Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Á að banna sölu flugelda til almennings?
"Það eitt kemur í veg fyrir bann við flugeldasölu til almennings á Íslandi að nákvæmlega núna er tíðarandinn því óvilhollur. Hver veit hvað gerist ef hann sveigist í aðra átt, þótt ekki sé nema tímabundið?"
Meira hér.
Forræðishyggjan er ekki hætt þótt reykbann sé nú á skemmtistöðum! Vittu til - raddir flugeldasölubanns munu berast til Íslands fyrr en síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:29 | Facebook
Athugasemdir
Þó að ég kaupi ekki flugelda sjálfur (læt nægja að kaupa stjörnuljós fyrir börnin), þá finnst mér þeir gersamlega ómissandi. Það eru engin áramót nema að óskipulagðar sprengingar og læti berist um allan bæ. Engin opinber flugeldasýning gæti komið í staðinn. Það er svo skemmtilegt þegar fólkið fær að gera þetta sjálft.
Sindri Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 22:40
Já veistu, hjartanlega sammála. Svo eru til nokkrir vinklar málinu sem eru aldrei nefndir (enda misfjarstæðukenndir), t.d.
Punktur minn er þessi: Enginn getur séð fram í tímann og vitað hvað gerist ef hið frjálsa framtak hinnar sjálfssprottnu áramótahefðar Íslendinga - uppskot flugelda - lendir á bannlistanum. Enginn!
Nú fyrir utan að slík forræðishyggja er ekki réttlætanleg nema stjórnmálamenn beinlínis viðurkenni að á Íslandi er rekið fóstruríki (sem þarf þá að réttlæta sjálfstætt).
Geir Ágústsson, 3.1.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.