Hvað með baráttuna gegn fátækt, vatnsskorti, sjúkdómum og vannæringu?

Núna hlýtur Bjørn Lomborg að vera leiður yfir því að hafa haft rétt. Hann hlýtur að vera leiður yfir því að sjá nú athygli stjórnmálamanna hverfa frá baráttunni gegn fátækt, vatnsskorti, sjúkdómum og vannæringu á heimsvísu, og í átt að baráttunni við ósýnilegan og ímyndaðan óvin - "loftslagsbreytingar", sem að þessu sinni í jarðsögunni eru af mannavöldum!

Í stað þess að beina orku, athygli, fjármunum, tíma og mannafli í átt að tiltölulega ódýrum aðgerðum sem bjarga mjög mörgum lífum mjög fljótt (og bæta enn fleiri) þá eru núlifandi kynslóðir gerðar að athlægi í sögubókum framtíðar með afbakaðri forgangsröðun á verkefnum (og ímynduðum verkefnum).

Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á heimsendaspádómum og alheimssósíalisma í nafni koldíoxíðs lesi nýja og stórgóða grein Hannesar Hólmsteins um efnið. Tilvitnun: 

"Sjálfur hallast ég helst að því, að eitthvað sé að hlýna á jörðinni og það geti að einhverju leyti verið af mannavöldum, en að allt of mikið hafi verið gert úr því, auk þess sem vart borgi sig að gera neitt við því. Fráleitt er að hlaupa til og torvelda og jafnvel stöðva vöxt atvinnulífs um heim allan vegna framreikninga úr hermilíkani í tölvu, jafnvel þótt á þeim séu viðurkenningarstimplar Sameinuðu þjóðanna, norsku Nóbelsnefndarinnar og Guðna Elíssonar."

Hannes lýsir ákaft eftir efnislegri gagnrýni frá andmælendum sínum um þetta huggulega og sígilda, aldagamla kaffihúsaumræðuefni (heimsendi vegna mannaverka). Hver vill svara því kalli?


mbl.is Norðurlöndin þurfa að vera í fararbroddi í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér er yfirleitt ekki klígju-gjarnt, en ég verð að játa að nú finn ég fyrir ógleði. Hvað er að þessu punt-liði ? Hvers vegna telur það sig ekki þurfa ráðleggingar frá vísindamönnum ? Allir sem fylgjast með vita, að IPCC er engin vísindastofnun, heldur einungis hræðslubandalag (hryðjubandalag).

Samkvæmt fréttatilkynningu frá fundi forsætisráðherranna, er nauðsynlegt að herða ólina að efnahagslífi heimsins og ráðast að lífsandanum undir merkjum Vinstri hreyfingarinnar - svart og sviðið:

The prime ministers intend to make a serious collective impact on the UN Climate Summit 2009 in Copenhagen, at which they aim to push for an ambitious plan to reduce CO2 emissions.

Sjö litlir negrastrákar - stóðu og átu kex.

Einn þeirra át yfir sig - svo eftir urðu sex.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband