Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Kosningar og SimCity

Kosningar eru framundan og fyrir mig, sem kalla mig frjálshyggjumann, býđur ţađ upp á mikiđ hugarangur eins og alltaf. 

Ég get ekki kosiđ einn einasta stjórnmálaflokk af neinni sannfćringu.  

Enginn stjórnmálaflokkur ćtlar ađ vinna ađ stjórnmálamarkmiđi frjálshyggjunnar, sem er ađ minnka hiđ opinbera niđur í (helst) ekki neitt.

Í öllum flokkum eru ákafir og einbeittir einstaklingar međ "áćtlun". Ţeir vilja leysa ţetta og hitt vandamál međ ţví ađ hliđra ríkisrekstrinum til. Ţetta og hitt vandamál má leysa, er okkur sagt, međ ţví ađ beita ríkisvaldinu á ákveđinn hátt eins og hamri sem mótar stálplötu í ákveđiđ form. Ég kćri mig ekki um slíkar áćtlanir. 

Fáir stjórnmálamenn eđa frambjóđendur tala beinlínis um ađ minnka vinnuálagiđ á greyiđ stjórnmálamennina međ ţví ađ einkavćđa, selja, afregla og koma á hinn frjálsa markađ. 

Nú veit ég ekki hvađ margir sem ţetta lesa hafa spilađ nýrri útgáfur af leiknum SimCity. Í honum ţarf ađ gera svo margt; skipuleggja lóđir undir ákveđna starfsemi, byggja skóla, spítala, lögreglustöđvar og útivistarsvćđi, leysa umferđarteppur, leggja vatn og rafmagn, tryggja ađ sorphirđa fái nćgt fjármagn, og svona mćtti lengi telja. Allt ţarf ađ fjármagna međ sköttum og fjármögnun ţarf ađ hagrćđa ţannig ađ allir fái nóg en ekki of mikiđ ella duga skatttekjurnar ekki til og bara svo og svo mikiđ hćgt ađ fá ađ láni.

Ég hugsađi međ mér, í ţćr fáu klukkustundir sem ég lék einrćđisherra yfir ímynduđum heimi, hvađ vćri miklu auđveldara bara ađ einkavćđa sorphirđu, menntun, heilbrigđisţjónustu og löggćslu og taka ţví rólega sem borgarstjóri. Ef allt fer til fjandans munu íbúarnir bara flýja eđa gera uppreisn og heimta hćrri skatta og meiri opinberan rekstur. Ef fólk hins vegar gćti nýtt sér svigrúmiđ í fjarveru hins opinbera til ađ finna sínar eigin leiđir ađ sínum eigin markmiđum, ţá flykkist vćntanlega fólk í bćinn. Ţetta er ekki mögulegt í SimCity. Ţetta er hins vegar mögulegt í alvörunni.

Ég veit ekki ennţá hvađ ég ćtla ađ kjósa, ef ég kýs. Vill einhver frambjóđandi lofa mér ţví ađ stefna ađ minna vinnuálagi fyrir sjálfan sig á nćstu fjórum árum? 


Dćmi um raunverulegan niđurskurđ

Hún er gleymd sú gamla speki ađ útgjöld eigi ađ vera minni en tekjur. Núna er talađ um "niđurskurđ" ţegar veriđ er ađ hćgja á aukningu útgjalda. Talađ er um ađ "herđa beltiđ" međ ţví einu ađ frysta núverandi útgjöld. Talađ er um ađ "skera niđur ađ beini" ef nokkrir starfsmenn af mörg ţúsund fá uppsagnarbréf.

Sú var tíđ ađ stjórnmálamenn vissu hvernig átti ađ koma ríkisvaldinu úr vegi fyrir bata í hagkerfi. Hérna má lesa dćmi um slíkt (frá Bandaríkjunum).

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. ...

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third. 

Takiđ eftir: Útgjöld ríkisins voru helminguđ á tveimur árum! Allir skattar voru lćkkađir og skuldir hins opinbera greiddar verulega niđur. Seđlabankinn hélt ađ sér höndum. 

En hvađa afleiđingar hafđi ţessi umtalsverđi niđurskurđur á stćrđ hins opinbera?

 By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

Afleiđingin var hrađur efnahagsbati.  

Áratug seinna skall aftur á kreppa í sama landi. Ţeirri kreppu var mćtt međ hafsjó af "nútímalegum" ađferđum til ađ berjast viđ kreppu. Niđurstađan var kreppa í 15 ár. 

Hvađ geta menn lćrt af ţessu? Ţá, ađ ef ríkiđ reynir ađ eyđa sig út úr kreppu (t.d. međ peningaprentun eđa skuldsetningu eđa hvoru tveggja), eđa dregur ekki nógu hratt saman seglin, ţá er afleiđingin viđvarandi og framlengd kreppa. 


mbl.is Obama endurgreiđir laun sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćtturnar viđ ađ hafa of marga undir sama hatti

Sem foreldri barns á grunnskólaaldri í Danmörku hef ég ekki fariđ varhluta af verkbanni á kennara. Ég er ađ vísu í ţeirri heppilegu stöđu ađ búa međ tveimur öđrum fullorđnum sem eru mikiđ heima á daginn ţessar vikurnar, svo ég get fariđ í vinnuna eins og venjulega. Hiđ sama gildir hins vegar ekki um alla. Barnaherbergi hafa veriđ útbúin á mínum vinnustađ og foreldrar geta ţar setiđ yfir börnum hvers annars (á eigin tíma). Margir eru ađ nota frídaga og ef verkbanniđ dregst á langiđ verđur ţađ smátt og smátt ađ ólaunuđu fríi hjá mörgum. 

Samfélagiđ er í stuttu máli í vaxandi uppnámi, sem virđist ţó byrja rólega og mjúklega fyrir flesta.

Verkbann sem ţetta sýnir hćttuna af ţví ađ hafa of marga undir sama hatti. Langflestir grunnskólakennarar Danmerkur eru í sama stéttarfélagi, sem semur um kaup og kjör fyrir ţeirra hönd viđ einn ađila, samtök sveitarfélaga. Ríkiđ og sveitarfélögin gefa út starfslýsingar fyrir alla skóla sína, og allir ţessir skólar ţurfa ađ hlýđa ţví sem yfirvöld segja. Ef einhver er ósáttur getur hann sett á verkbann eđa fariđ í verkfall eđa stöđvađ vinnu. Fórnarlömbin eru svo allur almenningur.

Hver er lexían?

Sú, ađ eitt módel fyrir alla er besta lausnin, og verkbönn og verkföll bara nauđsynlegur fórnarkostnađur ţess?

Sú, ađ yfirvöld segi hvernig eigi ađ kenna og hvenćr, og kennarar hlýđi ţeim bara?

Sú, ađ kostir ţess ađ flestir skólar séu reknir á sama hátt eru fleiri en ókostir verkbanna og verkfalla međ óreglulegu millibili?

Eđa sú, ađ skólakerfiđ eigi ađ einkavćđa eins og ţađ leggur sig (međ tilheyrandi skattalćkkunum og afnámi opinberra hindrana ađ markađi menntunar), og gera foreldra ađ borgandi kúnnum, og skólana ađ ţjónustufyrirtćkjum sem keppast um ađ mennta flesta sem best á samkeppnismarkađi? Já, segi ég. 

Og nei, ţađ er ekki ţannig ađ ţađ ţurfi ríkisrekiđ menntakerfi til ađ "tryggja öllum börnum menntun". Ríkisskólar eru í mörgum tilvikum bara orđnir ađ geymslustađ sem kostar slíkar upphćđir ađ báđir foreldrar ţurfa ađ vera útivinnandi. Góđgerđarskólar finnast ekki á tímum risavaxins velferđarkerfis. Tilraunastarfsemi í menntun og kennslu er lítil sem engin.

Svo já viđ ţví ađ einkavćđa allt kerfiđ eins og ţađ leggur sig. Menntun er of mikilvćg til ađ láta ríkiđ sjá um hana.  


mbl.is Lok, lok og lćs í dönskum skólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband