Miðvikudagur, 25. mars 2009
SJS: Of mikil eyðsla endar illa
Á nú að senda 16 milljarða af takmörkuðu fé landsmanna í malbik?
Hafa menn þá strax gleymt orðum fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að "of mikil eyðsla endar illa"?
Ef menn eyða meira en þeir afla, ár eftir ár, þá endar það illa. Ég held að það skipti engu máli hvort menn eyða of miklu í krónum, dollurum eða evrum, sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar Evrópusambandsins í morgun.
Í grundvallaratriðum er enginn munur á lántökum ríkis og einstaklinga. Lán þarf að greiða til baka, hvort sem það er með skattgreiðslum eða beinum afborgunum til lánastofnunar. Þegar fjárhagsörðugleikar steðja að þá er ekki um annað að ræða en að herða beltið og hugleiða betur í hvað er eytt og hvar má skera niður.
Þetta er sú leið sem stjórnmálamenn mæla með fyrir einstaklinga í harmþrungnum ræðum. Um leið og þeir snúa sér við byrja þeir hins vegar að skrifa undir lántökur sem drekkja sárþjáðum skattgreiðendum í skuldafen um ókomna áratugi. Skuldafen ríkisins mun skerða möguleika allra til að spara, greiða niður skuldir og byggja upp eigin fjárhag á ný.
Stjórnmálamenn eru í mótsögn við sjálfan sig þegar þeir mæla með aðhaldi á heimilum og veisluhöldum á Alþingi. Ráðgjafi ríkisvaldsins bendir á skuldsetningu og neyslu sem leið úr erfiðleikum á meðan ráðgjafi einstaklingsins mælir með aðhaldi og sparnaði. Er ekki eitthvað bogið við það?
Breikkun kostar 15,9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta verður nú ekki gert um helgina, þetta er allt í lagi við borgum þetta með þér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2009 kl. 20:36
Högni,
Hvað með að þú borgir tvöfalt og ég ekkert? Ég geri ráð fyrir því að þú sért hlynntur þessari framkvæmd, ólíkt mér.
Nú eða að við sammælumst um að engin skattkróna fari í framkvæmdina og það sé sett tollhlið á aukaakreinina, þannig að þeir sem vilja keyra hana borgi fyrir hana, en hinir sem hafa nú þegar borgað fyrir hina einu akrein (í gegnum skattkerfið, sem spyr engan um leyfi), geti þá látið sér hana duga?
Geir Ágústsson, 25.3.2009 kl. 20:43
Ég er búinn að borga töluvert upp í þessa tvöföldun, kíktu á snobbið við höfnina og hvað það kostar og er ekki til neins gagns hvað þá að líf hafi tapast eða limir vegna skorts á svona höll.
Ég er ekki ánægður með þessa ákvörðun, þetta er bara bull um ákvörðun sem var tekin fyrir tæpu ári, hann er bara að ýta þessu á undan sér og ætlar ekki að gera neitt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2009 kl. 20:54
Ég hef góða hugmynd um hvar næsta stóra áramótabrenna má eiga sér stað, og á besta stað í þokkabót!
Geir Ágústsson, 25.3.2009 kl. 21:00
Kem meðér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.3.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.