Ég er í vafa

Steingrímur J. talar í kross núna. Fyrst segir hann:

Nauðsynlegt væri að hækka skatta að einhverju leyti, þá með réttlátum hætti, og einnig að skera niður.

Síðan segir hann:

 Í mínum huga er alveg ljóst að fara þurfi í almennar aðhaldsaðgerðir en það þarf að skoða þessi mál vandlega og tryggja sem best að fjölskyldur í landinu lendi í sem minnstum vafa.

Í stuttu máli: "Kæru Íslendingar, ég lofa hér með skattahækkunum, og þær verða ekki almennar og ekki nánar útfærðar í bili. Vinsamlegast samt látið það eiga sig að lenda í vafa um hvað ég ætla mér að gera við laun ykkar eða verðlag á vörum og þjónustu sem þið kaupið."

Já, það er stundum meira sagt en hugsað.

 


mbl.is Verkefni nýrrar stjórnar að ákveða niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

haha, hvenær talar steingrímur ekki í hringi.

Hann er mesta hringavitleysa sem til er. Miðjumoðs maður sem skiptir um skoðun í einu og sama viðtalinu og gerir síðan ekki neitt í neinu.

Haraldur Pálsson, 31.3.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Einar Jón

Það ætti enginn að vera í vafa um að skattar verði hækkaðir...

Er það ekki allt sem þarf að vita?

Einar Jón, 1.4.2009 kl. 05:12

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Það er góð byrjun. Svona eins og fyrir slasaðan hermann sem veit að það er óvinur í nágrenninu sem mun bráðum slasa hann enn meira, en veit bara ekki hvort hann missir útlim eða fái bara skrámu.

Geir Ágústsson, 1.4.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: Einar Jón

Ég held að ríkisstjórnir síðustu tveggja áratuga hafi skilið okkur slösuðu hermennina eftir það langt handan víglínunnar að spurningin er frekar hversu marga útlimi munum við missa, og hversu lengi pyntingarnar muni standa yfir.

En óvissan er vissulega ókostur.

Einar Jón, 2.4.2009 kl. 06:26

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Mér finnst að þú ættir ekki að einblína á seinustu tvo áratugi, þótt það henti auðvitað þér til að koma áleiðis ákveðnum skilaboðum til kjósenda í maí 2009. 

Mér finnst þú heldur ekki eiga einblína á ríkisstjórnir seinustu tveggja áratuga, heldur einnig stjórnarandstöðuna sem tyggur á nákvæmlega sömu peningamagnskenningum og þessar umræddu ríkisstjórnir.

Mér finnst að þú eigir stundum að lesa annað en dagblöðin, td þetta viðtal í Silfri Egils um daginn: http://mises.org/story/3391

En það er auðvitað bara mín skoðun sem ég get ekki neytt ofan í þig, eins og skattprósentu.

Geir Ágústsson, 2.4.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband