Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Þetta með að úthluta

Stjórnmálamenn mæla oft eigið ágæti í eftirfarandi atriðum:

  • Hversu miklu af fé skattgreiðenda þeir ná að eyða
  • Hversu margar undanþágur frá þunglamalegum reglum þeir ná að veita
  • Hversu oft þeim tekst að troða einhverjum fram fyrir í röðina
  • Hversu mikið af verkum þeirra fá umfjöllun í fjölmiðlum

Allt er þetta gott og blessað. Stjórnmálamenn hafa það hlutverk að koma í veg fyrir, hindra, beina í aðra átt, temja, féfletta og að lokum úthluta til útvalinna aðila.

Þeir mega hins vegar ekki fá áfall þegar kemur í ljós að fyrir þann eina sem fékk úthlutað eru 99 aðrir sem sitja eftir með sárt ennið. Þeir mega ekki láta það koma sér á óvart að allar hindranirnar sem þeir lögðu, en tókst að hleypa einhverjum fram fyrir, halda aftur af öðrum sem hlutu ekki náð fyrir augum þeirra.

Stjórnmálamenn mega ekki gleyma að þrátt fyrir englabauginn fyrir ofan höfuð þeirra þá valda þeir sársauka og töfum og koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti náð saman með frjálsum viðskiptum.


mbl.is Vísar ávirðingu minnihluta til föðurhúsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af

ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700 klukkustundum til fræðslu og þjálfunar starfsmanna, u.þ.b. 142 vinnuvikum, á síðasta ári. Fræðslustundir á hvert stöðugildi voru átján, rúmlega tveir dagar á hvern starfsmann. 

Ekki má það minna vera. Tveir dagar á ári á starfsmenn hlýtur að vera algjört lágmark. Námskeið í núvitund, hjólafærni og heilsu karla ættu að vera í boði á öllum vinnustöðum. Ekki viljum við að starfsmenn ÁTVR séu þjakaðir af lélegri hjólafærni eða vitund um eitthvað annað en núið.

Það er algjör óþarfi að gera frétt um námskeiðahald ÁTVR. Slíkt hefur bara þau áhrif að gera lítið úr starfsmannastefnu ÁTVR. 5700 klukkustundir hljómar eins og há tala en er það ekki því hjá ÁTVR starfa margir einstaklingar. Miklu frekar ætti að hvetja önnur fyrirtæki og opinberar stofnanir til að halda fleiri námskeið og nota ÁTVR sem gott fordæmi. Starfsmenn sem vinna hjá óþarfastofnun ríkiseinokunar í sölu á löglegum neysluvarningi þurfa á öllum þeim námskeiðum sem í boði eru til að réttlæta tilvist sína og hjálpa þeim að komast á fætur á morgnana.


mbl.is Vörðu 5.700 stundum í fræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband