Þriðjudagur, 25. september 2007
Alveg rosalega slæm hugmynd, ef marka má reynsluna
Það að flytja fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga er alveg rosalega slæm hugmynd ef marka má reynsluna af slíku. Í höndum sveitarfélaga hafa grunnskólar orðið illa úti og eru nú notaðir eins og betliskál til að kreista meira fé út úr ríkinu, enda þótt tekjustofnar fylgi hinum nýju verkefnum - tekjustofnar sem eru ekki síður úthugsaðir en aðrar útgjaldaáætlanir hins opinbera og eiga að nægja fyllilega fyrir verkefnunum sem þeir fylgja.
Sveitarfélög eru meira og minna rekin á hámarksútsvari á Íslandi á meðan ríkið leitast (a.m.k. í tíð fyrri ríkisstjórnar) við að lækka skatta samhliða því sem útgjöld eru aukin (því miður). Það hefur enda komið í ljós að vænleg leið til að auka tekjur ríkisins er að lækka skatta, og þessu hafa landsyfirvöld áttað sig á því á meðan sveitarfélögin hafa farið hina leiðina og hækkað skatta og fjölgað þeim.
Ríkið getur vitaskuld komið rekstri heilbrigðisþjónustu frá sér, en viðtakendur hennar eiga ekki að vera illa rekin sveitarfélög, heldur einkaaðilar. Það er miklu nær að gera heilbrigðiskerfið að einhverju sem minnir á bankakerfið frekar en grunnskólakerfið.
Vill heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið er að á sama tíma og verkefni hafa verið færð frá ríkinu til sveitarfélaga hafa tekjumöguleikar þeirra verið stórlega skertir með ehf-væðingu FYRRI RÍkISSTJÓRNA(R)
Theódór Norðkvist, 28.9.2007 kl. 15:30
...á atvinnulífinu (og launþegum.) Það er því ekki skrýtið þó mörg sveitarfélög séu illa stödd, þó skýringin geti að hluta verið að sum eru illa rekin.
Afsakið að innlegg mitt er í tveimur hlutum, það var óvart.
Theódór Norðkvist, 28.9.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.