Áfram er rússíbananum haldið keyrandi

Einhverjir halda því enn fram að til að "slá á " fjármálakreppu þurfi ríkisvald að niðurgreiða ríkisbakkað lánsfé til viðskiptabanka (prenta peninga) sem síðan láni hina ódýru peninga til kúnna sinna sem þá geti haldið áfram að eyða í allskyns verð-uppsprengdar fjárfestingar. Þeir eru enn til sem halda að þannig hefði átt að leysa Kreppuna miklu, fjármálakreppuna í Asíu fyrir nokkrum árum og nú þá sem við erum að verða vitni að.

Þeir sem halda þessu fram eru að fá hverja ósk sína á fætur annarri uppfyllta þessa dagana. Seðlabankar "leggja til" fé svo skiptir hundruðum milljóna (evra og dollara!), Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar nú vexti og hvað er langt þangað til næsta björgunaraðgerð lítur dagsins ljós? Björgunaraðgerð sem má líkja við að henda götóttum björgunarvestum hverju á eftir öðru á ósyndan manni uns hann sekkur eins og steinn undan farginu. 

Nú þegar dálkahöfundar utan hins harða kjarna austurríska hagfræðiskólans eru byrjaðir að boða afnám peningafölsunarinnar þá hlýtur eitthvað að vera renna upp fyrir fólki, eða hvað? 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir um 0,5% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, þetta er kampavínskassi sendur inn á AA- fundinn, loksins þegar farið var að renna af einhverjum í kerfinu! Áhættufíklar allra landa hafa sameinast.

Ívar Pálsson, 19.9.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lauslega tengt þessu...hefurðu séð myndina: ZEITGEISTMOVIE?  Væri gaman að heyra skoðun þína á síðasta hluta hennar. Annars er hún afar athyglisverð og í raun þrjár myndir með næfurþunnri tengingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hef ekki séð þá mynd en forvitni mína hefur þú tvímælalaust vakið!

Geir Ágústsson, 20.9.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þessi Zeitgeistmovie er heilmikil upplifun! Ég sá mest af henni í gær í gegn um þennan tengil frá Jóni Steinari hér að ofan. Þetta eru mjög sannfærandi rök fyrir ofur- efasemdarmenn á trúmál, ríkisstjórnir og seðlabanka. En það þarf að gefa sér tíma (2,5 klst?) og að hafa ótakmarkað niðurhal á netinu.

Ívar Pálsson, 21.9.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband