Fátækum Pólverjum bolað úr starfi

Nú hefur íslenskum verkalýðsforkólfum tekist að bola nokkrum Pólverjum úr starfi hér á landi. Vitaskuld er óheppilegt að þeir hafi ekki verið með dvalarleyfi og aðra pappíra sem ríkisvaldið úthlutar, enda gerir ríkisvaldið ýmislegt til að gera útvegun slíkra pappíra erfiða. En má ekki leysa slík formsatriði og leyfa hinum atvinnulausu Pólverjum að snúa aftur til starfa sinna? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því að bola þeim úr starfi sínu á forsendum skriffinnsku hins opinbera?

Ekki er verið að standa vörð um hagsmuni hinna óheppnu Pólverja sem verkalýðsfélögin komu auga á. Miklu frekar eru hér að verki hagsmunaöfl úr íslenskri verkalýðshreyfingu sem kæra sig ekki um hina erlendu samkeppni. Að minnsta kosti er ekki að sjá á fréttinni að um neitt annað sé að ræða.


mbl.is Norðurál rifti samningi við pólskt verktakafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óttalegt bull er þetta í þér. Það er í gildi ákveðnir samningar milli Norðuráls og 4 stéttafélaga, og þá samninga á að halda meðan þeir eru í gildi.

Þú titlar þig frjálshyggjumann, en eiga ekki öll fyrirtæki að sitja við sama borð? Er það ekki samkvæmt ritúalinu, hjá ykkur öfgamönnum til hægri?  Vilja öfgamenn til hægri ekki leikreglur á hinum frjálsa markaði?  Eru öfgamenn til hægri á móti verkalýðsfélögum?

Sigurður (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað er óheppilegt að þessir greyið Pólverjar hafi verið án pappíra en það ætti að vera lékk verk að kippa því í lag og leyfa þeim að halda störfum sínum, ella snúa aftur í töluvert verra atvinnu- og launaástand heimalands síns.

Þegar búið er að græja lögfræðivinnuna ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að Norðurál semji upp á nýtt.

Verkalýðsfélög eru ágæt í sjálfu sér en bara á meðan ekki er þvingað til aðildar að þeim og þeim ekki löglega leyft að verja ákveðin störf fyrir samkeppni. Sé verkalýðsfélögum löglega leyfta að haga sér eins og mafíósa í svæðisbaráttu þá er ég einarður andstæðingur þeirra!

Geir Ágústsson, 16.9.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband