Hér er að finna hressandi mótsögn!

Þótt frétt þessi sé stutt þá tekst henni samt að rúma mjög svo stóra mótsögn sem kemur fram í eftirfarandi setningum:

"Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson tók í gær, sunnudaginn 23. september, við verðlaunum fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim." 

"Þá var einnig fjallað um baráttuna gegn fátækt í Afríku og tækifærin sem ný tækni skapar í þeim efnum."

Höfum eitt alveg á hreinu - "hrein orka" er ekki notuð af fátækum Afríkubúum af því hún er dýr. Það sem þeim vantar til að knýja tæki sín (eigi þeir yfirleitt einhver) er ódýr orka. Í Afríku þýðir það kol og olía, og á sumum svæðum gas.

Þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við þetta tala gjarnan í gátum. Talað er um "nýja tækni" og "hreinni orku" þegar í raun er átt við að Afríkumönnum eigi að setja stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að notkun ódýru orkugjafanna sem finnast náttúrulega í Afríku og fátækt fólk hefur aðgang að.

"Baráttan gegn loftslagsbreytingum" er baráttan gegn aðgengi fátækra Afríkubúa að ódýrri orku.


mbl.is Forseti Íslands verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessar ódýru eldavélar þurfa að vera samkeppnisfærar við opinn trjáviðareld áður en tjáir að tala um þær sem einhvern valkost fyrir þá fátækustu í Afríku. En yfir opna trjáviðareldinum stendur því miður evrópskur vísindamaður með mælitæki og fordæmir innfæddum fyrir "losun koltvísýrings", og kysi frekar að eldurinn slokknaði en hann fengi að halda áfram að "losa", ylja og elda.

Annars er sparnýtin tækni alltaf þess virði að skoða og vonandi verður hún sem fyrst samkeppnisfær í kostnaði og þægindum við að brenna það sem hendi er næst.

Geir Ágústsson, 24.9.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þú mælir manna heilastur, Geir. Olía vellur upp í Afríku. Á að flytja hana um hálfan heiminn í stað þess að brenna henni á staðnum? Þróunarríkin ættu að nota allar orkuauðlindir sínar til þess að framfleyta fólki sínu, þrátt fyrir inngrip forseta vors.

Ívar Pálsson, 25.9.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Okkar kæri þingmaður Guðni Ágústsson hefur leyst orkuvanda mannkyns. Lausnin er fólgin í því að húsmóðirin standi bak við eldavélina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband