Bara hálfur sigur unninn

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og ráðherrar hafa verið útnefndir. Sumt er gott og annað ekki. Persónulega er ég sérstaklega hrifinn af því að Sigríður Andersen sé komin í fremstu víglínu. Hún er þingmaður sem þorir að standa í lappirnar og segja nei þegar kór pólitísks rétttrúnaðar segir já. 

Það má samt leyfa sér að vera hóflega bjartsýnn á framhaldið en ekki mikið meira en það.

Björt framtíð er t.d. óþekkt stærð. Flokkurinn er sennilega rækilega klofinn að innan. Hluti hans er ánægður með að fá að koma að ríkisstjórn og hafa þannig meiri áhrif en annars. Hluti hans vill samt bara vinna með vinstriflokkunum og jafnvel frekar vera í stjórnarandstöðu þar sem er auðveldara að tala en framkvæma. 

Með mjög tæpan minnihluta er hætt við að það þurfi að dansa í kringum óskir örfárra.

Ég sé fyrir mér að þegar eitthvað er liðið á kjörtímabilið, jafnvel bara nokkrar vikur, verði komnir brestir í ríkisstjórnarsamstarfið. Eitthvað erfitt mál kemur upp og skjálfti hleypur í einhverja þingmenn stjórnarflokkanna. Vinstrisinnaðir fjölmiðlamenn ganga á lagið og veifa skýrslum og krefjast afsagnar og enginn þorir að svara fyrir sig.

Ekki þarf að örvænta ef svo fer. Það má alltaf kjósa aftur, helst að vori til svo nýtt kjörtímabil geti hafist á sumarfríi þingmanna og nægt svigrúm sé um haustið til að vinna fjárlagavinnu vel. 

Kannski er hægt að sópa óánægðum stjórnarflokki út og fá í staðinn flokk sem sér til lengri tíma. Hér þori ég ekki að nefna nein nöfn því þá þarf ég að eyða mörgum orðum í að ræða kosti og galla þess flokks en flestir flokkar hafa eitthvað af hvoru tveggja.

Nú er hálfur sigur unnin. Íslendingar hafa fengið ríkisstjórn. Sjáum nú hvað setur. 


mbl.is Tilkynnti um fimm ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.vb.is/frettir/buvorusamningar-samthykktir-med-19-atkvaedum/131147/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 09:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér stóð Björt framtíð sig í stjórnarandstöðunni auk verðandi dómsmálaráðherra auðvitað:

Því kusu 73,1% af þeim sem tóku afstöðu með samningunum en 26,9% á móti. Þá greiddu 7 á móti - þar á meðal kaus allur þingflokkur Bjartrar framtíðar á móti samningnum ásamt Sigríði Á. Andersen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Geir Ágústsson, 11.1.2017 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband