Bannelítan breytir um áherslur

Nú þegar tóbaksreykingar eru víða orðnar að lögreglumáli þá finnst bannelítunni vera kominn tími til að breyta um áherslur. Fyrir löngu var það fyrirséð að feitmeti yrði næst á dagskrá, og nú skal halda á þá braut af fullum krafti. Skotar eru hvergi nærri þeir fyrstu til að hefja samningu reglugerðabálka sem "taka á" feitmetinu, og fleiri munu lönd munu senn fylgja á eftir. Meira að segja Danir gæla við slíka verkefnisaukningu lögreglunnar, og þá er mikið sagt!

Spurningin er bara þessi: Þegar bannelítan er orðin ánægð með "árangur" sinn í "baráttunni gegn offitu" (sem er í raun bara afleiðing þess að allir geti rukkað alla um kostnað vegna sjálfsskapaðra heilsuvandamála í gegnum ríkisvaldið), hvað tekur þá við?

Allar hugmyndir og kenningar vel þegnar!


mbl.is Offitutíðni í Skotlandi lítið lægri en í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hvorki ameríska málssóknarleiðin né skandinavíska bannleiðin varðandi hollustu matvæla eru vænlegar til árangurs hjá okkur, heldur snaraukin upplýsingagjöf , t.d. um hertar fitur, sykurtegundir, saltinnihald og aukaefni. Fólk almennt annaðhvort veit ekki nóg eða, enn algengara, stappar ruslinu í sig og börnin sín þar til að heilinn er ófær um að meta hvað er rétt og rangt (neysla hertra fitusýra gerir mann tregan). Hvaða réttlæti er í því að útlært heilsufrík sem gerir allt rétt og borgar tvöfalt fyrir lífrænan mat eigi að „axla ábyrgð“ fyrir hina sem vísvitandi drepa sig hægt með mararæðinu og kannski hreyfingarleysi í ofanálág?

Ívar Pálsson, 26.9.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit ekki hvernig skortur á fræðslu skýrir matar- og tóbaksvenjur íbúa velferðarsamfélagsins (og landa þar sem meðalaldur eru svo lágur að það tekur því ekki að gera ráð fyrir elli). Í Bandaríkjunum eru sígarettur ódýrari en í Evrópu, en þar reykja færri. Það segir eitthvað um sjálfsábyrgð af kostnaði vegna heilsugæslu. Ekki allt, og jafnvel ekki svo mikið, en eitthvað.

Annars er háskattaumhverfi Evrópu ekki beinlínis að verðlauna neyslu holla matvæla. Innlendum kjötframleiðendum er borgað fyrir framleiðslu dýrafitu á meðan ávaxta- og grænmetisræktendum vanþróaðra ríkja er refsað með tollamúrum ef þeir voga sér inn á hina ríku markaði.

Geir Ágústsson, 26.9.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þið frjálshyggjumenn, sem viljið leyfa allt nema bönn, verðið að gera greinarmun á markaðssetningu gagnvart fullorðnu fólki annarsvegar og börnum og unglingum hinsvegar.

Það er sök sér að leyfa auglýsingaskrumið gagnvart fullorðnu fólki, sem er yfirleitt ágætlega upplýst, en að heilaþvo smábörn með auglýsingum á ruslæfði í barnatímanum, þegar athygli barnanna er óskert á skjánum, er siðlaust.

Ég tek hinsvegar undir sjónarmið Ívars um ábyrgðina og upplýsingagjöfina. Hún er reyndar mjög mikil í dag, í fjölmiðlum, hjá heilsuverslunum, líkamsræktarstöðvum og víðar. Það þarf að gera mikið meira af því að hugsa heilbrigðiskerfið sem fyrirbyggjandi, ekki bara hækju fyrir þá sem stunda ábyrgðarlaust líferni.

Það er rétt hjá Geir að stuðningurinn við offramleiðslu kjöts og mjólkurvara, sem þar að auki eyðir gróðri landsins, er glórulaus. Nær væri að styrkja lífræna framleiðslu ávaxta og grænmetis, t.d. með lægra orkuverði, eins og gert er fyrir mengandi stóriðjuna.

Hvað tollamúra gagnvart vanþróuðum ríkjum varðar þá held ég að niðurfelling þeirra myndi ekki leysa vandamál fátækra ríkja. Í Evrópu er heilbrigðiseftirlit með matvælaframleiðslu mikið strangara en í þriðja heiminum og erfitt fyrir fátæku ríkin að standa undir þeim kröfum.

Theódór Norðkvist, 27.9.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband