Besta hækja Samfylkingarinnar

Skammtímaminni Íslendinga er slæmt þegar kemur að stjórnmálum. Hér er því örlítil upprifjun:

Samflot S-flokkanna

Eftir kosningar 2007 mynduðu Sjálfstæðismenn og Samfylking ríkisstjórn. Hún átti að vera öflug og eiga sér fáa mótstöðumenn, enda með mjög mikinn þingstyrk. Eitthvað þróaðist samt stjórnarsamstarfið í óheppilega átt strax í upphafi

 Samstarf S-flokkanna er ekki sá happadráttur sem frjálslyndir hægrimenn vonuðust eftir. Samstarf þessara flokka er nauðsynlegt til að halda sem flestum vinstriflokkum utan ríkisstjórnar en  þar við situr. Pólitískt hugleysi Sjálfstæðismanna í stjórnarmyndunarviðræðunum olli miklum vonbrigðum. Pólitísk ofvirkni Samfylkingar í sumarfríi Alþingis hefur slegið út drungalegustu spár um tækifærismennsku og sýndarleik.

Samfylkingin var í stöðugum hótunum við stjórnarsamstarfið og beitti þar ESB-vendinum á Sjálfstæðismenn, sem þorðu ekki annað en láta undan. Síðan kom hrun, og Samfylkingarmenn nýttu tækifærið og hlupu eins langt frá yfirvegun og ábyrgð og hægt er að hugsa sér uns stjórnarsamstarfið varð úr sögunni, og pólitísk óvissa bættist ofan á þá efnahagslegu. 

Framsóknarhækjan

Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var hrakin frá völdum í ársbyrjun 2009 tókst Samfylkingunni að sannfæra Framsóknarflokkinn um að styðja við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna. Framsókn hugsaði sér gott til glóðarinnar og lét vaða yfir sig með fúkyrðum og skömmum þar til kom að kosningum. Eftir þær kosningar var ekki lengur þörf á stuðningi Framsóknarmanna og þeir fengu ekkert í skiptum fyrir undirlægjuhátt sinn.

Kattasmölunin

Samstarf VG og Samfylkingar hefur ekki gengið vel. Það eina sem þessir tveir flokkar eru sammála um er að skattahækkanir séu nauðsynlegar og að niðurskurður í ríkisrekstrinum sé slæmur. Um annað hafa þessir flokkar deilt. Jóhanna uppnefnir vinstri-græna í opinberum ræðum, og vinstri-grænir sundrast innbyrðis í því hvað þeim eigi að finnast um það. 

Ekki einu sinni vinstri-grænum hefur tekist að gera Samfylkinguna ánægða. 

Besta hækjan?

Besti flokkurinn telur sig vita hvar hann hefur Samfylkinguna. Samfylkingin mun ekki hika við að bjóða gull og græna skóga í skiptum fyrir pláss í hlýju valdanna. Skipulagsbreytingar þetta og einföldun hitt - Samfylkingin verður ekki lengi að kinka kolli við öllu þessu og meira til.

Besti flokkurinn situr núna við "samningaborðið" með Samfylkingunni. Mun Jóni Gnarr takast það sem engum hefur áður tekist í íslenskri pólitík, og vinna með Samfylkingunni í stað þess að vera í eilífum innherjaerjum við hana?


mbl.is Besti og Samfylking ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón á eftir aðþrykkja Dag í ósmurt rassgatið... sjáðu bara til :D

Óskar G (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband