Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Arfavitlaus peningaprentun sem gerir meira ógagn en gagn
Seðlabönkum nútímans er ekkert heilagt lengur þegar kemur að því að prenta peninga (eða auka magn þeirra án beinnar prentunar). Aukning á peningamagni leiðir ekki til þess að verðmæti verða til. Þvert á móti þýðir aukið peningamagn einfaldlega rýrnun á verðgildi þeirra peninga sem eru fyrir.
Þeir sem hafa kynnt sér hagfræði hins austurríska skóla (Austrian Economics) ættu að vita hvað ég er að tala um. Áhangendur kenninga austurríska skólans líta á peningaprentun ríkisvaldsins sömu augum og hver önnur ríkisafskipti af markaði. Ég ætla ekki að eyða löngu máli í að ræða það núna, en bendi einfaldlega áhugasömum á að lesa þessa grein, þaðan sem eftirfarandi orð eru tekin:
"The bright side of the credit boom is an apparently expanding economy. Sooner or later, however, the boom is going to show its dark side. The gap between the credit and money induced increase in demand for and supply of resources becomes obvious. Investment projects, which were deemed profitable, become economically unviable. Hoped-for output and employment gains fall short of expectations, and the economy falls into recession. A decline in output, socially undesirable as it might be, would be the economically needed adjustment process, changing relative prices of goods and services, thereby allowing the economy to converge back to equilibrium.
Confronted with output and employment losses the fallout of a monetarily induced boom and a public sense of crisis, central banks are called upon to lower rates from prevailing levels, as such a measure is widely believed to put an end to the crisis and orchestrate an upswing. Giving in to such demands, credit and money supply rises even further. Monetary policy simply perpetuates and thereby aggravates existing disequilibria. Repeated again and again, the inescapable crisis is postponed to a future point in time. However, such tactics cannot avoid the final collapse of the monetary system, it only increases the costs of the final crisis. "
Ég tek fram að ég er ekki að segja að fjármálakreppa sé handan við hornið, heldur einfaldlega að benda á eftirfarandi (og aftur notast ég við áðurnefnda grein):
"It proceeds on and on, never giving the consumers the chance to reestablish their preferred proportions of consumption and saving, never allowing the rise in cost in the capital goods industries to catch up to the inflationary rise in prices. Like the repeated doping of a horse, the boom is kept on its way and ahead of its inevitable comeuppance by repeated and accelerating doses of the stimulant of bank credit. It is only when bank credit expansion must finally stop or sharply slow down, either because the banks are getting shaky or because the public is getting restive at the continuing inflation, that retribution finally catches up with the boom."
Látið ekki blekkjast. Það að seðlabankar "leggi til" pening er ekki annað en verkjapilluát á meðan blæðandi svöðusárið er látið afskiptalaust.
Seðlabanki Evrópu leggur bönkum til meira lausafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Keyrðu frekar en labba - það er gott fyrir umhverfið!
Hvenær kemur að því að heilbrigt þenkjandi fólk fær leið á hinum eilífa sirkus í kringum losun manns á CO2 og meintum áhrifum sem sú losun hefur á andrúmsloftið og hitastig Jarðar?
Ég leyfi mér að stinga upp á svari: Þegar einhver fullyrðir (í alvarlegum fjölmiðli) í fúlustu alvöru að það sé "betra" fyrir andrúmsloftið að keyra út í búð frekar en labba!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Kröftunum dreift, eða ekki
Danska vinnueftirlitið hefur ekki í hyggju að dreifa kröftum sínum enn meira en nú er raunin, og því fagna ég. Nógu erfiðlega gengur starfsmönnum eftirlitsins að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa nú þegar á sinni könnu svo ekki fari að bætast við enn eitt vanrækt verkefnið. Hreinskilnin er hressandi.
Aðallestarstöð Kaupmannahafnar var fyrir skömmu skilgreind "reyklaus". Engin viðurlög virðast samt vera við því að púa eins og strompur þar inni.
Reyklausum neytendum mistókst að gera sig að eftirsóttri markaðsvöru. Núna hafa þeir fengið ríkisvaldið í lið með sér til að gera reykingar að lögreglumáli. Skammist ykkar!
Óvissa um eftirlit með reykingabanni í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Hvenær verður þessi iðja bönnuð?
Líkaminn hefur ekkert gott af því að sitja í háum hita í langan tíma. Ef margir taka upp á þessari iðju þá er sennilega hægt að tala um að "lýðheilsunni" sé ógnað.
Spurningin er bara: Hvenær verður löng sita í gufubaði orðin að lögreglumáli?
Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Eru nú engin bönd á ríkinu?
Ef löggjafinn má banna reykingar á húsnæði í einkaeigu, af hverju má hann þá ekki banna blótsyrði, viðrekstur, ákveðið tal, listmálun með olíulitum og neyslu feitmetis líka? Er ekki búið að galopna endanlega takmarkaleysi í lögbanni á löglegum athöfnum í húsnæði í einkaeigu?
Skítt með stjórnarskránna - ef Lýðheilsuyfirvöld sjá hag sínum best borgið með því að predika eilíf boð og bönn, þá er það fyrir öllu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Vefþjóðviljinn ólíkur sjálfum sér
Ég er, að mínu mati, einn harðasti aðdáandi Vefþjóðviljans. Meiri háttar skortur á netaðgangi í langan tíma er eina leiðin til að halda mig frá að lesa hvert einasta tölublað vefritsins (eða "blaðsins" eins og Vefþjóðviljinn kallar útgáfu sína gjarnan). Ég leyfi mér því að fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér um það sem nú verður sagt.
Tölublað dagsins er ekki í stíl við hefðbundin skrif Vefþjóðviljans. Það sem er í stíl við hefðbundin skrif er gagnrýni á eyðslu hins opinbera á fé vinnandi fólks. Gagnrýnin er beitt og ekki til að deila um - fé er verið að eyða í miklum mæli, fé sem hefði mátt eyða af launþegum sjálfum án kvartana nokkurs, og þá seinast kvartana launþeganna sjálfra.
Það sem er ekki í stíl er skortur á gagnrýni á meinta réttlætingu hins opinbera á eyðslunni. Gagnrýnin beinist gegn hinum rauðlituðu götuhornum Reykjavíkurborgar. Kostnaðarréttlætingin er sú að götuhornabreytingin muni gagnast hinum blindu eða sjónskertu. Þetta minnist Vefþjóðviljinn ekki einu orði á. Ég veit alveg að kostnaðurinn verður ekki varinn með því að vísa í meintar þarfir blindra og sjónskertra, en Vefþjóðviljinn hefði átt að taka skrefið til fulls og útskýra hvers vegna.
Helgarsprok Vefþjóðviljans að þessu sinni olli mér vissum vonbrigðum. Efnisvalið er gott og gilt, og litabreyting á götuhornum Reykjavíkur er alveg ágætt skotmark á hið eyðslusama opinbera, en því miður mun pistillinn ekki þjóna tilgangi sínum vegna skorts á niðurrifi á rökum eyðsluseggjanna.
Það er eitt að vera ósáttur. Það er annað að vera ósáttur og útskýra hvers vegna. Vefþjóðviljinn hefur verið duglegur við að benda á ástæður ósættis síns (og annarra frjálslyndra) á offitu hins opinbera. Núna var bara sagt að ósætti sé til staðar, án frekari skýringa. Því miður, en vonandi í seinasta sinn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Aðgangur að og gæði heilbrigðisþjónustu er markaðsmál, ekki pólitískt mál
"Ef vægi heilbrigðisútgjalda heldur áfram að vaxa mun á endanum þurfa að koma að því að einhver hluti heilbrigðisþjónustu verði veittur á frjálsum markaði án fjárstuðnings frá ríkinu."
Þetta ritar Jón Steinsson í grein á Deiglan.com, og undir þau orð get ég fyllilega tekið!
Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í Evrópu og Bandaríkjunum hefur vaxið stjórnlaust svo áratugum skiptir. Margir halda að þetta sé eitthvað náttúrulögmál sem fylgi því að sífellt eru að koma á markað fullkomnari tæki og lyf sem kosti meira og meira í þróunarkostnaði. En er ekki hægt að segja svipaða sögu um nær því allt annað? Hafa útgjöld heimila vegna bílakaupa verið að vaxa samhliða gríðarlegum framförum í eldsneytisnýtingu, öryggi og þægindum? Hvað með tölvur, farsíma og flugferðir? Hvað með öll þau svið sem ríkið hefur lítil sem engin afskipti af? Hefur kostnaður þar verið að vaxa stjórnlaust? Nei, þvert á móti.
Fullkomnari tækni sem fleiri og fleiri hafa aðgang að þýðir ekki endilega að kostnaður neytenda/notenda vex stjórnlaust. Slíkt á sér eingöngu stað þar sem ríkið bannar samkeppni - keppni um fjármagn þeirra ríku sem á endanum borgar undir tækni sem nýtist þeim efnaminni á töluvert betri kjörum.
Ríkið þarf ekki að endurhanna sífellt flóknari og umfangsmeiri áætlanir til að tryggja að efnalítið fólk hafi efni á góðri heilbrigðisþjónustu. Ríkið þarf bara að hætta að banna framtak einkaaðila. Slíku afnámi banns þyrfti ekki einu sinni að fylgja sérstakt fjármagn úr vösum skattgreiðenda eins og þegar einkaskólum var leyft að starfa á Íslandi. Ríkið þarf ekki að gera eitt né neitt nema fækka verkefnum lögreglunnar um eitt - eftirlit með starfssemi "ólöglegra" lækningastofa á Íslandi.
Slíkt mundi ekki leiða til neinna stórkostlegra framfara í einni svipan, en hefur nákvæmlega engar slæmar afleiðingar fyrir kerfið eins og það er í dag. Engar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.8.2007 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Eins gott að skattalækkunum var ekki lofað!
Mikið hlýtur hin nýja ríkisstjórn að vera fegin því að hafa ekki lofað neinum skattalækkunum að ráði í stjórnarsáttmála sínum. Össur (og raunar Jóhanna Sig. og fleiri) er búinn að vinna ötullega að því allt sumarfríið sitt að lofa útgjöldum úr vösum skattgreiðenda og því hætt við að þegar þing kemur saman á ný verði fjárhagslegt svigrúm ríkissjóðs orðið æri lítið, a.m.k. minna en ef Össur hefði tekið sér sumarfrí.
Hvar er gúrkutíðin sem ég hlakkaði svo til?
Iðnaðarráðherra: 1.200 milljóna kr. skuld Byggðastofnunar verði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Teknir fyrir?
"Benedikt segir tekjublað Frjálsrar verslunar vera veglegt í ár og verða fleiri einstaklingar verða teknir fyrir en áður."
Þetta eru svo sannarlega viðeigandi orð: Að taka fyrir!
Hvað gæti birting á persónuupplýsingum fólks annars kallast? Ekki er verið að gera neinum greiða. Fólk hefur yfirleitt rangt fyrir sér þegar það klagar náunga sína fyrir skattayfirvöldum. Ekki er hægt að komast hjá því að birtast á listum ríkisvaldsins. Engin leyninúmer leyfð þar eins og í símkerfinu.
Frjáls verslun og Mannlíf eru svo sannarlega að "taka fyrir" fólk, rétt eins og DV og Séð og heyrt.
Samkeppni um tekjublað eftir hátt í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |