Hvernig fer þá fyrir stærri og flóknari málum?

Þó þessi ákvörðun sé í sjálfu sér ekki stór, þá er hún táknræn og hefði þurft umfjöllun á þar til bærum fundi.

 ...segir Sóley Tómasdóttir, og gott ef hún hittir ekki bara naglann á höfuðið hér.

Miðað við hina miklu fjölmiðlaumfjöllun sem þetta smámál hefur fengið og þá miklu ringulreið sem það hefur komið af stað innan borgarinnar þá hlýtur hver einasti maður að spurja sig: Hvað þá með stóru og flóknu málin?

Á öðrum stað segir:

Jón hefur að undanförnu tekið ýmsar ákvarðanir. Ein var að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar sem er til komin vegna óhófs og óreglu í rekstri Orkuveitunnar, önnur var að ráða Harald Flosa Tryggvason sem enga reynslu hefur af orkurekstri sem starfandi stjórnarformann OR fyrir háar fjárhæðir, enn önnur var að taka margra milljarða lán til að ausa í tilgangslaus verkefni í borginni til að „auka atvinnu“.

Engin þessara ákvarðana var rædd á Facebook. Þess í stað ræðir Jón þar smámál eins og hvort hann eigi að halda flugeldasýningu á menningarnótt sem kostar nokkrar milljónir. Fyrir því falla fjölmiðlar og segja stöðugar fréttir af umræðum á Facebook.

Í mínum huga er þetta bara spurning hvenær samstarf Samfylkingar og Besta flokksins springur. Vonandi koma þá meðlimir Besta flokksins skríðandi til Sjálfstæðisflokksins, gera Hönnu Birnu að borgarstjóra og hún getur þá hafist handa við að taka til á ný. 

 


mbl.is Gamaldags, ólýðræðisleg og ógagnsæ vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hah þú ert fyndinn og láttu þig dreyma sama hvað þessi minnihluta fífl reyna þá er þetta samstarf það bessta sem gat komið fyrir borgina ...

Valdi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það vantar ekki stóru orðin.

Skuldir borgarinnar eru á rjúkandi uppleið (nýbúið að bæta milljarði við þær). 

Ég spái því að áður en árið er á enda verði búið að hækka útsvarið í löglegt hámark.

Hvort tveggja er til marks um áhersluna á skuldsetta neyslu. Við vitum öll hvernig fór fyrir íslenskum heimilum þegar þau fylgdu svipaðri "hagfræði".

En það var sniðugt að bjóða börnum í sund í borginni í sumar. Rómverjar stilltu lýðinn með ókeypis afþreyingu fyrir lýðinn og það gekk prýðilega hjá þeim til að byrja með. 

Geir Ágústsson, 13.8.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband