Allir eru fordómafullir og þú hefur upplifað það

Um daginn rakst ég á athyglisverðan viðtalsbút við annan stjórnenda hlaðvarpsins Triggernometry, Konstantin Kisin. Bútinn má sjá hér en mér finnst við hæfi að þýða allt sem hann sagði í honum:

Þeir gerðu tilraun með hóp kvenna. Þeir máluðu ör á andlit þeirra. Og þeir sögðu þessum konum að þær væru að fara í atvinnuviðtal. Og að tilgangur tilraunarinnar væri að komast að því hvort fólk með andlitslýti mætti mismunun/fordómum. Þeir sýndu þeim örin í spegli. Konurnar sáu sig með örin og í þann mund sem var verið að leiða þær út úr herberginu var þeim sagt að það þyrfti aðeins að fínpússa örin. Og á meðan þessi fínpússun átti sér stað voru örin fjarlægð alveg. 

Svo konurnar fóru í atvinnuviðtalið, haldandi að þær væru með ör en voru í raun eins og venjulega. 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að þegar konurnar komu úr viðtalinu þá tilkynntu þær um gríðarlega aukningu á mismunun. Margar sögðu jafnvel frá því að þeim hafi fundist að sá sem tók viðtalið hafi gert athugasemdir sem vísuðu til andlitslýtis þeirra. 

Þess vegna tel ég að þessi hugmyndafræði fórnalambavæðingar sé svona hættuleg því ef þú predikar endalaust til fólks að við séum öll kúguð að þá fái það fólk til að leita að ummerkjum þess.

Sterk orð sem ég hef tekið til mín. Ekki bara í því hvernig ég held að aðrir séu að hugsa um mig heldur líka í því hverju ég tek eftir í útliti annarra og hvort það hafi áhrif á skoðun mína á viðkomandi. Og auðvitað í því hvort það sé búið að takast að forrita mig í fórnarlambamenninguna, sem myndi þá þýða að ég þyrfti að spyrna við fótum. 

Niðurstaða mín í bili er sú að mér er drullusama hvernig fólk lítur út og af hvaða kyni það er í mannlegum samskiptum og viðskiptum í daglegu lífi, en sé vakandi fyrir ummerkjum þess að viðkomandi sé að sóa tíma mínum og orku (andlega og líkamlega). 

Þar með er ekki sagt að fólki sé ekki mismunað. Mismunun á sér stað svo sannarlega! En það er mögulega hjálplegt að aðgreina á milli raunverulegrar mismununar og þeirrar sem heilinn á okkur framleiðir eftir mikla mötun frá fjölmiðlum og áhrifavöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisverð grein sem vékur mann til umhugsunar um áhrifamátt innrætingar almennt. Þarna er ekki bara um staka rannsókn að ræða. Heill iðnaður er starfræktur í heiminum og má ætla að þar sé WEF líklega stórtækast. 

Ragnhildur Kolka, 28.1.2024 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband