Borgaraleg óhlýðni

Ekki öll lög eru réttlát og ekki er allt óréttlátt ólöglegt. Þetta segir sig sjálft. Það sem er óréttlátt er það væntanlega alltaf, en lögum er sífellt breytt til að reyna grípa hið óréttláta. Eitthvað óréttlátt hlýtur því að finnast sem er ekki ólöglegt. Hið andstæða er líka rétt: Lögum er sífellt verið að breyta til að afnema lögbann á einhverju sem er réttlátt. Eitthvað réttlátt hlýtur því enn að vera ólöglegt.

En hvað er réttlátt og um leið ólöglegt? Það er margt. Á veirutímum má nefna:

  • Að banna fólki að hittast
  • Að banna félagslíf barna
  • Að þvinga grímur á fólk
  • Að þvinga sum fyrirtæki til að loka, jafnvel bótalaust
  • Að þvinga fyrirtæki til að takmarka fjölda viðskiptavina í rými sínu

Hvað er til ráða? Svarið er einfalt: Borgaraleg óhlýðni.

En er maður þá ekki gripinn af lögreglu og sektaður eða jafnvel stungið í steininn?

Ég skil þann ótta vel. Borgaraleg óhlýðni er vandasamt verk. Í einni sóttkví minni á Íslandi passaði ég mig á því að versla bara utan háannatíma og vera ekki að veifa og heilsa öllum. Ég var samt tilbúinn með góða sögu ef einhver af þeim óttaslegnu rækist á mig og vissi að ég ætti að vera í búri.

Ég heimsótti vinkonu mína og drakk með henni kaffibolla, en var ekki dansandi og syngjandi á leið til hennar eða frá henni svo hún lenti ekki í vandræðum vegna nágranna í leit að afsökun til að hringja á lögregluna.

Það eru ýmsar leiðir til að krækja í svolítinn aukapening án þess að skattayfirvöld fái öll smáatriðin. Yfirvofandi bann við notkun reiðufjár mun hér duga skammt - fólk er nú þegar búið að þróa aðrar góðar leiðir til að eiga frjáls viðskipti án skrásetningar í opinbera gagnagrunna.

Borgaraleg óhlýðni þarf að taka tillit til aðstæðna. Ertu að reka heimili með börnum? Þá er mögulega óskynsamlegt að hætta öllu. Er sparnaður þinn ósnertanlegur? Þá getur þú kannski tekið stærri áhættu.

En borgaraleg óhlýðni er á sérhverjum tíma ákveðin skylda okkar. Hún þarf ekki að vera mikil og áberandi. Hún getur stundum einfaldlega falist í að kaupa gleraugu með rúðugleri og setja grímuna á hökuna, og bera við sjónleysi ef gríman er notuð samkvæmt fyrirmælum. Hver ætlar að svipta annan mann sjóninni?

Nú eða að velja stað og stund til að geta haldið uppi nokkuð eðlilegu lífi í fjarveru eðlilegrar lagaumgjarðar. 

Það væri forvitnilegt ef áhugamenn um borgaralega óhlýðni gætu stofnað einhvers konar hóp og skipst á góðum ráðum. Lýsi ég hér með eftir slíku. 

En ekki benda lögreglunni á þessi leynilegu skilaboð mín! Hún gæti ákveðið að færa áherslu frá glæpum og yfir á saklausan miðaldra föður, í verðmætaskapandi starfi! Hvítur og gagnkynhneigður í þokkabót! Óvinur samfélagsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband