Skattmann snýr aftur

Er fólk kannski búið að gleyma uppnefninu á fjármálaráðherra seinustu vinstristjórnar? Það skyldi þó aldrei vera!


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki margt í stöðunni nema kanski að leggja niður LSH. Það er ekki ein króna með gati í ríkiskassanum. Við erum enn tala eins og ekkert hafi í skorist.

Kveðja

Finnur Bárðarson, 14.6.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Finnur,

Ríkisútgjöld hafa aukist um 40% að raunvirði síðan 1993. Niðurskurður um 20-30% í einni svipan mun ekki valda neinum grundvallarbreytingum á þjónustu ríkisins. Hvernig væri að byrja á því, áður en tómir vasar skattgreiðenda eru gataðir til að sauma fyrir tóman ríkiskassann?

Geir Ágústsson, 14.6.2009 kl. 15:08

3 identicon

Krímer hefur alla tíð barist fyrir hærri launum og notar þ.a.l. Sigga Kæser

Krímer (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:09

4 identicon

það er hægri stjórninni að þakka hvernig komið er fyrir landi og þjóð, afrakstur síðustu 20 ára eða svo, partyið var skrifað út á krít og reikninginn höfum við svo fengið í hausinn núna.

skattmann, heiðurinn af þessu heiti á sjálfsstæðisflokkurinn, flokkur einkavina og flokksgæðinga, hvítflibbaglæpamanna og annarra dusilmenna.   það koma aðrir að sl. 20 ár, en sjálfsstæðisflokkurinn hefur farið með forræðið öll þessi ár og gert eina rikustu þjóð í heimi næstum þá fátækustu og skuldugustu....

gg (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Geir Ágústsson

gg

Þú getur væflast um í þessum ásökunar- og uppnefnaleik þínum eins lengi og þú vilt. Rök fyrir skattahækkunum virðist þú hins vegar ekki fært fram.

"Skattleggja alla,

konur og karla.

Hald'áfram að hrekkja. 

Hér kemur ekkja.

Berja, kýla, slá,

farðu svo frá!"

Geir Ágústsson, 14.6.2009 kl. 17:08

6 identicon

Brosleg eru thau barnalegu vidhorf sem sumir bloggarar hafa í ljósi theirrar stödu sem óábyrgir og spilltir stjórnmálamenn í sérhagsmunaflokkunum D og B hafa komid thjódinni í.

Thessir bloggarar hegda sér eins og eigingjarnir og spilltir unglingar í reidiskasti.  Madur getur ekki annad en undrast yfir hve throskaheftir thessir bloggarar eru.  Frekjan og thvermódskan er med ólíkindum. 

Thetta fólk er annadhvort of heimskt til thess ad ráda vid hugtök eins og orsök og afleiding eda thá ad eigingirnin, frekjan og ábyrgdaleysid raedur algerlega gjördum theirra.

Krutter (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Krutter,

Hvað er að því að hverfa til baka til amk 1993 hvað varðar stærð og umsvif ríkisvaldsins varðar? Voru myrku miðaldirnar á Íslandi þá?

Vinsamlegast láta rök fylgja uppnefnum og skítkasti. Ella tjá þig annars staðar.

Steingrímur,

Fyrir utan lækna og forstjóra ríkisfyrirtækja, þá finnur þú varla mann með yfir 700.000 kr í mánaðarlaun lengur. Jú kannski forstjóra fyrirtækja sem flytja vörur út og flytja gjaldeyri til landsins í staðinn, en af hverju eiga þeir af öllum að fá skellinn?

Ef skattahækkanir eiga að skila einhverju í ríkiskassann, þá þurfa þær að koma á lág- og miðtekjufólk. Fyrir því er enginn pólitískur vilji.

Gengismálum er haldið í gíslingu af hinu opinbera. Þau komast ekki í samt mál fyrr en gengishöftin hafa þurrkað út allan (lánaðan) gjaldeyrisforða seðlabankans, eða mér sýnist það verða niðurstaðan.

Það er engin ódýr eða auðveld leið út úr kreppunni. Kreppan mun þurfa að leysa upp óarðbærar fjárfestingar, og fjárfestingar byggðar á ókeypis lánsfé í skjóli ríkisábyrgðar á skuldbindingum, og síðast en ekki síst, bitna á ríkisútgjöldum. Í stórum stíl.

Uppnefnið mig eða skítkastið að vild, en þetta er kaldur raunveruleikinn.

Geir Ágústsson, 14.6.2009 kl. 21:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Steingrímur,

Ríkið tekur við ánægju við meira fé úr þínum vasa en nemur lögboðnum gjöldum á þig. Aðgerðir frá þinni hálfu mega gjarnan fylgja orðum þar, ef þú heldur að það geri eitthvað gagn.

Geir Ágústsson, 14.6.2009 kl. 22:03

9 identicon

Stuðningsmenn VG og Samfylk. byrja altaf á sama frasanum: þið sjálfstæðismenn og svo frv.. Verst er að þeir, þeir sömu kusu þessa stjórn yfir okkur landsmenn og hanga svo altaf í því að það sé sjálfstæðismönnum einum að kenna að  hrunið varð.  Ég man ekki betur en að Björgvin Sigurðsson hafi verið bankamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra ásamt því að Össur og Jóhanna sátu í ríkisstjórn er hrunið varð.  Nú sitja VG og Samfylk. saman í ríkisstjór, Steingrímur sagði í beinni frá alþingi fyrir kosningar að kjósa ætti hann, hann kynni lausnir við öllum vanda.  En viti menn, hann kann engar aðrar lausnir en hann notaði síðast þegar hann var SKATTMANN.  Skattleggja allt!!!!, leggja á skatta bæði á háa sem lága.  Niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, tekjutengja tekjur öryrkja við tekjur maka, hækka lyfjakosnað, hækka kosnað á þá einstaklinga sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda, hækka komugjöld til lækna o.svo.frv.  Jóhanna, sem aldrei hefur þurft að taka á niðurskurði, veit ekki í hvern fótin hún er að stíga,  og Steingrímur talar bara um hátekjuskatt.  Gerir hann sér ekki grein fyrir því að þeir einstaklingar sem ENN eru að reyna að borga af lánum og enn hafa ekki tekið pokann sinn og farið til Noregs, reyna að auka tekjur sínar með yfirvinni og þá lenda þeir í 8% auka skatti!!!!  Skilja þau ekki að þau eru að auka vandann með endalausum skattlagningum.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:48

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðrún,

"Skilja þau ekki að þau eru að auka vandann með endalausum skattlagningum."

Svarið er: Nei.

Geir Ágústsson, 15.6.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband