Veldur hlýnun kuldahrollinum?

Hitastigið að færast... niður á við?Nú getur vel verið að ég "túlki" myndina sem hér er sýnd "vitlaust" (hún stækkar við að fá tvo músarsmelli), en mér sýnist eitthvað vera bogið við þá túlkun að hún sýni hækkandi hitastig. Þessi mynd og fleiri af sama tagi virðast þvert í móti sýna fram á annaðhvort stöðnun hlýnunar, eða kólnun. Dæmi hver fyrir sig.

Nú má vel vera að sérfræðingar Kaupmannahafnar-ráðstefnurnar hafi eitthvað annað í höndunum en gervihnattarmælingar og fleira fínerí, en þá væri upplagt fyrir fréttamann að grafa þær upplýsingar upp og sýna almenningi á mannamáli.

Ef fréttamenn bregðast þá er upplagt að biðja vel lesna lesendur sem sjá þessi orð um að aðstoða mig í túlkunar-vandræðum mínum. Hjálp!

Mín stóra freisting er sú að telja vísindamenn þessa sem eru samankomnir í Kaupmannahöfn vera verja opinber framlög til lífsviðurværis þeirra gegn hinni alþjóðlegu fjármálakreppu.  Ég er samt viss um að einhver geti bent mér á leiðina úr túlkunar-vandræðum mínum, og að engar slíkar fullyrðingar þurfi að hafa uppi.


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Það vantar greinilega smiðsaugað í þig

Til að þú sjáir hlýnunina myndrænt, prófaðu þá að draga beina lárétta línu þvert á grafið (t.d. við 0,4 °C). Fyrri hluti grafsins fellur að mestu leiti undir þeirri línu og seinni hluti fyrir ofan þá línu. Það kalla margir hlýnun, meðal annars ég.

Loftslag.is, 27.3.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Smiðsaugað reyndi ýmislegt, t.d. að láta Excel giska á ferilinn með margliðu, en sú aðferð gaf bara til kynna að það væri kominn hápunktur á feril sem stefndi niður á við. Þér tekst hins vegar að sýna lauslega fram á annað, og ég þakka fyrir framlag þitt til túlkunarfræðanna.

Geir Ágústsson, 27.3.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Loftslag.is

Ég hef áður dundað mér við slíkar æfingar:

Endajaxlakenningin

Loftslag.is, 27.3.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Verst að þessar gervihnattarmælingar ná svo stutt aftur í tímann, ná t.d. ekki yfir Frostaveturinn mikla á Íslandi 1918 eða landnámsöld þar sem kornrækt var stunduð víða um landið. Með slíkar tölur í farteskinu væri hægt að setja sig mun betur í spámannsstellingar.

Eitt er samt víst: Seinustu 300 ár hafa verið mikil rússíbanareið hitastigs, í báðar áttir, á meðan maðurinn heldur áfram að dæla CO2 út í loftið af miklum móð.

Geir Ágústsson, 28.3.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Loftslag.is

Hugsaðu aðeins hnattrænt. Breytingar á Íslandi og Evrópu segja lítið um hnattræna hlýnun. T.d. er mun hlýrra nú en á landnámsöld ef við lítum á hnöttinn í heild og það heldur áfram að versna. 

Já og því miður er útlitið svart ef ekki verður dregið úr losun CO2. Þessi mynd sýnir nokkuð vel hversu mikið útblásturinn hefur áhrif á hlýnun jarðar síðasta áratugi, áhrif CO2 er búið að taka yfir sem ráðandi afl í hitastigi jarðar (þótt undirliggjandi sveiflur í sólinni og t.d. eldgosum haldi áfram að hafa áhrif á grafið):

HB_ErVedurfarAdBreytast_mynd2

Loftslag.is, 28.3.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Freistandi er að ímynda sér að grafið "lífskjör sem fall af tíma" - með og án gríðarlegrar notkunar hagkvæmra orkugjafa seinustu 300 ár - líti svipað út.

Hvernig stendur á því að ferlarnir eru svona svipaðir upp að 6. áratug 20. aldar, eftir 300 ára línulega vaxandi losunar á CO2 (sem hefur ekki hægt á sér)? Varð þá styrkur CO2 í andrúmsloftinu "orðinn" ráðandi? Hoppaði frá 0,035% í 0,036% eða álíka og "tók við" einhverri kælandi sameind? Er einhver "áþreifanleg" útskýring á þessu? (Gröf úr tölvulíkani eru sjónrænt flott, en kunna því miður ekki að túlka sig sjálf.)

Geir Ágústsson, 29.3.2009 kl. 12:27

7 Smámynd: Loftslag.is

Ég er ekki góður í túlkunum, en þetta bendir samt óneitanlega til þess að áhrif CO2 á hitastig jarðar hafi aukist gríðarlega undanfarna áratugi á meðan áhrif náttúrulegra ferla fer minnkandi. En þar á undan hafi það verið hin náttúrulegu ferli (+ rykagnir iðnbyltingarinnar) sem höfðu meiri áhrif á hitastigið.

En þetta er bara líkan, samt helvíti merkileg útkoma.

Loftslag.is, 29.3.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Líkön eða ekki, augað blekkir sennilega, en hið sama gera skíðasvæði heimsins.

Geir Ágústsson, 14.4.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband