Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hjálpaðu ríkisstjórninni að fjármagna ríkisreksturinn!

Ríkissjóður verður rekinn með a.m.k. 140 milljarða kr. halla á þessu ári ef fer sem horfir. Ríkisstjórnin situr nú sveitt yfir fjárlagagerð þar sem mikil áhersla verður lögð á að hækka alla skatta. Útgjöld á að draga eitthvað saman en sá samdráttur nemur ekki einu sinni 10 prósentum, sem er vitaskuld alltof lítið fyrir gjaldþrota ríkissjóð.

Hugmyndafræðileg gjá finnst á milli þeirra sem telja að ríkið eigi að belgja sig út á kostnað skattgreiðenda, og hinna sem finnst að ríkið eigi að draga saman útgjöld sín eins og venja er í hefðbundnum rekstri fyrirtækja og heimila þegar tekjur dragast saman.

Þeir sem vilja mergsjúga skattgreiðendur nota gjarnan setningar eins og að "enn er svigrúm til skattahækkana" og "enn finnast þeir sem eru aflögufærir til að stoppa í gatið á fjárlögum".

En hvar er þetta aflögufæra fólk? 

Í stað þess að siga Skattmann á skattgreiðendur (með sögulega vel þekktum afleiðingum á hagkerfi og heimili) legg ég til að þeir sem telja sig aflögufæra, og vilja að ríkið hækki skatta frekar en að draga saman útgjöld, leggi sitt af mörkum og greiði einfaldlega meira í ríkissjóð.

Sú aðgerð er einföld, felur í sér heimsókn í bankann eða opnun heimabankans í tölvunni, og notkun eftirfarandi upplýsinga (sem ég hef að vísu ekki sannreynt sjálfur en vona að dugi):

Kt: 540269-6459
Rknr: 0001 - 26 - 025017

Vonandi léttir frjálst framlag skattahækkunarsinna byrðina sem Steingrímur J. og hans fólk ætlar að leggja á herðar þeirra sem eftir eru í hópi skattgreiðenda á Íslandi.


Siemens-banki?

Siemens plans to set up its own bank in a move that underscores how large industrial groups are seeking rapidly to reduce their reliance on bank financing after the credit crisis.

The German engineering group said that it would use a banking licence primarily to expand its sales finance business but also to be able to deposit some of its current €9bn ($11bn) cash pile at the Bundesbank and to broaden its sources of financing.

Sjá nánar hér.

Hugmyndir um stofnun banka til að "losna" út úr hinu hefðbundna bankakerfi finna víðar hljómgrunn en í Reykjavík. 

Traustið á hinni ríkisvörðu einokun á peningaprentun og "fractional reserve banking" dvínar nú sem aldrei fyrr. Það er fyrir löngu orðið tímabært


mbl.is Hugmyndir um „Besta bankann“ til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Störf tapast

Reykjavíkurborg stingur sér nú í skuldafenið til að fjármagna "átaksverkefni". Stjórnmálamenn segja að þannig sé verið að "skapa störf". En það er rangt, af eftirfarandi ástæðum (texti tekinn úr frægri bók):

Therefore for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else. We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $1,000,000 taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversion of jobs because of the project. More bridge builders; fewer automobile workers, radio technicians, clothing workers, farmers.

Sem sagt: Við sjáum skrauthýsi rísa við höfnina en við sjáum ekki allt sem fór forgörðum í samkeppninni við Reykjavíkurborg og ríkið um fé sem hið opinbera annaðhvort yfirbauð til sín á lánsmarkaði eða skattlagði til sín. 


mbl.is 150 ný störf fram að áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga fyrst, verðhækkanir svo

Fyrir gefið peningamagn í umferð getur verðlag ekki hækkað á öllu sem er til sölu. Ef skyndileg aukning í eftirspurn á appelsínum á sér stað, þá dregst úr eftirspurn á einhverju öðru, t.d. perum, og verðlag hækkar því á annarri vörunni en lækkar á hinni. Sömu krónunni verður ekki eytt á tveimur stöðum samtímis.
 
Hvað gerist hins vegar þegar peningamagn er aukið, og það verulega? Þá breytist myndin. Þá eru fleiri peningar í umferð, sem geta þá elt fleiri vörur í einu, og þannig valdið aukinni eftirspurn og hækkandi verðlagi á nánast öllu. Verðbólga er í stuttu máli ekkert annað en aukning á peningamagni í umferð. Hækkandi verðlag (e. rising consumer prices) er afleiðing verðbólgu (e. inflation), en ekki öfugt.

Í ESB hafa menn nú prentað peninga eins og óðir síðan fjármálakreppan skall á (en þó ekkert miðað við Bandaríkjamenn). Þegar Grikkland varð tæknilega gjaldþrota var enn spýtt í og peningaprentun sett á fljúgandi ferð. Þegar Spánn og Portúgal segja til þá verður enn gefið í.

Hið mikla flæði nýrra evra á markaðinn virðist nú vera koma fram í hækkandi verðlagi. Það kemur ekki á óvart. Hvað gerist þegar evru-framleiðslan kemst á svo mikið flug að fólk fer að missa trúna á kaupmætti hverrar evru? Þá byrjar almenningur að minnka eftirspurn sína eftir evrum og auka eftirspurn á varningi, og við það minnkar kaupmáttur evrunnar enn hraðar og meira.


mbl.is Verðbólga vex í evrulöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland: Aðhald í ríkisrekstri

Þannig var verulegur hagvöxtur eða 2,2% í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi. Er þetta mesti hagvöxtur á einum ársfjórðungi sem þar hefur mælst frá sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands 1990. Var þessi hagvöxtur verulega umfram spár.

Þjóðverjar hafa þegið sinn skammt af skömmum frá t.d. Bandaríkjamönnum fyrir að iðka aðhald í ríkisrekstrinum og minnkun hallareksturs.

Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir bæði af Evrópulöndum og Bandaríkjunum fyrir að örva ekki eftirspurn í landinu. Milljarðamæringurinn Geore Soros varaði við því í gær að evran gæti fallið vegna ákvarðanna þýskra stjórnvalda, sem hafa einbeitt sér að því að draga úr fjárlagahalla og skuldastöðu ríkisins, andstætt Bandaríkjunum sem nýtur nú hagvaxtar án þess að hafa bætt skuldastöðuna.

En aðhald borgar sig alltaf til lengri tíma litið. Eða, með mínum eigin orðum:

Stefna þýskra yfirvalda er hárrétt. Þar draga menn úr eyðslu og borga skuldir og tryggja þannig undirstöður sem síðan er hægt að byggja á. Því hraðar sem Þjóðverjar draga úr eyðslu og greiða skuldir, því fyrr geta þeir lækkað skatta og þannig gefið hagkerfinu svigrúm til að vaxa og skapa verðmæti (frekar en að kreista fram "hagvöxt" með því að eyða lánsfé).

 Ég treysti illa hagvaxtartölum því þær mæla fyrst og fremst eyðslu og segja lítið til um styrkingu á grunnstoðum hagkerfa. En ég trúi því að ef Þjóðverjar standa við orð sín um aðhald í ríkisrekstrinum þá fái hagkerfi þeirra svigrúm til að vaxa, og það á traustum grundvelli. 

"Hagvöxtur" á Íslandi og víðar (t.d. í Bandaríkjunum) er í besta falli blekking, byggð á skuldsettri neyslu og eyðslu. 

Að lokum:

In a commentary about a month ago, I described how the economic world seemed to be drifting into two opposing camps: the Washington-based "Stimulators," who insist that more government debt is the best means to end the financial crisis, and the Berlin- and London-based "Austerians," who argue that debt is the crisis itself. If recent economic data and currency movements can be considered votes of confidence, then the Stimulators should be sweating. Moreover, these recent signals should provide economic analysts and investors with a road map for the future.

Segir Peter Schiff, maðurinn sem spáði fyrir hruninu á réttum forsendum, og ég trúi umfram marga þegar kemur að spádómum fram í tímann.


mbl.is Hagvöxtur á evru-svæði kemur Íslendingum vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fer þá fyrir stærri og flóknari málum?

Þó þessi ákvörðun sé í sjálfu sér ekki stór, þá er hún táknræn og hefði þurft umfjöllun á þar til bærum fundi.

 ...segir Sóley Tómasdóttir, og gott ef hún hittir ekki bara naglann á höfuðið hér.

Miðað við hina miklu fjölmiðlaumfjöllun sem þetta smámál hefur fengið og þá miklu ringulreið sem það hefur komið af stað innan borgarinnar þá hlýtur hver einasti maður að spurja sig: Hvað þá með stóru og flóknu málin?

Á öðrum stað segir:

Jón hefur að undanförnu tekið ýmsar ákvarðanir. Ein var að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar sem er til komin vegna óhófs og óreglu í rekstri Orkuveitunnar, önnur var að ráða Harald Flosa Tryggvason sem enga reynslu hefur af orkurekstri sem starfandi stjórnarformann OR fyrir háar fjárhæðir, enn önnur var að taka margra milljarða lán til að ausa í tilgangslaus verkefni í borginni til að „auka atvinnu“.

Engin þessara ákvarðana var rædd á Facebook. Þess í stað ræðir Jón þar smámál eins og hvort hann eigi að halda flugeldasýningu á menningarnótt sem kostar nokkrar milljónir. Fyrir því falla fjölmiðlar og segja stöðugar fréttir af umræðum á Facebook.

Í mínum huga er þetta bara spurning hvenær samstarf Samfylkingar og Besta flokksins springur. Vonandi koma þá meðlimir Besta flokksins skríðandi til Sjálfstæðisflokksins, gera Hönnu Birnu að borgarstjóra og hún getur þá hafist handa við að taka til á ný. 

 


mbl.is Gamaldags, ólýðræðisleg og ógagnsæ vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER er að 'mismuna' hjá Reykjavíkurborg?

Enn og aftur dettur út dellufrétt um meintan "óútskýrðan launamun kynjanna".

Hann er nú samt ekki "óútskýrðari" en svo að margir, og þá sérstaklega femínistar, fullyrða að hann sé "kynbundinn", sumsé munur sem skýrist fyrst og fremst á tegund kynfæra (frekar en hárlits, augnlits, hæðar, útlitsfegurðar, ákveðni, metnaðar, vilja einstaklinga til að vera hjá fjölskyldu frekar en á skrifstofu, ábyrgðartilfinningar og annars sem ekki er "leiðrétt" fyrir).

Spurningin er þá: HVER er að "mismuna" hjá Reykjavíkurborg?

Starfsmenn Reykjavíkur eru nú ekki það margir að þá megi ekki finna. Flestir starfsmenn þiggja laun samkvæmt einhverjum launtöflum. Yfirmenn hjá borginni hafa varla mjög mikið svigrúm til að semja um laun eins og gengur og gerist í einkageiranum eða í bakherbergjum ráðuneytanna í Stjórnarráðinu. 

Þeir sem telja að verið sé að "mismuna" í Reykjavík (eftir einhverju öðru en einfaldri hæfni og metnaði einstaklinganna sem þar starfa) HLJÓTA að reyna hafa uppi á þeim sem framkvæma meinta mismunun og draga þá yfirmenn fram í dagsljósið.

Ef meintir jafnréttisskúrkar finnast ekki innan litlu og miðstýrðu Reykjavíkur þá hlýt ég að leyfa mér að efast um tilvist þeirra, rétt eins og huldufólks og jólasveinanna. 


mbl.is Kynbundinn launamunur minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnistinn í Seðlabankanum: Már Guðmundsson


Loftslagsvísindin í mjög stuttu máli

Ég stenst ekki að birta hér eftirfarandi texta sem segir í mjög stuttu og skýru máli frá því hvað menn eru að tala um og deila um þegar talað er um að hitt og þetta hafi áhrif á hitastigið í lofthjúpi Jarðar - textinn er tekinn af bloggsíðu Ágústar H. Bjarnasonar (athugasemd dagsett 15.7.2010 kl. 08:49):

************************************

Sæll Svatli.

Eins og þú veist að þá er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindalegar kenningar, til dæmis lögmál varmafræðinnar eða kenningar Einsteins. Það er aðeins í stærðfræði sem hugtakið "sönnun" hefur þá merkingu sem margir vilja eigna öllum vísindum.

Um loftslagsvísindin gildir auðvitað sama og í öðrum vísindum; menn setja fram kenningu og framkvæma síðan tilraunir til að staðfesta þær eða ekki. Taki nú af einhverjum ástæðum upp á að kólna, þá sannar það nákvæmlega ekkert að sólin eigi þar  hlut að máli. Ástæðan gæti verið einhver önnur.

Ástæðan fyrir breytingum í lofthita geta verið nokkrar. Við getum flokkað þær á ýmsan hátt. Til dæmis svona:

1) Losun manna á CO2.
 
2) Losun manna á loftbornum ögnum (areosols).
 
3) Áhrif sem koma utanfrá. Þar er sólin líklegasti áhrifavaldurinn. Gæti hugsanlega einnig verið eitthvað annað, t.d. skyndileg breyting í styrk geimgeisla, þ.e. breyting sem stafar ekki af áhrifum sólar (supernova?). Þetta eru ytri áhrifavaldar.

4) Langtíma sveiflur í hafinu, þ.e. sveiflur sem ná yfir nokkra áratugi. Lengri sveiflur en t.d. El-Nino. Þetta eru innri sveiflur í kerfinu.

5) Ýmsar skammtíma sveiflur sem stafa að skammtímafyrirbærum eins og eldgosum, El-Nino/La-Nina, ...

Allar þessar sveiflur leggjast síðan saman. Sumar til hækkunar hitastigs og aðrar til lækkunar. Afturverkun af ýmsum toga flækir málið svo enn meira. Auk þess getur verið samspil milli fyrirbæranna, þó svo þau virðist óháð við fyrstu sýn. Við getum t.d. hugsað okkur að áratugasveiflur í sólinni séu í svipuðum takti og áratugasveiflur í hafinu. Sólin gæti þá örvað sveifluvakann í hafinu, en samsvarandi fyrirbæri eru vel þekkt.

Þetta þýðir að hvort sem það hlýnar, kólnar, eða þá að hitinn stendur að mestu í stað á næstu áratugum, þá getum við enn sem komið er ekki sagt með nokkurri vissu hver orsakavaldurinn er. Líklegast er  hann eitthvað flókið sambland af þessu öllu saman.

Taki nú upp á að kólna eitthvað á næstu áratugum, og ef virkni sólar verður áfram í þeirri lægð sem hún núna er, og ef þetta verður þrátt fyrir aukna losun manna á CO2, þá verður það ef til vill til þess að menn beini sjónum sínum í meira magni að öðrum þáttum eins og virkni sólar, áratugasveiflum í hafinu, o.s.frv.

Það sem stendur upp úr, finnst mér, er að nú er að gefast gullið tækifæri til að kanna hve  mikill þáttur sólar er miðað við aðra áhrifavalda, þ.e. CO2, hafsins, og etv. fleiri. Stóra ellipsan á myndinni með íslenska textanum átti að gefa þetta til kynna. Lendi punkturinn vegna meðalhita næsta áratugar ofarlega í ellipsunni, þá gætum við ályktað að áhrif CO2 séu mikil, en lendi punkturinn neðarlega gætum við ályktað að þáttur sólar (etv. ásamt innri breytingum í kerfinu) sé töluverður miðað við áhrif CO2. Við getum bara ályktað, ekki verið viss.

Þetta eru þó allt vangaveltur sem sanna ekki neitt, enda er ekki hægt að sanna neitt í vísindum. Við getum þó leyft okkur að draga ályktanir, vega og meta. Smám saman á þó vonandi skilningur okkar á þessu mjög flókna samhengi eftir að aukast. Þess vegna er mjög mikilvægt að skoða alla þætti málsins með opnum hug, forðast fordóma og vinna saman. Eyða ekki kröftum og þreki í tilgangslausar deilur og hártoganir, eins  og því miður raunin hefur verið í loftslagsmálunum. Það kemur að því að mönnum fer að leiðast ógurlega og nenna ekki að standa í þessu lengur. Finna sér annan vettvang. Það kemur auðvitað niður á vísindunum.

************************************

Heimasíða höfundar.

Vil svo bæta því við að lokum að þegar vísindamaður þykist hafa greitt úr allri flækjunni sem lýst er hér að ofan, þá þykir mér hann vera ansi sjálfsöruggur!


mbl.is Ísjakinn hluti af eðlilegri bráðnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að verja kerfið, kerfisins vegna

Augljóslega er nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra ætlað að drepa niður samkeppni við "kerfið". En af hverju að verja "kerfið"? Af því í dag eru til bændur og aðrir sem reiða sig á það, og þeir hafa aðgang að eyrum þingmanna sinna. Ekki er kerfið að þjóna neytendum eða skattgreiðendum. Það er á hreinu. Ekki frekar en rekstur ríkisins á leikhúsum og sendiráðum og rannsóknarnefndum um viðskipti einkafyrirtækja.

 Það er að einhverju leyti skiljanlegt að kerfið skuli varið af þingmönnum landsbyggðarinnar, t.d. úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstyrkir og lög um kvóta og annað hafa alið af sér heila stétt mjólkurbænda sem margir hverjir hafa lagt í dýr kvótakaup til að stækka við bú sín og auka hagkvæmni. Nú lítur út fyrir að margir bændur gefi skít í hina opinberu kvóta og framleiði einfaldlega mjólk eftir getu, án styrkja. 

En í stað þess að gera þá sem mjólka beljur sínar "of mikið" að glæpamönnum þá væri miklu nær að leita leiða til að frelsa skuldsetta kvótabændur úr viðjum kerfisins. 

Það má líkja þessu við þau ánauðaráhrif sem velferðarkerfið hefur á fullfrískt fólk. Fyrst er það mjólkað um háa skatta og því gert að fara á spenann til að ná einhverju af þeim til baka, t.d. í formi húsaleigubóta, vaxtabóta, barnabóta, niðurgreiddra skóla og spítala og svona má lengi telja. Menn þurfa nánast að vera milljónamæringar til að hafa efni á því að sleppa við kæfandi faðmlag fóstruríkisins. 

En bændur eiga hér von. 


mbl.is Frjálshyggjufélagið leggst gegn búvörufrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband