Sum forræðishyggja er óvinsælli en önnur

Hátt áfengisverð á Íslandi er eitthvað sem hinn nútímalegi tíðarandi á erfitt með að sætta sig við. Í dag er í tísku að drekka fín vín og kokteila og drepa í sígarettunni. Fyrir nokkrum árum var öllum sama hvað vínið var fínt eða flott á meðan því fylgdi góður smókur.

Löggjafarvaldið er duglegt að elta tískusveiflurnar. Sá sem aldist upp við bjórlíki og reyktóbak er settur út í horn og hans smekkur gerður útlægur eða dýr, nema hvort tveggja sé. Upparnir sem muna ekki eftir bjórbanninu krefjast þess að þeirra neysluvarningur sé gerður ódýrari og aðgengilegri.

Fyrir mér er það áhyggjuefni að ríkið eltist við tískusveiflur, jafnvel þótt ég hafi að mörgu leyti smekk sem samræmist þeim. Hvað varð um að búa til "almennar leikreglur" og gæta hófs í ofsóknum á einum hópi manna til að koma til móts við annan? Víndrykkjufólkið má alveg líta niður á hina reykjandi bjórlíkismenn og tala um eigið ágæti og annarra óágæti, en er það ástæða til að siga ríkisvaldinu á einhvern og krefjast þess að það umbuni sjálfum sér í leiðinni?


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband