Miðvikudagur, 27. nóvember 2024
Fór nýr vegur ekki í umhverfismat?
Kapphlaup Íslendinga við að halda Grindavík í gangi er sannarlega þrekvirki. Að leggja veg í gegnum glóandi hraun - hjálpi mér! Þarna dugir ekki bara að hafa réttu græjurnar heldur þarf rétta fólkið líka.
En kapphlaupið er um leið ærandi andstaða við framkvæmdir almennt sem þurfa að fara í mat á umhverfisáhrifum. Sé það talið mikið þarf að fara í umhverfismat. Það þarf leyfi til að framkvæma. Það þarf að liggja fyrir áhættumat. Listinn er endalaus. Þegar hann hefur verið fylltur út er hægt að stinga skóflu í jörðina.
Nú er ekki endilega sanngjart að bera saman uppistöðulón sem gleypir nokkur gæsahreiður og það að leggja veg á auðu hrauni. En einhvern veginn er ég viss um að ef laganna bókstafur væri lesinn bókstaflega að þá væri vegagerð á eldsumbrotasvæði ólögleg á marga vegu. Ekki nægt samráð. Ekki farið eftir útboðsreglum. Ekki nægilega hugað að salernisaðstöðu fyrir starfsmenn. Of langar vaktir. Of mikil áhætta. Ekki nóg af skýrslum.
Kannski það sé lærdóm að draga?
Sem skýrir kannski af hverju góðar framkvæmdir stranda ítrekað í kerfinu sem hefur nú leitt til orkuskorts, vanræktra vega, sprungins rafmagnsflutningakerfis og svimandi húsnæðisverð.
Ég spyr mig.
Leggja nýjan veg í gegnum glóandi hraunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning