Fangelsin fyllt

Í Bandaríkjunum hefur stríðinu gegn fíkniefnum verið fylgt eftir af miklum krafti í mörg ár. Fyrir vikið situr nú stærri hluti þjóðarinnar í fangelsi en í nokkru öðru landi, og fer sífellt fjölgandi. Kostnaður við stríðið er líka á uppleið sem aldrei fyrr, meðal annars vegna sífellt þéttriðnara eftirlitsnets meðfram strandlengjum og landamærum, auk eftirlits innanlands með óbreyttum borgurum.

Íslendingar virðast vera halda í sömu átt, frekar en að apað sé eftir Hollandi, Sviss, Kanada og fleiri barbaralöndum þar sem fíkniefni fá sífellt minni athygli yfirvalda. Dómsmálaráðherra vor á til dæmis eftirfarandi ummæli:

"Á andriki.is er látið eins og það skipti í raun litlu, að allt þetta fíkniefnamagn hafi verið gert upptækt á Fáskrúðsfirði og þeim sérkennilega málstað til stuðnings er vitnað í leiðara Jóns Kaldals í Fréttablaðinu. Vangaveltur af þessum toga minna á frásagnir af hjali hefðarfólks um heim, sem versnandi fer, en við því sé í raun ekkert að gera og þess vegna sé best að búa enn betur um sig í einangrun hefðarsetranna og halda áfram að hafa nóg að gera við að gera ekki neitt."

Pistill andriki.is

Viðhorfið er þetta: Heimur versnandi fer og á því þarf að taka frekar en að líta í hina áttina.

Þetta viðhorf finnst víðar og er raunar helsta vopn þeirra sem vilja útvíkka ríkisvaldið til að "leysa" allskyns vandamál í samfélaginu, (kynjaskipting í þægilegum skrifstofustörfum, böl hinna erlendu verkamanna sem kunna ekki íslenska löggjöf en voga sér samt að vinna á Íslandi, og fleira).

Ég vil hins vegar taka annan pól í hæðina og segja að við eigum að hætta að eyða orku lögregluþjóna okkar í eltingaleik við fíkniefni, og nota krafta þeirra frekar til að stöðva ofbeldisglæpi og þjófnaði, hvort sem þeir eiga sér stað í tengslum við fíkniefnaviðskipti eða eitthvað annað.

Raunar myndu ofbeldisglæpir verða mun fátíðari í fíkniefnaheiminum ef fíkniefni væru gerð lögleg, rétt eins og raunin er á hinum ofbeldislausa markaði höfuðverkjapilla og sígaretta og annars löglegs neysluvarnings sem má misnota en flestir láta það eiga sig. Þetta er hins vegar staðreynd sem margir kjósa að líta framhjá, því eitthvað þarf nú að mála eins og skrattann á vegginn til að réttlæta frekari útþenslu eftirlitsstofnana ríkisvaldsins, sem eitthvað er orðið eirðarlaust eftir að það hætti að mestu að reka fyrirtæki af ýmsu tagi!


mbl.is Einn þeirra sem handtekinn var erlendis úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er sammála þér með þetta en það má bara ekki segja það upphátt virðist vera. Þá ætlar allt um koll að keyra. Þetta þyrfti auðvitað að vera undir einhverskonar eftirliti og jafnvel vera selt gegn resepti, en ég sé ekki fyrir mér Kalla á horninu nenna að brjótast inní búðir eða berja mann né annann eftir að hann væri búinn að troða sér í pípu eða vefja sér jónu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband