Teknir fyrir?

"Benedikt segir tekjublað Frjálsrar verslunar vera veglegt í ár og verða fleiri einstaklingar verða teknir fyrir en áður."

Þetta eru svo sannarlega viðeigandi orð: Að taka fyrir!

Hvað gæti birting á persónuupplýsingum fólks annars kallast? Ekki er verið að gera neinum greiða. Fólk hefur yfirleitt rangt fyrir sér þegar það klagar náunga sína fyrir skattayfirvöldum. Ekki er hægt að komast hjá því að birtast á listum ríkisvaldsins. Engin leyninúmer leyfð þar eins og í símkerfinu.

Frjáls verslun og Mannlíf eru svo sannarlega að "taka fyrir" fólk, rétt eins og DV og Séð og heyrt.


mbl.is Samkeppni um „tekjublað“ eftir hátt í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Mér finnst ólík sýn vinstri og hægrimanna á þessu máli kristallast í ummælum Ögmundar Jónassonar á Stöð 2 þegar hann talaði um að þetta væru upplýsingar um hvernig „verðmætum þjóðfélagsins sé skipt“.

Við þetta komment eyddi ég nokkrum mínútum sem ég hefði getað notað til að skapa verðmæti þjóðfélagsins sem er að sjálfsögðu ekki mitt einkamál og þes vegna er ég hættur að skrifa...

Oddgeir Einarsson, 1.8.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé svolítið eftir því að hafa sagt að Mannlíf og Frjáls verslun séu að "taka fyrir" fólk. Auðvitað er það ríkið sem er að taka fólk fyrir, og þessi tímarit eru svo að nýta sér þann markað sem felst í forvitni einstaklinga um hag náungans, að náunganum óspurðum.

Hvað nú ef segjum að kynsjúkdóma-status, reðurstærð, ekta-leiki brjósta, almenn fjárhagsstaða, andleg og/eða líkamleg heilsa, eða hver-hefur-sofið-hjá-hverjum gögn yrðu gerð aðgengileg undir ríkisþvingun? Ætli sala á útdrætti slíkra upplýsinga yrði ekki vinsælt söluefni? Er það þá söluaðilum að kenna, eða ríkinu sem þvingaði þessar upplýsingar út úr fólki ("bólfélagaframtal") og gerði þær opinberar?

Geir Ágústsson, 1.8.2007 kl. 22:03

3 identicon

Hvernar ætlar ríkið að fara birta skjúrkaskrár fólks? Er ekki kominn tími til að ég fái að vita hvað hver er að mjólka út úr kerfinu og fyrir hvaða sjúkdóm.

Ég segi nú bara eins og vinstrimennirnir "Ég á rétt á" að fá að vita þetta, það er holt fyrir lýðræðið. Fólk er þá ekki að gera sér upp veikindi. Líka fínt fyrir vinnuveitendur að vera ekki að ráða fólk sem er veikt á geði í vinnu. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband