Hvað með fátækt, sjúkdóma og vannæringu?

Nú þykir mér forgangsröðun "alþjóðasamfélagsins" vera komin til fjandans. Í stað þess að tala um að "útrýma fátækt" (með niðurfellingu viðskiptahafta) er talað um að bjarga vesalings fátæklingunum frá veðrabreytingum. Hollendingar urðu fyrst ríkir og byggðu svo öfluga hafnargarða. Íslendingar urðu ríkir áður en þeim tókst að byggja brú sem þolir Skaftárhlaupin (flest þeirra).

Íbúar Bangladesh, sem með núverandi hagvexti tekst að verða jafnríkir og Hollendingar í dag eftir lítil 20 ár, hvað eiga þeir að gera? Jú, vera fátækir og láta ríku Vesturlöndin gefa sér ölmusa til að verja sig gegn veðurfarsbreytingunum eilífu.

Mesta áskorun okkar tíma er áframhaldandi áhersla á niðurfellingu viðskiptahafta, og ef einhverju fé á að eyða í sértækar, miðstýrðar aðstoðaráætlanir þá að eyða því í lyf til að tækla hina auðlæknanlegu sjúkdóma og tæknilega ráðgjöf sem aðstoða sósíalíska spillta einræðisherra að losa sig við völd sín.


mbl.is Loftslagsbreytingar mesta áskorun okkar tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Valþór Druzin Halldórsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband