Er bensínverð of LÁGT?

Um þessar mundir fundar fína fólkið frá ríkisstjórnum 190 ríkja í sólarparadísinni Balí og ræðir afleiðingar þess að bensínverð sé of lágt - að verðlag á olíu og bensíni sé það lágt að almenningur brennir óhamið og, að sögn, er þar með að hækka hitastig um 0,1 gráðu að meðaltali á áratug, þá sérstaklega á köldustu og þurrustu svæðum jarðar að nóttu til.

Rætt er um að ríki heims komi sér saman um einhvers konar "bindandi samkomulag" um hvernig á að snarhækka bensínverðið og neyða þannig almenning og fyrirtæki til að skerða orkunotkun sína. Einhverjir halda því fram að slíkt þurfi "ekki endilega" að koma niður á lífskjörum eða hægja á lífskjarabætingu fátæklinga heimsins, en slíkt tal er vitaskuld marklaust. Ef þú, kæri lesandi, ert neyddur til að tvöfalda eyðslu þína í orkunotkun er nokkuð ljóst að einhvers staðar þarf að skera niður í útgjöldum þínum. Hvort það verður í mat, sparnaði, húsnæði eða lyfjum er háð aðstæðum hvers og eins. Þú gætir vitaskuld lifað í myrkri og haldið þér heima við, en fáum finnst það freistandi tilhugsun.

Er bensínverð of lágt? Þeir í Balí virðast halda því fram, svona rétt á meðan þeir eru ekki að fylla á einkaflugvélarnar sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Stjórnlyndir eru eins og marghöfða dreki, það kemur nýtt höfuð um leið í stað þess sem höggvið er af. Frjálshyggjufólk hélt etv. um stund að baráttunni væri lokið þegar kommúnisminn og sósíalisminn gáfu upp öndina. En það er öðru nær.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.12.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband