Enn ein ástæðan til að ráða ekki barnafólk

Barnafólk eru erfiður hópur. Ekki endilega í sjálfu sér samt. Kerfið gerir hópinn einfaldlega erfiðan að hafa í vinnu. Lögin kveða á um fæðingarorlof og alveg haug af lögbundnum frídögum, barnafólki þarf að borga fyrir að sitja heima ef börnin veikjast, og verkefni barnafólks verða að raðast inn á opnunartíma ríkisrekinna dagheimila og grunnskóla sem búa við lögvarða einokunarstöðu í mótun ungra heila. Ónefndir eru svo "starfsdagar" leik- og grunnskóla sem felast helst í því að ekkert er starfað.

Vetrarfrí í grunnskólum eru enn ein ástæðan til að ráða ekki barnafólk, og ástæða fyrir fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en barneignir eru byrjaðar (gefið að báðir foreldrar þurfa að vinna úti).

Núna þarf barnlaust fólk á Íslandi að taka á sig fleiri verkefni, umturna sínum áætlunum og sitja lengur við vinnu af því barnafólkið þarf að vera heima og passa börn sín. Fyrir þetta aukaálag fær barnlaust fólk hvorki hrós né verðlaun en ef það neitar að beygja sig fyrir fjölskyldulífi annarra koma skammir og fordæmingar. 

Ónefndur félagi minn rekur eigið fyrirtæki sem gengur mjög vel þrátt fyrir ungan aldur. Sá forðast að ráða barnafólk. Það er einfaldlega of dýrt á meðan fyrirtækið hefur ekki þeim mun fleiri barnlausa til að axla ábyrgðina þegar ríkisrekið barnapössunarkerfið lokar dyrum sínum og sendir foreldrana í óumbeðið frí.


mbl.is Vetrarfrí að hefjast hjá þúsundum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég ætla aldrei að eignast börn! eða jú... ég ætla að afnema vetrarfrí.. nei bíddu.. ég er ætla að breyta lögunum... jááááá!!!!!

Sif Sigþórs (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 18:08

2 identicon

já, þetta er sorgleg staðreynd, ég persónulega skil ekki þessi vetrarfrí, þetta skapar bara eitt stórt kaos, eins og sumarið sé ekki nóg kaos fyrir fólk með börn á grunnskólaaldri svo það sé ekki verið að láta mann fá þennan stresshroll á veturna líka..

alva (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 18:21

3 identicon

AF hverju hefur ekki eitthvað einkafyrirtæki fundið upp "pössun" fyrir börnin í vetrarfríum? Passa bara að skólarnir séu ekki með fríin öll á sama tíma svo það fyllist ekki strax. Alveg merkileg öll þessi frí.... vetrafrí, sumarfrí, jólafrí, páskafrí, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstiningadagur...

Ástæðan fyrir því að ég á ekki krakka og mun ekki nema eg flytji til útlanda þar sem kerfið er miklu betra en á Íslandi.

Geirlaug (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:06

4 identicon

Meinti uppstigninardagur  

Geirlaug (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Geirlaug, passaðu þig þá á að flytja ekki til Danmerkur! Hérna eyða leikskólakennarar miklum tíma í að blokka vinnustaði sína, mótmæla á virkum dögum og halda starfslausa starfsdaga.

Leikskóli sem yrði eingöngu starfræktur á stuttum dreifðum tímabilum er glötuð fjárfesting í plássi, innréttingu og óstöðugum starfsmannareddingum, fyrir utan mýgrút lögbundinna skilyrða sem þarf að sanna að séu uppfyllt áður en ríkisvaldið treystir foreldrum til að velja góða vistunarstaði fyrir eigin börn.

Þá væri miklu nær að einkavæða grunn- og leikskólakerfið eins og það leggur sig og komast út úr þessari miðstýringu frítíma. Að minnsta kosti að taka upp ávísanakerfi (skattfé enn innheimt og enn eytt í leik- og grunnskóla, en ríkið hættir að hafa bein afskipti af rekstri stofnana).

Geir Ágústsson, 31.10.2007 kl. 20:16

6 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Það hefur verið rætt um einkarekna barnapössun, einkum þau sem yrðu rekin af stórum fyrirtækjum fyrir starfsfólkið sitt, eins og t.d bankana. Það hefur komið illa út vegna þess að einkafyrirtæki veigra sér við að keppa við ríkisbáknið, sem skrifar sig út úr náttúrulögmálunum þegar þeim sýnist.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 31.10.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Af hverju er ekki hægt að bjóða uppá pössun þó svo að það sé vetrarfrí? Hvaða snillingur ákvað það að fyrst meirihluti foreldra vildi vetrarfrí að þá þyrfti að þvinga það uppá minnihlutann?

Sigurður Haukur Gíslason, 31.10.2007 kl. 20:54

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður, vandamálið er það að grunnskólar eru notaðir sem pössunarstofnanir. Skóli fram á hádegi, frístundaheimili langt inn í síðdegið. Þar með notast upp allur tímafjöldakvóti skóla sem neyðir þá svo til að loka í nokkra daga á miðjum vetri til að brjóta ekki lög.

Alveg stórkostleg þvæla sem mundi senda hvaða einkafyrirtæki sem er á hausinn en sá möguleiki er ekki til staðar hjá hinu opinbera á meðan einhver nennir ennþá að vinna til að útvega skattfé.

Geir Ágústsson, 31.10.2007 kl. 21:07

9 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það eru engin lög sem banna sveitarfélögunum (þau reka skólana) að bjóða uppá pössun í vetrarfríinu. Af hverju spyr enginn sveitarstjórnarmennina hví þeir vilji hafa þetta fyrirkomulag?

Sigurður Haukur Gíslason, 31.10.2007 kl. 21:41

10 identicon

Það er sannarlega ástæða fyrir fólk að hugsa sig tvisvar um áður en barneignir eru byrjaðar.  Að eiga barn er skuldbinding til 18 ára.  Börn eru núna alin að miklu leyti upp á stofnunum og þriggja daga vetrarfrí í grunnskólum setur foreldra í uppnám. 

Sigrún Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband