RIP DEI

DEI.

Diversity. Equity. Inclusion.

Eða það sem er stundum þýtt á íslensku sem: 

Fjölbreytileiki. Jöfnuður. Inngilding.

Köllum það héðan í frá FJI. 

Þetta var í tísku en er núna á leið út.

Af hverju? Jú af því FJI veldur togstreitu. Fólki er í sífellu sagt að það sé að gera eitthvað rangt - mismuna, útiloka, sýna fordóma gegn - jafnvel þótt það sé alls ekki raunin. Vandamálið er óleysanlegt og samviskubitið hleðst því upp og gerir fólk árásargjarnt, eða svo segir okkur nýleg rannsókn sem enginn fjallar um

Í staðinn fyrir FJI er að skríða upp á yfirborðið ný skammstöfun: VFG.

Verðleiki. Framúrskarandi. Greind.

Eða á ensku: 

Merit. Excellence. Intelligence.

MEI.

Eins og hér er bent á eru mörg stór fyrirtæki í Bandaríkjunum nú þegar byrjuð að senda FJI í ruslatunnuna og taka upp VFG í staðinn, eða eitthvað álíka. Að sögn deyjandi fjölmiðla vegna þrýstings frá öfgahægrimönnum, en í raunveruleikanum af því raunverulegt fólk - neytendur, heiðarlegir borgarar - er þreytt á þvælunni.

Þetta er gott. Skyndilega hættir starfsfólk að vera rasistar og fer að líta til verðleika, frammistöðu og verðmætasköpunar frekar en að einblína á húðlit og kynfæri. 

Þessi þróun mun mögulega ekki ná til stranda Evrópu hér og nú, en að hún geri það á endanum er nánast óumflýjanlegt. Gefið, auðvitað, að Evrópa muni ennþá skipta máli eftir nokkur ár og vera flokkuð sem eitthvað annað en tjaldbúðir fyrir ríkasta fólk Afríku - fólkið sem hefur efni á að borga svimandi fjárhæðir til að koma sér til Evrópu og skilja fátæklingana eftir í vosbúðinni.

Velkomin til raunveruleikans, gott fólk. Megi hann fara betur með ykkur en sýndarveruleiki róttækra mannhatara sem hefur ráðið ríkjum alltof lengi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband