Með og á móti

Leki er kominn í þrjár af fjórum gasleiðslum NordStream 1 og 2 röranna, Svíar telja sig hafa greint jarðskjálfamerki sem líkjast sprengjum að springa og menn byrjaðir að benda á hvern annan.

En skemmdu Rússarnir sín eigin rör? Mér dettur í hug rök með og á móti.

Með:

  • Þeir vilja ekki lengur selja gas til Evrópu og hafa reynt að skýla sér á bak við bilanir og skort á varahlutum en hvað ef rörin eru einfaldlega götótt? Þá er hægt að loka þeirri umræðu.
  • Þeir eru að sýna vöðvana. Sá sem ræður orkunni ræður aðstæðum.
  • Þeir eru að reyna koma sér í samningsstöðu og geta núna boðist til að laga rörin gegn því að einhverjar skuldbindingar komi í staðinn.

Móti:

  • Rússum vantar peninga og eru því auðvitað ekki að eyðileggja tekjulindir sínar.
  • Rússar eiga þessi rör og geta mögulega komið þeim í verð seinna ef þau eru í lagi.
  • Þeir hefðu getað skemmt þessi rör á eigin hafsvæði í stað þess að sigla alla leið til Danmerkur og hætt á að afhjúpa kafbáta sína.

Vonandi kemst niðurstaða í þetta en á meðan hafa stjórnmálamenn nóg að gera að kasta ásökunum í allar áttir. Það kunna þeir! Ætlar enginn að kasta ásökunum á Pólverja sem voru að opna glænýja gasleiðslu í dag sem færir þeim norskt gas beint í æð, og sem fær núna minni samkeppni frá rússnesku gasi á gasmörkuðum í Austur-Evrópu?

Nema auðvitað að Bandaríkjaforseti hafi munað hvað hann sagði fyrir nokkrum vikum, sem væri nýlunda.

Nei, ég segi svona.


mbl.is Gruna Rússa um skemmdarverk á gasleiðslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon








Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2022 kl. 19:15

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Var ekki opnuð gasleiðsla frá Noregi til Póllands í dag

Úkraína græðir á þessu

Orkurisarnir græða á þessu

USA nær betri tökum á orkusveltri evrópu með þessu

Rússar tapa

Grímur Kjartansson, 27.9.2022 kl. 19:47

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Úkraína er fyrir löngu orðin óháð innflutningi á gasi þökk sé tækni sem heitir "fracking" og er bönnuð í Þýskalandi sem situr ofan á 20 ára gasþörf sinni en snertir ekki. En já, rússneskt gas nær ekki lengur til Þýskalands nema með krókaleiðum, Pólverjar fá norskt gas, og Rússar tapa en er um leið kennt um.

Geir Ágústsson, 27.9.2022 kl. 20:56

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Rússar tapa en er um leið kennt um" 
ég gæti alveg trúað að 
Volodymyr Oleksandrovytj Zelenskyj standi að baki þessum skemmdarverkum en treysti á að Pútin verði kennt um

Grímur Kjartansson, 27.9.2022 kl. 21:04

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Var einmitt að hugsa það sama, ég get ekki séð hvað Rússar græða á að eyðileggja NordStream 1 rörin, þvert á móti myndu þeir tapa á því. Jafnvel þó ég sé harður á móti Rússum, telji að það eigi að beita þá hörðu til að koma þeim frá 19. öld inn í þá tuttugustu og fyrstu.

Theódór Norðkvist, 27.9.2022 kl. 21:05

6 identicon

Gátan leyst?

Athyglisvert, ef svo er sem fyrrum varnarmálaráðherra Póllands segir á tístinu:

https://www.zerohedge.com/geopolitical/us-blew-russian-gas-pipelines-nord-stream-1-2-says-former-polish-defense-minister

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.9.2022 kl. 21:32

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En, það er meira: https://twitter.com/AZmilitary1/status/1574758898086694912?t=zTsHYnfa_hfwHJob6sXylg&s=19

Þeir sögðu að þeir myndu gera það.  Þeir hafa staðið við stóru orðin.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2022 kl. 21:51

9 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

er þetta kannski enn eitt olístríð Bandaríkjanna?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 27.9.2022 kl. 22:20

10 identicon

May be a Twitter screenshot of 2 people and text that says '21:09 16%_ Radek Sikorski M.. 3.477 Tweets Tweets Tweets & Antworten Medien Gefäl Radek Sikorski ΜΕΡ hat retweetet NEWS ABC News @ABC 07. Feb. Pres. Biden:

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2022 kl. 07:04

11 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jafnvel trúgirni og heilagri sannfæringu Theódórs Norðkvists virðast takmörk sett og þá er nú mikið sagt.

Jónatan Karlsson, 28.9.2022 kl. 07:17

12 identicon

May be an image of 2 people and text that says 'NOT ONE EUROPEAN COUNTRY HAS OPENLY ACCUSED MOSCOW OF ATTACKING THE PIPELINES, PERHAPS BECAUSE THEY KNOW IT WASN'T RUSSIA WHO DID IT.'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2022 kl. 18:41

13 identicon

May be an image of 1 person and text that says 'Russian diploma warns Biden over pipeline incidents

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2022 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband