Icesave-frumvarp þá væntanlega óþarfi

Ef Kristinn H. Gunnarsson túlkar úrskurð ESA rétt, og segir rétt frá innihaldi hans, þá hlýtur Alþingi að geta stungið Icesave-frumvarpi sínu í skúffu og leyft lögum um tryggingar innistæða ganga sinn gang, ekki satt?

Engin ástæða til taka pólitíska ákvörðun um að þjóðnýta Icesave-innistæður. Engin ástæða til að gera eitthvað sérstakt "samkomulag" við Breta og Hollendinga. Engin ástæða til að óttast lögsóknir vegna neyðarlaganna. Engin ástæða til annars en að leyfa lögum ESB um tryggingar innistæða að ganga sinn gang. Ekki satt?

Með þessa bráðabirgðaniðurstöðu á borðinu getur enginn þingmaður borið því við að Íslendingar "verði" að taka á sig Icesave-ánauðina vegna "óvissu" um réttarstöðu Íslendinga sem "gæti" leitt til lögsókna og skaðabótarmála. Sú afsökun er nú úr sögunni (til bráðabirgða að vísu, en samt). Sú eina sem stendur eftir er sú að vilja þóknast stórríkjum ESB til að liðka fyrir innlimun Íslands í sambandið.

Það er, ef Kristinn er að segja efnislega rétt frá og að ég skilji hann rétt, auðvitað. Sem ég vona að sé raunin.

Hvet, í tilefni bráðabirgðaniðurstöðu ESA, alla til að taka þátt í Iceslave-minnisvarðaverkefninu.


mbl.is Jafngildir 1.100 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband