Windows-notendur skuli greiða tæplega hálfan milljarð evra í sekt fyrir vöruval sitt

Af hverju heldur fólk að tölvuiðnaðurinn sé svona frámunalega nýjungagjarn? Það er af því Microsoft hefur einskorðað sér að vera sá stærsti og sterkasti, og neyðir þar með keppinauta sína til að berjast á hæl og hnakka til að fá markaðshlutdeild. Google, Cisco og Macintosh geta ekki unnið á nema virkilega hugsa "outside the box".

Bull og rugl eins og þessi úrskurður evrópskra samkeppnisdómstólsins gagnast engum nema hinum daprari af keppinautum Microsoft. Neytendum er sendur reikningur upp á 500 milljarða evra. Þeim stóð lengi til boða að kaupa Microsoft án umrædds forrits, en sýndu því lítinn áhuga.

Sjáum hvað setur. Kannski Evrópusambandinu liði betur ef Microsoft hætti alveg að sinna Evrópumarkaði, t.d. sem sparnaðaraðgerð til að greiða sekt sína? Verða þá ekki allir glaðir?


mbl.is Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú veit ég að margir segja að Microsoft drepi samkeppni, og benda á einhver lítil hugbúnaðarfyrirtæki sem gáfust upp fyrir risanum, en hitt er erfiðara og það er að benda á alla þá framþróun og nýjungagirni sem fylgir því að þurfa berjast á hæl og hnakka til að komast inn á gríðarlega ábatasaman markað.

Samsæriskenningar og sektir sem neytendum og það að gera lélegum keppinautum auðvelt fyrir að komast á markað er hvorki samkeppni né úrvali til hagsbóta.

Geir Ágústsson, 17.9.2007 kl. 09:02

2 identicon

Þér finnst kannski sniðugt það nýjasta frá Microsoft, at gera stýrikerfi sitt þannig úr garði að eigendur höfundarréttar geti með fjarvirkum hætti gert einstaka vélarhluta tölvu þinnar óvirka ef framleiðandi vélarhlutarins stendur ekki í skilum með greiðslur vegna aðgangs að höfundarréttarvörðu efni? Eins og til dæmis harða diskinn eða grafíkkortið þitt?

Já, Microsoft er vissulega vinur endanotandans (End User).

Því í vegna markaðsstöðu Microsoft er það ekki einu sinni raunhæfur valkostur fyrir almennan notanda að velja nýja stýrikerfið frá.

Gott að einhver skuli vera ánægður með þetta.

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 09:09

3 identicon

Netverji, ef þú bara vissir hverslags steypu þú varst að skrifa þá myndirðu kannski hugsa þig tvisvar um. Eigendur höfundarréttar hafa enga stjórn á vélbúnaðinum í tölvunni þinni. Ef þú heldur öðru fram bentu þá endilega á staðreyndir. Gutmann greinin viðfræga er það því miður því hún byggist ekki á neinu nema getgátum manns sem skrifaði greinina með því að lesa úrelt specifications og án þess að einu sinni hafa prófað stýrikerfið.

MS eða eigendur höfundarréttar geta ekki gert neinn vélarhluta óvirkann. MS getur hins vegar keyrt Windows í svokölluðu "reduced functionality mode" ef Windows útgáfan er "stolin" eða ekki "activated" innan þess tíma sem það á að gera. Einföld lausn við því er að einfaldlega kaupa stýrikerfið og hætta að "stela" því ;)

Ef þú ert að tala um HDCP þá skil ég ekki hvað menn eru að bulla. Viltu geta horft á háskerpuefni (HD DVD eða Blu-Ray) á PC eða ekki? Ef svo er þá verðuru bara að sætta þig við að HDCP og AACS er komið til að vera. Þetta er nú þegar innbyggt í nánast öll tæki sem eru með HDMI. Apple munu útfæra nákvæmlega sama DRMið í Leopard til þess að geta spilað HD DVD og Blu-Ray. Þetta eru einfaldlega skilyrði sem myndframleiðendur settu og ekkert sem MS eða Apple geta sagt við því ef þeir vilja geta spilað höfundarréttarvarið HD efni.

Stefán Jökull (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 09:26

4 identicon

Bendi mönnum á að hlusta á þessa þætti áður en þeir kokgleypa Microsoft alveg ótuggið.

http://aolradio.podcast.aol.com/sn/SN-074.mp3

og

http://aolradio.podcast.aol.com/sn/SN-075.mp3

svör Microsoft eru tekin fyrir hér:

http://aolradio.podcast.aol.com/sn/SN-077.mp3

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 09:57

5 identicon

Í stuttu máli er hugmyndin þessi:

Eigendur höfundarréttar (eða í sumum tilfellum eigendur DREIFINGARRÉTTAR höfundaréttarvarins efnis) stofna með sér samtök.

Framleiðendur hug- og vélbúnaðar greiða samtökunum áskriftargjald til að fá að gera búnað sinn þannig úr garði að hann geti MEÐAL ANNARS

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:00

6 identicon

(framhald frá síðasta pósti, póstaði óvart)

MEÐAL ANNARS spilað höfundarréttarvarið efni.

Lendi framleiðandinn svo í deilum eða vanskilum við samtökin GETA samtökin fjarvirkt gert vél- og hugbúnaðinn óvirkan eða ónothæfan að hluta til eða öllu leyti.

Þennan möguleika hefur verið opnað fyrir með inntöku DRM í Windows Vista. Hafi menn áhuga á þessu er það alfarið þeirra mál.

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:03

7 identicon

Það sem þú vísar til, Jón, gerist einnig ef menn dirfast að reyna að taka myndir á vídeókamerurnar sínar heima hjá sér og spila svo myndirnar í eigin tölvu með uppsettu Vista en vélbúnaði sem virkaði með XP en þykir ekki lengur þóknanlegur.

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:27

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dómur Evrópudómstólsins er mikilvæg neytendavernd.  Hann snýst ekki um Microsoft í sjálfu sér.  Hann snýst um það að neytendur eigi að hafa val.  Hann snýst um nákvæmlega sama hlut og ákvörðun talsmanns neytenda um að íslensku flugfélögin eigi á vefsíðum sínum ekki að ákveða fyrir okkur að við ætlum að taka forfallatryggingu frá þeim.  Microsoft hefur gert mjög margt fyrir okkur tölvunotendur, því miður þá hefur fyrirtækið tilhneigingu til að taka ákvarðanir fyrir okkur.  Evrópudómstóllinn hefur ákveðið að það teljist til óeðlilegra viðskiptahátta.

En þess fyrir utan:  Mér vitanlega hefur fákeppni aldrei leitt til betri þjónustu.  Þó svo að ég treysti nokkuð mikið á Microsoft í mínum daglegum störfum, þá viðurkenni ég fúslega að aðrir framleiðendur hafa í gegnum tíðina komið með betri varning en risinn í Redmond.  Raunar geng ég svo langt, að segja að Microsoft hafi aldrei verið með besta búnaðinn á markaðnum.  Þeirra búnaður hefur vissulega verið meðal þeirra bestu og alveg örugglega sá vinsælasti.  Allt of oft hefur fyrirtækið reynt að herma eftir sniðugum lausnum frá samkeppnisaðilum en með misjöfnum árangri.  En í krafti stærðar og útbreiðslu, þá hefur Microsoft oftast haft betur. 

Þetta mál snýst um Windowsstýrikerfið.  Það hefur verið meingallað og er alveg með ólíkindum að jafn gölluð vara sé sett á markað.  Ég þurfti að setja XP aftur upp á tölvuna mína á föstudaginn og keyrði síðan Microsoft update til að ná í allar öryggisbætur.  Mikilvægar bætur reyndust 99!!, hvorki fleiri né færri og ég var með Service pakka 2 uppsettan.  Að sett sé á markað stýrikerfi sem krefst 99 öryggisbóta á þremur árum er náttúrulega út í hött.  En svona hefur þetta verið alla tíð.  Mörg fyrirtæki hafa það sem reglu að setja ekki upp nýjar útgáfur af Microsofthugbúnaði fyrr en Service pakki 2 er kominn út.  Fram að því er hugbúnaðurinn einfaldlega ekki nógu öruggur.  

Ég er hlyntur því að neytendur hafi val.  Mitt val snýst um að nota þann hugbúnað sem er bestur á markaðnum.  Þess vegna nota ég öryggisbúnað (eldveggi, vírusvörn, spamvörn o.s.frv.) frá öðrum en Microsoft, þrátt fyrir að Microsoft hafi pakkað öllu þessu með XP og núna Vista.  Ég nota líka Firefox, nema þegar ég þarf að fara inn á vefsíður sem vilja bara Internet Explorer (sbr. microsoft.com).  Það hlýtur aftur að draga úr samkeppni að hugbúnaður fylgir stýrikerfinu og það kemur sér illa við samkeppnisaðila, sem margir hverjir hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að keppa við ókeypisbúnað frá Microsoft.  Hér á árum áður var Norton Utilities nauðsynlegur pakki til að hafa á öllum tölvum, ef menn ætluðu að ná sem mestum afköstum út úr tölvunni.  Microsoft tók upp á því að bæta alls konar tólum og tækjum sambærilegum þeim sem voru í Norton við Windows.  Norton varð undir í samkeppninni, en það varð honum til happs að samkeppnisaðili keypti fyrirtækið.  Bæði Lotus 1-2-3 og Quattro Pro voru mun betri töflureiknar en Excel.  Microsoft beitti bolabrögðum í samkeppni sinni við þá.  Fyrst notaði fyrirtæki óskjalfest köll og svo kom það með uppfærslu af Windows sem var ekki með stuðning við margar af þeim aðgerðum sem höfðu gert Lotus 1-2-3 og Quattro Pro jafn öflug og vinsæl forrit og raun bar vitni.  Sama trikk var notað á WordPerfect ritvinnsluforritið og Paradox gagnagrunninn.

Það nýjasta er í tengslum við Internet Explorer.  Ég fer reglulega inn á vefsíðu sem tilkynnir mér að hún virki bara með Internet Explorer, en virkar svo mun betur með Firefox!  Þarna er greinilegt að gerður hefur verið samningur (samkeppnishindrandi) um að þessi tiltekna vefsíða beini notendum inn á Internet Explorer.  Þetta eru hættulegir viðskiptahættir og algjörlega óþarfir.

Það má kannski nefna hér í lokin að Internet Explorer fylgdi ekki með Windows til að byrja með.  Það varð ekki fyrr en Netscape varð óþarflega vinsæll að Microsoft ákvað að gefa Internet Explorer.  Fram að því þurfti að borga fyrir að hlaða forritinu niður.  Þetta er eins og að kaffihús sem fær samkeppni taki allt í einu upp á því að gefa viðskiptavinum sínum ókeypis kaffi til að þeiri kaupi ekki af samkeppnisaðilanum.

Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti hugvitinu sem kemur frá Microsoft og er sannfærður um að fyrirtækið á stóran þátt í þeirri framþróun sem hefur orðið í upplýsingatækniiðnaðinum og raunar heiminum öllum.  Ég vil aftur á móti að fyrirtækið hætti að taka ákvarðanir fyrir mig og ég á mér þann draum að fyrirtækið sendi einhvern tímann frá sér stýrikerfi sem er gallalaust í fyrstu útgáfu.

Marinó G. Njálsson, 17.9.2007 kl. 10:44

9 identicon

Ef menn vilja tæknilegar útlistarnir á þeirri ringulreið sem á sér stað í tölvum manna sem vilja geta unnið með sínar eigin vélar og nýta þær sem meira en ritvinnslutæki, þá bendi ég á blogg Mark Russinovich hjá Sysinternals. Mark vinnur reyndar fyrir Microsoft um þessar mundir, en er engu að síður ötull við að benda á galla í t.d. Vista.

Einnig má skoða þetta blogg hér:

http://blogs.zdnet.com/hardware/?p=702

Netverji (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:54

10 identicon

"Af hverju heldur fólk að tölvuiðnaðurinn sé svona frámunalega nýjungagjarn? Það er af því Microsoft hefur einskorðað sér að vera sá stærsti og sterkasti, og neyðir þar með keppinauta sína til að berjast á hæl og hnakka til að fá markaðshlutdeild."

ROFL. Þetta hlýtur að vera mesta kjaftæði sem skrifað hefur verið allt síðasta árið! Tölvuiðnaðurinn er í eðli sínu nýjungagjarn - það að Microsoft er yfirhöfuð til hefur ekkert með það að gera!

Gulli (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:17

11 identicon

Jón Frímann: Nei! Vista gerir ekki neitt af þessu. PowerDVD og WinDVD útfæra þessar takmarkanir sjálfir á t.d. HD DVD og Blu-Ray. Eina sem Vista gerir er að veita stuðning við þennna möguleika. Eins og er er ekki einu sinni downscaleað heldur neita þessi forrit að spila HD DVD eða Blu-Ray efni alfarið ef full HDCP pípa er ekki til staðar (skjákort -> skjár).

Þú getur horft á óvarið DivX/Xvid/H.264/WMV vídjó í HD svo lengi sem tölvan ræður við að "decodea" myndina. Það gildir um allar tegundir margmiðlunarefnis að ef vélbúnaðurinn ræður ekki við það þá geturu ekki horft á það. Kröfurnar eru bara mismiklar eftir tegund efnisins (codecs).

Ef HD DVD eða Blu-Ray myndirnar sem á að horfa á eru varðar með AACS gerir afspilunarhugbúnaðurinn (EKKI Vista) kröfu um HDCP stuðning á þeim tækjum sem meðhöndla myndina á nokkurn hátt (skjá og skjákort). Ef myndirnar innihalda ICT (Image Constraint Token) má "downscalea" myndina í c.a. 800x600 eða sýna hana ekki yfirhöfuð. Það er vert að taka fram að ENGAR myndir hafa enn nýtt sér þennan ICT. Aftur er þetta takmörkun FORRITANA en EKKI Vista á nokkurn hátt. Vista býður einungis upp á að þessir möguleikar séu nýttir þegar forritin eru hönnuð með því að bjóða upp á API. Apple þurfa að gera það sama í Leopard og Linux mun líklega aldrei geta spilað HD efni löglega.

Athugaðu að HDCP er útfært í nánast öllum nýjum LCD og Plasmatækjum, mögnurum og HD afspilunartækjum (Blu-Ray spilarar, PS3, Xbox 360 HD DVD addonið, HD DVD spilarar). Þú getur borið þetta saman við Macrovision.

Netverji: Þú ert væntanlega að tala um AACS licensin þegar þú talar um að hug-og-vélbúnarðarframleiðendur gerist "áskrifendur" að afspilun á höfundarvörðu efni. Þetta kemur óvörðu efni ekki á nokkurn hátt við. Þessar takmarkanir eru ALDREI nýttar nema efnið sem er verið að horfa á fari fram á það. XviD, DivX, óvarið WMV, MP3 o.s.frv er allt óvarið efni og verður ekki fyrir neinum áhrifum af þessu.

Ég er enginn stuðningsmaður DRM og er sjálfum meinilla við það. Mér hinsvegar ofbýður ruglið sem maður heyrir um Vista. Það að stýrikerfi BJÓÐI UPP Á afsðilun á HD DVD og Blu-Ray þýðir að það verður að útfæra möguleikana á fyrrgreindum takmörkunum. Aftur þá hefur þetta ENGIN áhrif á óvarið efni heldur bara HD DVD og Blu-Ray eins og er. Það er ekki við Microsoft að sakast í þessum málum heldur algjörlega eigendur höfundarréttar. Eins og ég hef margoft sagt áður, Apple munu þurfa að gera það nákvæmlega sama til að koma til móts við þá og Linux mun líklega aldrei geta það (nema þurfa að rukka fyrir möguleikann).

Ég get þess líka að ég var beta-tester á Vista frá byrjun árs 2005 og þar til það kom út. Ég hef notað það á ýmsum vélbúnaði (allt frá frekar slöppum fartölvum upp í nútíma Core 2 Duo vél með DirectX 10 korti og HD DVD drifi) og veit fullvel hvað Vista gerir og hvað ekki.

Stefán Jökull (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:12

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna hafa menn tapað sér alveg í smáatriðum og gleymt öllum grundvallaratriðum.

Auðvitað gera fyrirtæki samninga sín á milli um afnot af vöru þeirra og tækni í vörum og afurðum annarra fyrirtækja. Það er ekkert nýtt eða einstakt í tölvugeiranum þótt margir hér hafi mikið vit á nákvæmlega því sem gerist í honum. Sjálfur vinn ég á markaði sem er mjög tengdur olíu- og gasvinnslu út á rúmsjó. Þar er sömu sögu að segja. Ef þetta og hitt er gert þá þarf að gera þetta og þetta, ella koma til eftirfarandi gjöld, osfrv.

Tiltölulega nýlegur áhugi yfirvalda á tölvugeiranum og samkeppni á honum er mikið áhyggjuefni. Hér setjast þrautþjálfaðir tæknikratar saman í nefndum, hlýða á málflutning einstakra útvalinna sérfræðinga, og láta svo sektaheftið um afganginn. Ég sé ekki hvernig það að hella sandi í Microsoft-vélina mun verða einum né neinum til framdráttar. Mun það umbuna þeim sem gera vel eða þeim sem gera illa? Mun það verða til þess að stjórnlaus samkeppnin eykst eða að markaðshlutdeild Microsoft minnkar og markaðshlutdeild síður-ágengra fyrirtækja eykst? 

Í raun veit enginn, en það er alveg ljóst að þeim sem gengur af einhverjum ástæðum ILLA að ná athygli og ástúð neytenda bíða spenntir eftir því að Microsoft sé sett í spennitreyju.

Og þegar því er lokið mun það sama koma fyrir Apple (Creative og Microsoft ágirnast iPod markaðinn), Google (Amazon, Altavista, Microsoft ágirnast þeirra markað), Cisco (feitur biti sem margir vilja skera í), og gvuð má vita hvað.  

Geir Ágústsson, 17.9.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband