Bloggfærslur mánaðarins, september 2022

Trefjaríkt mataræði stuðlar að þéttari hægðum

Stundum dáist maður að drifkrafti þeirra sem vinna að fullu að því að grýta eigin höfn og rýra eigin hag.

Og þá sérstaklega Þjóðverja.

Þjóðverjar sjá nú fram á skort á hvorki meira né minna en klósettpappír! Orkuverð er jú svimandi hátt og engin leið að framleiða þennan nauðsynjavarning án orku, er það?

[Germany] is already facing toilet paper shortages as manufacturers struggle to keep their doors open, and things are likely to get worse before they get better.

En gott og vel, klósettpappír er auðvelt að framleiða víða og flytja á milli heimshluta. Nema auðvitað að menn banni slíkt:

EU to hit Russian steel, IT industry with sanctions, but spare diamonds
Also on the proposed list: Everyday household items like beauty products and toilet paper.

Í stuttu máli: Þjóðverjar geta bráðum ekki skeint sér með pappír úr eigin verksmiðjum og ætla um leið að banna sumum af þeim sem geta útvegað pappírinn frá því að gera það.

Kannski Þjóðverjar fari bráðum að bæta trefjaríkum mat við mataræði sitt og reyna að fækka númer 2 ferðum niður í kannski eitthvað vikulegt, eða sjaldnar. Eða að nota gras og laufblöð í það sem pappír sá um áður.

Sjáum hvað setur. 


Rússneskar kosningar

Ef einhverjir kunna að halda rússneskar kosningar þá eru það Rússar! Niðurstöður seinustu kosninga í höndum Rússa eru komnar í hús:

Final results
- In the Kherson Region, 87.05% of those who voted opted for joining Russia (497,051 people), with 12.05% (68,832) opposing the idea.

- In the Zaporozhye Region, the initiative was supported by 93.11% of voters (430,268 people).

- In the DPR, 99.23% of the electorate said they would favor uniting with Russia.

- In the LPR, 98.42% of the participants in the referendum voted for joining Russia.

Ekkert grunsamlegt á seyði hérna, eða hvað? Það mætti halda að það væri verið að veita Vigdísi Finnbogadóttur endurkjör í embætti forseta Íslands!

En jafnvel þótt menn telji hér um svik að ræða (sem virðist frekar augljóst), sýndarleik, leikrit, kosningasvindl, þá er samt nokkuð athyglisvert að skoða kort af svæðum undir stjórn Rússa og kort yfir tungumál Úkraínu, sem ég fann hérna undir fyrirsögninni "This Map Explains Why Ukraine Is So Divided Over Russia":

ukr

Berum þetta saman við svæðin þar sem svokallaðar kosningar fóru fram í, þau sem eru nafngreind á eftirfarandi korti (héðan) - Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson:

ukr_elec

Skoðum svo kort sem sýnir hvernig Úkraína var smátt og smátt stækkuð á tímum Sovétríkjanna og hinum ýmsu aðalriturum þeirra (héðan):

ukr_ussr

Einhver rauður þráður hérna, ekki satt?

Ekki að það skipti máli. Rússar eru að reyna éta stóran hluta af Úkraínu sem nær langt út fyrir átökin í austasta hluta ríkisins. Þeir eru á einhvers konar tímalínu sem heitir Úkraína fyrir tíma Leníns og Khrushchev. Auðvitað er ekkert heilagt við landamæri (margir vilja sjálfstæða Tíbet, styðja að Serbum sé haldið út úr Kosovo og hafa samúð með Kúrdum sem eru landlausir) og það má alveg skilja áhyggjur Rússa af því að Úkraína gangi í hernaðar- og árásarbandalagið NATO og ekki dugir að berjast á landamærum svo árum skiptir. En Rússar hljóta að vita að enginn tekur þessar kosningar trúanlegar.

Ég hlustaði á viðtal um daginn þar sem maður sagði að Rússar og Úkraínumenn hefðu verið ansi nálægt því að komast að einhvers konar samkomulagi (fyrir milligöngu Tyrkja) sem fæli í sér málamiðlanir af hálfu beggja en að þá hafi forsætisráðherra Bretlands skellt sér í heimsókn til Úkraínu og sagt við forsetann að samþykkja ekki friðsamlega lausn. Hvort sem það er satt eða ekki þá eru hagsmunir margra vissulega bundnir við að framlengja átök og koma í veg fyrir friðsamlegar lausnir, og slíkt kæmi mér hreinlega ekkert á óvart (minnir einfaldlega á veirutíma).

Annars vil ég í lokin benda á að skv. Wikipedia þá var innrás Bandaríkjanna og NATO í Líbíu árið 2011 ekki innrás heldur "military intervention". Þeir eru fleiri en Rússar sem kalla innrás eitthvað annað en innrás, er það ekki?


Hverjir græða á götóttu röri?

Það er ýmislegt sem mælir með og á móti því að Rússar hafi ákveðið að eyðileggja eigin eigur og tekjulindir. 

En hverjir græða á slíkum skemmdarverkum? Þá meina ég: Græða peninga. Ekki Rússar, það er á hreinu. Og heldur ekki Þjóðverjar, en þeir eru svo sem aðallega í því að grafa undan sjálfum sér og hafa lengi verið.

Norðmenn græða. Þeir eru nú í enn betri stöðu en áður sem gasframleiðendur á evrópskan markað.

Pólverjar græða. Þeir eru nýbúnir að vígja glænýtt rör sem tengir þá við norskar gaslindir og fá bráðum gas sem þeir geta selt til ríkja í kringum sig.

Spákaupmenn græða, þ.e. þeir sem veðja á að gasverð haldist áfram hátt.

Úkraína græðir enda þurfa Rússar nú í auknum mæli að nota rörin í gegnum Úkraínu til að koma gasi til Evrópu og fyrir slíkt þarf að borga.

Bandaríkjamenn græða. Evrópa verður nú enn háðari innflutningi á gasi frá Bandaríkjunum en áður og forseti þeirra fær að standa við stóru orðin.

Stundum er sagt í kvikmyndum þar sem verið er að leysa einhverja ráðgátu: "Follow the money."

En sumir vilja miklu frekar segja: "Blame Russia."

Hvor ætli komist fyrst að sannleikanum um götóttu rörin í Eystrasalti?


mbl.is Stjórnvöld í Noregi herða öryggi eftir gaslekana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með og á móti

Leki er kominn í þrjár af fjórum gasleiðslum NordStream 1 og 2 röranna, Svíar telja sig hafa greint jarðskjálfamerki sem líkjast sprengjum að springa og menn byrjaðir að benda á hvern annan.

En skemmdu Rússarnir sín eigin rör? Mér dettur í hug rök með og á móti.

Með:

  • Þeir vilja ekki lengur selja gas til Evrópu og hafa reynt að skýla sér á bak við bilanir og skort á varahlutum en hvað ef rörin eru einfaldlega götótt? Þá er hægt að loka þeirri umræðu.
  • Þeir eru að sýna vöðvana. Sá sem ræður orkunni ræður aðstæðum.
  • Þeir eru að reyna koma sér í samningsstöðu og geta núna boðist til að laga rörin gegn því að einhverjar skuldbindingar komi í staðinn.

Móti:

  • Rússum vantar peninga og eru því auðvitað ekki að eyðileggja tekjulindir sínar.
  • Rússar eiga þessi rör og geta mögulega komið þeim í verð seinna ef þau eru í lagi.
  • Þeir hefðu getað skemmt þessi rör á eigin hafsvæði í stað þess að sigla alla leið til Danmerkur og hætt á að afhjúpa kafbáta sína.

Vonandi kemst niðurstaða í þetta en á meðan hafa stjórnmálamenn nóg að gera að kasta ásökunum í allar áttir. Það kunna þeir! Ætlar enginn að kasta ásökunum á Pólverja sem voru að opna glænýja gasleiðslu í dag sem færir þeim norskt gas beint í æð, og sem fær núna minni samkeppni frá rússnesku gasi á gasmörkuðum í Austur-Evrópu?

Nema auðvitað að Bandaríkjaforseti hafi munað hvað hann sagði fyrir nokkrum vikum, sem væri nýlunda.

Nei, ég segi svona.


mbl.is Gruna Rússa um skemmdarverk á gasleiðslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég öfgahægrimaður?

Kosningar til ítalska þingsins fóru fram um daginn. Visir.is segir í fyrisögn frá í aðdraganda kosninga:

Hægri­flokkarnir stefna á stór­sigur með öfga­hægri­konu í farar­broddi

Á kjördegi segir Visir.is í fyrirsögn:

Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga

Á kosninganótt segir Visir.is í fyrirsögn:

Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu

Eftir að búið var að telja atkvæðin segir Visir.is:

Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd.

Er það þá ekki komið á hreint? Öfgahægrimenn! Öfgahægrikona! Öfgahægri-öfl! Öfgahægri ráðherra! Mussolini snúinn aftur, hvorki meira né minna!

En hvernig skilgreinir blaðamaður Visir.is svo hið ítalska hægri þvert á hægriflokkana?

Saman lofa þau lægri sköttum á orku og nauðsynjavörum og hlutfallsskatt fyrir aðila með sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá vilja þau aflétta banni á kjarnorku í Ítalíu, auka framlög til fjölskyldna og taka á óreglulegum komum flóttamanna.

Þetta eru svo sannarlega miklir öfgar og Ítalir búnir að kjósa miklar hamfarir yfir sig! 

Blaðamaður hefði getað kryddað þetta aðeins betur með því að benda á að hinn nýi öfgahægri sigurvegari ítölsku kosninganna er hlynntur veru Ítalíu í Evrópusambandinu og styður harðar aðgerðir gegn Rússum. Eða nei, bíddu við, það er ekki öfgahægri! Afsakið.

Þá hefði blaðamaður kannski getað kryddað skilgreiningu sína með afstöðu hins nýja öfgahægri stjórnmálamanns til réttar samkynhneigðra til að ættleiða, en um leið mætti spyrja sig af hverju góða vinstrið, sem hefur verið við völd seinustu ár, hafi ekki dansað í takt við væntingar Norður-Evrópubúa þar. Er ítalska vinstrið kannski öfgahægri? Og þá Ítalía öll? 

Hvað um það. Ef marka má skilgreiningu blaðamanns á öfgahægri þá er ég mjög nálægt því að vera öfgahægrimaður og þarf bara að sætta mig við það. Hætti jafnvel á að einhver kalli mig fasista ef ég segi frá afstöðu minni til hárra skatta, en gott og vel.

Hvað á ég þá að kalla þá sem vilja læsa fólk heima hjá sér, sprauta í það tilraunakenndum lyfjum helst niður í ungabarnaaldur, að ríkisvaldið fái að ráðskast með fyrirtæki sem að nafninu til eru í einkaeigu og ritskoða opinbera umræðu?

Öfgavinstrimenn? Góða fólkið? Hvoru tveggja? Það er spurning.


Ein mynd, þúsund orð

Oft segir ein mynd meira en þúsund orð, og hér er gott dæmi um slíka mynd.

sk

Á myndina vantar reyndar merki PayPal, en PayPal hefur í vaxandi mæli slegist í lið með þeim sem reyna að bæla niður málfrelsiðrökræður og skiptar skoðanir

Gott markmið er að reyna finna valkosti við öll fyrirtækin sem koma fram á þessari mynd. Þessi fyrirtæki beittu afli sínu á veirutímum og gera nú á seinustu vikum vegna annars langdreginna staðbundinna átaka í Austur-Úkraínu og reyna að fylkja öllum á bak við sama fánann og úthýsa öðrum eða húðskamma (líka þeim sem vilja hvorugum fána fylgja eða jafnvel báðum).

Ég lét selja mér upphaflegu innrás Bandaríkjanna (auk leppa) í Írak á sínum tíma. Þar áttu að vera stórhættuleg gereyðingarvopn sem ógnuðu heilum heimshluta. Ég skammast mín ennþá fyrir að hafa fallið fyrir því og hef reynt að passa mig betur síðan. Batnandi mönnum og það allt. Ég óska þér sömu vegferðar.


Hvað er óháður blaðamaður?

Okkur er kennt að hlusta á virta fréttamiðla, þá sem er hægt að treysta. Þessa sem birta trúverðugar fréttir. Hlutlausar jafnvel. BBC í Bretlandi lýsir sjálfri sér til dæmis svona:

"Our commitment to impartiality is at the heart of that relationship of trust. In all our output we will treat every subject with an impartiality that reflects the full range of views. We will consider all the relevant facts fairly and with an open mind."

Gott og vel. Menn eru kannski að reyna. En auðvitað vitum við að þetta er ekki rétt. Sumir óháðir miðlar (og einstaklingar) hafa seinustu tvö árin verið mun marktækari til lengri tíma en þessar rykföllnu stofnanir sem starfa miklu frekar eins og kallarakerfi fyrir yfirvöld en sjálfstæðar fréttastofur. Aðrir óháðir miðlar ekki, auðvitað, og stundum erfitt að gera upp á milli, en sem betur fer er málfrelsi og allar skoðanir á borðunum, eða ekki.

Hvað um það, hér ætla ég að deila efni frá óháðum miðli í Kanada sem er að fjalla um nokkuð sem enginn af þessum hugrökku og hlutlausu miðlum er að fjalla um jafnvel þótt ástandið sé að rífa lítið samfélag í sundur í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

Ég læt litla frétt um að ræða forsöguna og um hvað er deilt, og þeirri frétt fylgir svo þetta myndband.

Kanada endurspeglar mögulega ekki íslenskar aðstæður eða þær á öðrum Norðurlöndum, en er mögulega að gefa vísbendingar um framtíðina. Og taki menn henni eins og menn vilja.


Skrifborðsblaðamenn og blaðamenn

Erna Ýr Öldudóttir fjölmiðlakona er lent í Tyrklandi og hyggst fylgjast með ástandinu í Donbass. Furðar hún sig á því að fleiri fjölmiðlar hafi ekki þegið boð um að koma á svæðið og fylgjast með fálkaaugum með kosningum sem þar eiga að fara fram.

En bíddu nú við, er þetta ekki bara réttur blaðamaður á réttum stað? Eða rangur á réttum stað? Eða eitthvað slíkt?

Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga. Þeir geta gert það, en það er eins og að hlusta á hlandblautan krakka benda þér á svolítinn blett á bolnum þínum.

En bíddu nú við, er ekki bara verið að mæta á leikrit, sviðsett af innrásarríki, þar sem er búið að raða öllum hlutum rétt upp til að skapa hina fullkomnu sviðsmynd?

Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.

En verður eitthvað að marka? Kjörseðlum fleygt í ruslið og atkvæðatölur búnar til í Moskvu?

Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.

En fólkið? Er það ekki hrætt? Þorir það nokkur öðru en að lýsa yfir stuðningi við nýja landsherra sína? Segja blaðamönnum ósatt?

Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.

Blaðamenn sem sitja við skrifborð allan daginn og afrita pistla af CNN og BBC og kalla það fréttir eru alveg góðir og gildir. En þeir eru ekki á svæðinu. Þeir eru skrifborðsblaðamenn. Aðrir eru á vettvangi. Þeir sem þora.


mbl.is Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar værum við án þessara blessuðu háskóla?

Háskólar eru yndisleg fyrirbæri. Þar er hægt að sækja sér menntun, þjálfun og þekkingu sem býr einstaklinga undir lífið og gerir þá að verðmætaskapandi einstaklingum sem beint og óbeint láta gott af sér leiða, þökk sé góðum undirbúningi og krefjandi námsumhverfi sem um leið fjöldaframleiðir vini og kunningja fyrir hvern þann sem kastar sér í djúpa endann á háskólasamfélaginu.

En þetta er nú ekki öll sagan.

Háskólar fjöldaframleiða ekki bara lækna, lögmenn og líffræðinga. Þeir framleiða líka fólk sem að námi loknu rýkur beint á atvinnuleysisskrá, í starf sem kemur náminu ekkert við eða í hólf innan hins opinbera sem eru búin til svo gráða sem engin eftirspurn er eftir fái líka einhvern áfangastað eftir útskrift.

Þeir framleiða líka skoðanir og álit undir yfirskyni vísinda og þekkingar. Prófessorar spá heimsendi og hamförum ef skoðunum þeirra er ekki hlýtt og fá hljóðnema frá fjölmiðlum sem kynna þá sem spekinga og spámenn. 

Og ekki batnar það. Núna er ég að lesa um rannsókn sem Yale-háskólinn í Bandaríkjunum er að safna sauðum í og ber hið skemmtilega heiti: 

Persuasive Messages for COVID-19 Vaccine Uptake: a Randomized Controlled Trial, Part 1

Fallegt, ekki satt? Hérna er virtur, ríkur og þekktur háskóli að þróa aðferð til að lokka sofandi plebbana inn í sprautuhallir þar sem líkamar þeirra eru fylltir af gagnslausu glundri sem eyðileggur ónæmiskerfi þeirra og jafnvel getu til að fjölga sér.

Ákveðinn hópur hluthafa klappar og flautar af gleði.

Já, þessir yndislegu háskólar. Ég þakka fyrir tíma minn hjá slíkri stofnun sem endaði á svolitlu lokaverkefni sem aflaði mér vinnu og þannig koll af kolli. En það sleppa ekki allir jafnvel, og háskólarnir, og prófessorarnir þar, bera vissulega ákveðna ábyrgð á því.


Hafa gráhærðir karlmenn alltaf rétt fyrir sér?

Undanfarin misseri hefur okkur verið sagt að í nafni sannleiks og sóttvarna sé mikilvægt að hlusta á vísindin og trúa ekki samsæriskenningum

Þetta hefur í raun þýtt að við eigum að lepja gagnrýnislaust upp allt sem eftirfarandi einstaklingar segja:

  • Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV
  • Þórólfur Guðnason, þáverandi sóttvarnalæknir
  • Kári Stefánsson, forstjóri 
  • Víðir Reynisson, lögregluþjónn

Aðrir eiga svo helst að þegja, en mega auðvitað tjá sig á meðan þeir eru sammála.

Miðaldra gráhærðir karlmenn hafa greinilega alltaf rétt fyrir sér og ég hef því til nokkurs að hlakka til enda væntanlega ekki langt í að mín fyrstu gráu hár láti sjá sig.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband