Sunnudagur, 22. janúar 2017
2007
Við lifum á sérkennilegum tímum. Sérfræðingar og seðlabankar segja okkur að einkaneysla sé góð, að vextir á lánum eigi að vera lágir, að sparnaður dragi fé úr fjárfestingum, að ríkisvaldið eigi að einoka peningaframleiðslu og að verðbólga sé betri en verðhjöðnun.
Allt er þetta meira og minna andstæða þess sem er rétt. Aukning einkaneyslu er ekki endilega góð, lágir vextir eru ekki endilega góðir, sparnaður er góður, einokun ríkisvaldsins á peningaframleiðslu er slæm og verðbólga er ekki skárri en verðhjöðnun (fyrir suma er verðbólga góð og fyrir aðra er verðhjöðnun góð).
Bankarnir eru himinlifandi með þessar röngu fullyrðingar sérfræðinganna. Þeir vilja verðbólgu því það þýðir peningaprentun sem þeir geta grætt á. Þeir vilja lána út fé og rukka bæði vexti og þóknanir fyrir en um leið draga að sér sparnað sem þeir borga lága vexti fyrir.
Um leið vita þeir af ef og þegar allt fer til fjandans þá komast hluthafar í burtu með sitt og reikninginn má senda á skattgreiðendur.
Voru annars ekki allir búnir að lesa Ábyrgðarkverið?
![]() |
Með 3,2 milljarða í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. janúar 2017
Skýrslur í stað skítaaðstöðu
Hið opinbera má eiga eitt alveg skuldlaust: Þar á bæ eru menn alveg rosalega góðir í að skrifa skýrslur. Gallinn er sá að skýrslur hjálpa engum að hafa hægðir nema þegar kemur að því að skeina sér. Það gera hins vegar klósett.
Það stefnir í að nú verði bráðum hætt að banna gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum. Það er gott. Gjaldtaka leysir öll vandamál aðgangsstýringar og aðstöðuuppbyggingar. Því fyrr sem bóndinn má rukka ferðamanninn fyrir að traðka á jörð hans því fyrr getur hann byrjað að byggja aðstöðu og stjórna fjölda ferðamanna.
Þetta er sáraeinfalt fyrirkomulag sem virkar fyrir alla, ekki bara Bláa lónið.
Nú bíðum við bara eftir að nýr ráðherra ferðaþjónustunnar blási til gjaldtöku - að þeir sem njóta fá að borga en ekki aðrir.
![]() |
Salernismál ferðamanna í biðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. janúar 2017
Gamalt vín í nýjum belgjum
Nú hafa vísindamenn komist að því sem handritshöfundurinn, leikarinn og leikstjórinn Mike Judge hefur vitað í mörg ár: Greindarvísitala mannkyns er á niðurleið. Téður Mike Judge skrifaði handritið að myndinni Idiocracy sem var frumsýnd árið 2006. Þar var meðalgreindur maður settur í einskonar frysti en gleymdist þar og vaknaði í fjarlægri framtíð. Þá var hann orðinn að klárasta manni í heimi.
Hér að neðan er hægt að sjá opnunaratriði myndarinnar. Njótið!
![]() |
Greindarvísitala lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. janúar 2017
Vilja sjómenn vera eins og "annað launafólk"?
Talsmenn sjómanna segja að sjómenn vilji bara vera eins og annað launafólk og fá að sitja við sama borð og það.
Er það svo?
Hafa sjómenn, eins og verktakar og sumir bankastarfsmenn, ekki einmitt notið þess að vera á árangurstengdum greiðslum eða er það bara goðsögn?
En gott og vel, löggjafinn hlýtur að bregðast við þessum kröfum sjómanna og heimila útgerðinni að gera sjómenn að venjulegu launafólki. Kannski venjulegt launafólk geti í staðinn beðið um að komast á árangurstengdar greiðslur.
![]() |
Sjómenn eiga að sitja við sama borð og annað launafólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. janúar 2017
Heimurinn opnast Bretum
Evrópusambandið er með innri markað. Gott og vel. Evrópusambandið er án innbyrðis tollamúra en heldur múrum gagnvart heiminum utan sambandsins traustum. Með úrsögn sinni eru Bretar að yfirgefa inn innræktaða markað og opna sig fyrir heiminum.
Evrópusambandið byrjaði sem lauslegt tollabandalag en stefnir nú í að verða stórríki sem stendur á brauðfótum. Hlaupi þeir af því sökkvandi fleyi sem geta - aðrir sökkva með því.
![]() |
Verða utan innri markaðar ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. janúar 2017
Táknrænt klósett fyrir framtíð ferðaþjónustu á Íslandi
Maður á að borga fyrir það sem maður notar nema maður geti sannfært einhvern til að borga það fyrir sig af fúsum og frjálsum vilja.
Klósettið við Dyrhólaey uppfyllir þetta skilyrði fyrir utan starfsmann Umhverfisstofnunar, en fyrir hann borga skattgreiðendur þótt þeir noti önnur klósett.
Klósettið við Dyrhólaey er vonandi tákn um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu þar sem þeir borga sem njóta.
![]() |
200 króna klósettgjald í Dyrhólaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. janúar 2017
Stjórnarandstöðukreppa
Stjórnarandstaðan er í kreppu. Hagkerfið er í blóma, skuldir hins opinbera eru greiddar niður, fé fossar í ríkisreksturinn og atvinnuleysi er svo gott sem ósýnilegt auk þess sem kaupmáttur launa er að hækka.
Hvernig á stjórnarandstaðan að snúa sér þegar staðan er svona?
Hún gæti auðvitað bent á að ríkisreksturinn er of stór, skuldirnar ekki greiddar nógu hratt niður og skattarnir alltof háir. En nei, stjórnarandstaðan er samansafn sósíalista sem líta á skattgreiðendur sem hlaðborð sem má borða endalaust af. Hún reynir því að gera aukaatriði að aðalatriðum og smámál að stórum málum.
Verði henni að góðu.
![]() |
Enn ákveðin stjórnarkreppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. janúar 2017
Forgangsröðun lögreglu
Ég vil mæla með því að allir horfi á þetta litla myndskeið sem fjallar um forgangsröðun lögreglunnar, þá ýmist í þágu glæpa eða ekki:
Þetta er sem sagt lítið atriði úr þáttunum The Wire, eitt besta sjónvarpsefni sem nokkurn tímann hefur verið framleitt.
Það ætti kannski að spila þetta atriði fyrir íslenska lögreglumenn, helst daglega? Þá hætta þeir kannski að forgangsraða vitlaust, daglega.
![]() |
Runnu á lyktina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. janúar 2017
Verkalýðsfélög og lög
Sjómenn, hæst launaða stétt landsins á eftir forstjórum, stendur nú í svokallaðri kjarabaráttu. Þeir vilja meira í vasann en um leið leggja minna af mörkum þegar niðursveiflur hrjá útgerðina. Þeir vilja bæði fá háu launin og bónusana, nokkuð sem yfirleitt þykir fáheyrt (oft sætta menn sig við lægri laun í von um að háir bónusar komi ef vel gengur en flestir kjósa meðallaun sem eru stöðug og án upp- og niðursveiflna).
Sjómenn halda því fram að þeir borgi fyrir atvinnutækin úr eigin vasa.
Þeir halda því fram að þeir séu notaðir til að niðurgreiða einhverja þætti reksturins.
Þeir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem atvinnurekandinn ætti að borga.
Með öðrum orðum, þeir kvarta yfir því að vera starfsmenn fyrirtækja því allt ofangreint gildir um allt launafólk í öllum einkafyrirtækjum. Fyrirtæki reyna að stilla af rekstrarkostnað og fjármagnskostnað þannig að hæft starfsfólk fáist til starfa (hæfilega hár launakostnaður) sem um leið getur unnið við sómasamlegar aðstæður (hæfilega hár rekstrar- og fjármagnskostnaður). Þetta gildir um útvegsfyrirtækin eins og öll önnur. Öll önnur!
Þegar atvinnurekandinn minn endurnýjar skrifstofustólinn minn er hann að borga fyrir það með nákvæmlega sama tékkhefti og borgar launin mín.
Kannski er munurinn sá að sjómönnum er sagt þetta beint út á gegnsæjan hátt á meðan flestir launþegar halda að þeir séu að græða eitthvað þegar þeir fá stól í stað launahækkunar.
Og um leið grafa sjómenn sína eigin gröf. Nú þegar herja samkeppnisaðilar íslenskrar útgerðar á markaði hennar, vinnslustöðvar standa tómar og safna kostnaði, verkafólki í landi er sagt upp og svona má lengi telja.
Það á eftir að taka marga mánuði fyrir útgerðina að vinna upp tapið sem af verkfallinu hlýst. Sjómenn hafa þá fengið hærri laun og í staðinn þarf að reka þá sem standa utan við þá fínu klíku og hafa ekki sömu lagalegu réttindi til að berja á atvinnurekendum sínum afleiðingalaust.
En gott og vel, ef sjómenn eru svona ósáttir af hverju má þá ekki segja þeim öllum upp og ráða aftur á einstaklingsgrundvelli? Mér skilst að einhver lög komi í veg fyrir það. Afnemum þau lög!
![]() |
Róa til fiskjar í miðju verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 11. janúar 2017
Bara hálfur sigur unninn
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og ráðherrar hafa verið útnefndir. Sumt er gott og annað ekki. Persónulega er ég sérstaklega hrifinn af því að Sigríður Andersen sé komin í fremstu víglínu. Hún er þingmaður sem þorir að standa í lappirnar og segja nei þegar kór pólitísks rétttrúnaðar segir já.
Það má samt leyfa sér að vera hóflega bjartsýnn á framhaldið en ekki mikið meira en það.
Björt framtíð er t.d. óþekkt stærð. Flokkurinn er sennilega rækilega klofinn að innan. Hluti hans er ánægður með að fá að koma að ríkisstjórn og hafa þannig meiri áhrif en annars. Hluti hans vill samt bara vinna með vinstriflokkunum og jafnvel frekar vera í stjórnarandstöðu þar sem er auðveldara að tala en framkvæma.
Með mjög tæpan minnihluta er hætt við að það þurfi að dansa í kringum óskir örfárra.
Ég sé fyrir mér að þegar eitthvað er liðið á kjörtímabilið, jafnvel bara nokkrar vikur, verði komnir brestir í ríkisstjórnarsamstarfið. Eitthvað erfitt mál kemur upp og skjálfti hleypur í einhverja þingmenn stjórnarflokkanna. Vinstrisinnaðir fjölmiðlamenn ganga á lagið og veifa skýrslum og krefjast afsagnar og enginn þorir að svara fyrir sig.
Ekki þarf að örvænta ef svo fer. Það má alltaf kjósa aftur, helst að vori til svo nýtt kjörtímabil geti hafist á sumarfríi þingmanna og nægt svigrúm sé um haustið til að vinna fjárlagavinnu vel.
Kannski er hægt að sópa óánægðum stjórnarflokki út og fá í staðinn flokk sem sér til lengri tíma. Hér þori ég ekki að nefna nein nöfn því þá þarf ég að eyða mörgum orðum í að ræða kosti og galla þess flokks en flestir flokkar hafa eitthvað af hvoru tveggja.
Nú er hálfur sigur unnin. Íslendingar hafa fengið ríkisstjórn. Sjáum nú hvað setur.
![]() |
Tilkynnti um fimm ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |