ég um þessa sundlaugaopnun sem táknrænt fyrsta skref að auknu útgjaldaflóði. Þessi sundlaugaropnun er ein og út af fyrir sig algjört "peanuts". En hún er upphafið að öllu meira útgjaldaflóði. Það þykist ég sjá í þessu, og þeir sem vilja veðja á móti því er það vitaskuld velkomið.

Ég vil svo biðja fólk um að spara persónuárásir þótt ég sé því ósammála. 

Geir Ágústsson, 17.6.2010 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband