RIP DEI

DEI.

Diversity. Equity. Inclusion.

Eða það sem er stundum þýtt á íslensku sem: 

Fjölbreytileiki. Jöfnuður. Inngilding.

Köllum það héðan í frá FJI. 

Þetta var í tísku en er núna á leið út.

Af hverju? Jú af því FJI veldur togstreitu. Fólki er í sífellu sagt að það sé að gera eitthvað rangt - mismuna, útiloka, sýna fordóma gegn - jafnvel þótt það sé alls ekki raunin. Vandamálið er óleysanlegt og samviskubitið hleðst því upp og gerir fólk árásargjarnt, eða svo segir okkur nýleg rannsókn sem enginn fjallar um

Í staðinn fyrir FJI er að skríða upp á yfirborðið ný skammstöfun: VFG.

Verðleiki. Framúrskarandi. Greind.

Eða á ensku: 

Merit. Excellence. Intelligence.

MEI.

Eins og hér er bent á eru mörg stór fyrirtæki í Bandaríkjunum nú þegar byrjuð að senda FJI í ruslatunnuna og taka upp VFG í staðinn, eða eitthvað álíka. Að sögn deyjandi fjölmiðla vegna þrýstings frá öfgahægrimönnum, en í raunveruleikanum af því raunverulegt fólk - neytendur, heiðarlegir borgarar - er þreytt á þvælunni.

Þetta er gott. Skyndilega hættir starfsfólk að vera rasistar og fer að líta til verðleika, frammistöðu og verðmætasköpunar frekar en að einblína á húðlit og kynfæri. 

Þessi þróun mun mögulega ekki ná til stranda Evrópu hér og nú, en að hún geri það á endanum er nánast óumflýjanlegt. Gefið, auðvitað, að Evrópa muni ennþá skipta máli eftir nokkur ár og vera flokkuð sem eitthvað annað en tjaldbúðir fyrir ríkasta fólk Afríku - fólkið sem hefur efni á að borga svimandi fjárhæðir til að koma sér til Evrópu og skilja fátæklingana eftir í vosbúðinni.

Velkomin til raunveruleikans, gott fólk. Megi hann fara betur með ykkur en sýndarveruleiki róttækra mannhatara sem hefur ráðið ríkjum alltof lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að gæði háskóla menntunar breytist ekki með gæðum skammstofunnar.

MAGA varð til í seinni heimsstyrjöld.

USA er að grípa til ōrþrifaráða.

USA er á fallandi fæti sem stórveldi.

það má líkja USA við Franko hinn spænska sáluga, harðstjóra og fjoldamorðingja.

Auðvitað var komandi sjálfstæðis barátta Íslands til þess gerð að ganga í NATO.

Fullveldi 1918 fólst í því að íslendingar fengu sjálfstæði að utanríkismálum undanskildum.

Ef Ísland hefði verið sambandsríki Dana eftir WWII þá hefðu skapast mikil vandamál.

Breið samstaða úr ōllum flokkum á þeim tíma að forðast NATO eða hersetu hverskyns erlends afla.

Íslendingum var einfaldlega þvingað í NATO, enda gátu þeir ekki borgað 1939 lán upp á 1 milljón dollara af sama banka sem útfeildi Marshall aðstoð.

L. (IP-tala skráð) 28.11.2024 kl. 01:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Hnaut um þessa setningu; "sýndarveruleiki róttækra mannhatara".

Og varð að koma inn og segja; Góður.

Þrjú orð sem segja svo óendanlega mikið.

Kveðja úr morgunhúminu fyrir austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2024 kl. 07:32

3 Smámynd: Geir Ágústsson

L,

Athugaðu að eitt af sparnaðarráðum fulltrúa Trump er að setja á mætingaskyldu í vinnuna og búast við að þá hætti 15% opinberra starfsmanna af sjálfsdáðum. 

Kanada er komið í viðbragðsstöðu að tala við ólöglegu innflytjendunum sem forða sér áður en Trump tekur við.

Facebook-forstjórinn biðst afsökur og slakar á ritskoðuninni áður en nýtt þing tekur við og fer að rannsaka fyrirtækið.

Stundum þarf bara að vera trúverðugur og segja frá áætlunum sínum og þær byrja að rætast að hluta, án aðgerða.

Ómar,

Þakka innlitið, og já sammála því. 

Geir Ágústsson, 28.11.2024 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband