Að ná meirihluta er eins og að smala köttum

Jóhanna Sigurðardóttir sagði það ágætlega árið 2010 að það að ná meirihluta á þingi væri eins og að smala köttum. Svona var og er þetta ekki alltaf en hefur verið það sleitulaust síðan hún var forsætisráðherra. Kettir láta ekki auðveldlega smala sér - til þess þarf víst verðlaun eða blekkingar - og hið sama má segja um smölun á ráðherrum sem eiga nánast ekkert sameiginlegt. 

Kosningar og aðrar vísbendingar benda til þess að slík smölun haldi áfram að verða raunin - að þrír stærstu flokkarnir á þingi verði Viðreisn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurin, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. Framsókn sem uppfyllingarefni ef þörf gerist - kannski Píratar líka, gefið að þessir flokkar nái mönnum á þing. 

Eins og matið á fjölda þingsæta lítur núna út eru eftirfarandi möguleikar á þriggja flokka stjórn á borðinu:

  1. Viðreisn (13), Samfylkingin (13), Sjálfstæðisflokkurinn (12)
  2. Viðreisn (13), Samfylkingin (13), Flokkur fólksins (9)
  3. Viðreisn (13), Samfylkingin (13), Miðflokkurinn (9)
  4. Viðreisn (13), Sjálfstæðisflokkurinn (12), Flokkur fólksins (9)
  5. Viðreisn (13), Sjálfstæðisflokkurinn (12), Miðflokkurinn (9)
  6. Samfylkingin (13), Sjálfstæðisflokkurinn (12), Flokkur fólksins (9)
  7. Samfylkingin (13), Sjálfstæðisflokkurinn (12), Miðflokkurinn (9)

Það er spurning hvað Flokkur fólksins gerir ef ESB-flokkarnir bjóða honum inn í svefnherbergið. Hvað myndi Viðreisn gera ef Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur þyrftu á flokknum að halda til að mynda meirihluta? Geta Miðflokkur og Samfylking verið í sama herbergi? 

Er einhver leið að sleppa við kattasmölun?

Persónulega er ég að vona að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins geti náð meirihluta. Bjartsýni vissulega, en yrði svo sannarlega heillaskref. Flokkur fólksins er með uppáhaldsslagorðið mitt - fólkið fyrst, svo allt hitt - og hinir eru með nokkra sterka einstaklinga á frelsislínunni.

Nú þegar bandarísk fyrirtæki eru mörg hver að skola pólitíska rétttrúnaðinum í klósettið er kominn tími til að Íslendingar fari í sömu tiltekt. 

En sjáum við. Kannski kjósendur vilji frekar R-lista ringulreiðina á landsvísu. Lýðræðið þýðir jú valdið til að kafsigla sjálfum sér eins og maður með hatt minnti okkur á á sínum tíma.


mbl.is Yfir 37% segja að Kristrún væri best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ekki ovitlaus  hugmynd,í sambandi við hvaða fokkar gætu hugsanlega mynda að ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn , Miðflokkurinn og Flokkur fólksins.Við höfum ekki úr miklu að moða. Ég hefði gjarnan viljað sjá Lyðræðisflokkin blanda sér í málin, en þetta er svo nýr flokkur og hefur haft allt of stuttan tíma til að koma sínum málum á framfæri. Eg vil sjá Argetinuleiðina á Íslandi. Stokka upp í spillingunni og bruðli á þessum stjórnmálamönnum. Bara til að byrja með, snarlækka launin hjá þessum stjórnmálamönnum , skera niður aðstoðarmenn og enga einkabílstjóra og bil. Þessir stjormalamenn geta bara  drullaði sér í vinnuna eins og almenningur.Launin Og hlunnindunum eru svo góð að hver einasti vitleysingur biður sig fram,bara út af laununum. Ekki nóg með það þessir stjormalamenn fara bara í vinnuna þegar þeim sýnist og taka enga aþyrgð a nokkrum skapaðan hlut, ef þeir gera eitthvað í fyrsta lagi. Bara fluttir á milli ráðuneyta ef þeir klúðra einhverju. Við eigum hreinlega ekki efni á þessu og þurfum meiriháttar breytingar ein fljótt og auðið er. 

Haraldur G Borgfjörð, 26.11.2024 kl. 20:02

2 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Tala nú ekki um þegar borgarlinan er komin af stað,þá geta þessir stjórnmálamenn notfært sér þessa þjónustu til að komast í vinnuna!!!

Haraldur G Borgfjörð, 26.11.2024 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband