Skýrslur í stað skítaaðstöðu

Hið opinbera má eiga eitt alveg skuldlaust: Þar á bæ eru menn alveg rosalega góðir í að skrifa skýrslur. Gallinn er sá að skýrslur hjálpa engum að hafa hægðir nema þegar kemur að því að skeina sér. Það gera hins vegar klósett. 

Það stefnir í að nú verði bráðum hætt að banna gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum. Það er gott. Gjaldtaka leysir öll vandamál aðgangsstýringar og aðstöðuuppbyggingar. Því fyrr sem bóndinn má rukka ferðamanninn fyrir að traðka á jörð hans því fyrr getur hann byrjað að byggja aðstöðu og stjórna fjölda ferðamanna. 

Þetta er sáraeinfalt fyrirkomulag sem virkar fyrir alla, ekki bara Bláa lónið.

Nú bíðum við bara eftir að nýr ráðherra ferðaþjónustunnar blási til gjaldtöku - að þeir sem njóta fá að borga en ekki aðrir. 


mbl.is Salernismál ferðamanna í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband