Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Seðlabankar auka gullforða sinn

Hin frumlega tilraun seðlabanka heimsins til að slíta peninga sína algjörlega frá tengingu við einhvers konar "tangible good" (þá helst gull eða silfur) verður væntanlega hætt í náinni framtíð. Síðan gullfóturinn var yfirgefinn snemma á 20. öld hefur kaupmáttur hverrar einingar helstu gjaldmiðla snarlækkað. Ég man t.d. eftir því í gamla daga að geta keypt súkkulaðikúlu á hálfa krónu en í dag kostar hún um 5 krónur. Það segir ýmislegt um þróun kaupmáttar á hinni lausleikandi íslensku krónu. Svipaða sögu er hægt að segja um aðra gjaldmiðla.

Skynsamir seðlabankar víða um heim auka nú gullforða sinn til að verja kaupmátt þeirra peninga sem þeir prenta. Dæmi: Indland, Kína. Gullið kemur ýmist úr námum eða er keypt af óskynsamari seðlabönkum (t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) sem reyna eru að útvega sér fé með sölu á sínum gullforða - fé sem stjórnmálamenn ætla sér svo að eyða í allskyns örvunaraðgerðir og hallarekstur. 

Aukin eftirspurn eftir gulli vegur hæglega á móti auknu framboði frá óskynsömum seðlabönkum. Gullverð er að stíga hægt og rólega í verði (mældu í USD) og sumir hafa spáð því að únsan detti í 5000 USD innan fárra ára


mbl.is Gjaldeyrisforði Seðlabanka eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tarzan segir: Ekkert ESB

Múmínpabbi lifir einföldu lífi þar sem einu lögin og reglurnar eru þau sem hann kveður upp yfir fjölskyldumeðlimum sínum. Múmínálfurinn sér sennilega sjálfan sig sem holdgerving ESB, þar sem skipanir eru lesnar upp yfir óæðri einingum sambandsins.

Tarzan segir hins vegar: Ekkert ESB fyrir Ísland. Sveiflist um á nægtaborði frelsisins og semjið við allt og alla í góðu samstarfi, en ekki bara við apana í ESB-trénu.

Tarzan vinnur múmínpabba í slag. 


mbl.is Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar Ítalir en Kanadamenn?

Eftir tæpa tvo áratugi í EES kom loksins sá dagur að erlendur aðili hætti fjármagni sínu í fjárfestingu í íslenskum orkuiðnaði. Hann dregur sennilega í land með það, enda hafa íslensk stjórnvöld sýnt að þau geta allt nema tekið ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.

EES hefur alla tíð heimilað ESB-ríkjum að fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði, og Íslendingum að fjárfesta í erlendum orkuiðnaði. Íslendingar hafa ekki dregið lappirnar hvað varðar t.d. fjárfestingar í sjávarauðlindum innan ESB. Sennilega finnst Íslendingum þeir sjálfir vera skárri útlendingar úti en útlendingar frá Kanada eru á Íslandi. 

ESB-ríki eins og Ítalía og Portúgal teljast ekki til "skúffu"landa eins og Kanada. Ég skil samt ekki þennan ótta við Kanadabúa. Miklu nær væri að bjóða Kanada aðild að EES en að henda þeim úr landi því þeir eru á rangri hlið Atlantshafsins. Þá gætu Íslendingar skipst á þekkingu og fjármagni við Kanadamenn, t.d. á sviðum orkuframleiðslu og sjávarútvegs. 

Af hverju að umbera t.d. Ítali (ESB-þjóð) en ekki Kanadamenn? Skipta landamæri ennþá aðalmáli? Er skynsamlegt að velja sér viðskiptafélaga út frá landfræðilegri staðsetningu þeirra? Frekar Albani en Ástrala? Frekari Ítali en Indverja?


mbl.is Eðlilegt að Magma skoði málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband