ESG - fyrirbærið sem kom og fór

Þú, kæri lesandi, hefur vonandi aldrei heyrt um ESG markmiðin sem eiga að leysa öll heimsins vandamál. Þú hefur vonandi ekki hugmynd um hvað þessi skammstöfun stendur fyrir. 

Fyrir vikið hefur þú sparað þér tíma og orku því ESG er eitthvað sem fór af stað, veitti fullt af ráðgjöfum vinnu við að búa til skýrslur sem fáir lásu, og er núna að deyja drottni sínum.

Eða eins og ein fyrirsögnin orðar það:

Endalok ESG svindlsins: Framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Deutsche Bank segir nú að olíufélög eigi sæti í ESG-sjóðum

Þá höfum við það.

Líftími ESG var ekki langur. Fyrirbærið kom og fór eins og skammlíft tískufyrirbæri.

En annað stendur enn eftir, því miður, og þar er efst á blaði koltvísýringssvindlið. Okkur er sagt að losun manna á koltvísýringi í andrúmsloftið sé að valda hamfarahlýnun. Margir hafa brugðist við þessu, t.d. með því að færa framleiðslu sína frá svæðum þar sem er hamfarahlýnun vegna koltvísýrings og til annarra þar sem hamfarahlýnun vegna koltvísýrings er ekki að eiga sér stað. Svæðin þar sem hamfarahlýnun vegna koltvísýrings er að eiga sér stað undirbúa núna að senda svimandi tolla og skatta á varning frá svæðum þar sem hamfarahlýnun vegna koltvísýrings er ekki að eiga sér stað. Niðurstaðan verður sú að á svæðum þar sem hamfarahlýnun vegna koltvísýrings er að eiga sér stað verður minna úrval og það sem eftir er verður á hærra verði, og venjulegi launamaðurinn missir bílinn.

Fyrr eða síðar verður koltvísýringskirkjan líka látin bráðna ofan í niðurfallið ofan á ESG-sýruna. En á meðan þurfum við venjulegt fólk að þrauka. Þrauka væntanlegar skerðingar á flugferðalögum (nema þú eigir einkaþotu). Þrauka skerðingar á kjötneyslu (með því að takmarka framboð og hækka þannig verð á kjöti). Þrauka skerðingar á því að komast yfirleitt út úr hverfinu.

Nema, auðvitað, að þú tjáir þig. Almenningur þurfti að tjá sig til að losna við veiru-skerðingarnar, svo nýlegt dæmi sé tekið. Ætlar þú að tjá þig? Eða ertu ennþá að skola fernur með heitu vatni svo þær geti endað í ofnum evrópskra sementsverksmiðja?

Við teljum okkur lifa á tímum upplýsinga, takmarkaðs ríkisvalds, stjórnarskrárbundinna réttinda, vísindalegrar þekkingar og frjálsrar tjáningar.

Við erum það, ef þú tekur þátt í varðstöðunni. En annars ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vilji maður lesa um hvað verður á dagskrá COP28 um næstu helgi

Another focus this year will be on the so-called loss and damage fund, which countries included in last year’s agreement. The fund would help shuttle money from the richest countries, which are responsible for the vast majority of the climate crisis, to poor countries, where the impacts have hit hardest.

The goal is to get the fund up and running by 2024. With time running out, a special committee met in Abu Dhabi in early November and recommended the World Bank host the fund and serve as its trustee temporarily for four years.

Grímur Kjartansson, 26.11.2023 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hringrásarhagkerfið sem nú er að kaffæra Ísland ...

Guðjón E. Hreinberg, 27.11.2023 kl. 00:59

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þegar Alþingi Íslands verður beðið um að blæða ofan í þessa hít sem þarna er talað um ætla ég rétt að vona að þingmenn standi í lappirnar og hugleiði, til tilbreytingar, að ábyrgð þeirra er gagnvart Íslendingum.

Guðjón,

Já þetta hringrásarhagkerfi er orðið eins og hrinrásin í klósettinu þegar sturtað er niður og tekur allt með sér í holræsið.

Geir Ágústsson, 27.11.2023 kl. 15:49

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er svo Geir að dæmin hræða
Þetta tjaldskrifli lét fyrrum utanríkisráðherra okkur borga fyrir rúmlega miljarð fyrir

Grímur Kjartansson, 27.11.2023 kl. 17:17

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svona til að bæta enn við 
Þá hefur komið í ljós að gestgjafarnir á COP28
ætla að nýta ráðstefnuna til að semja um frekari sölu á olíu

COP28: UAE planned to use climate talks to make oil deals - BBC News

Grímur Kjartansson, 27.11.2023 kl. 18:52

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Takk fyrir þessa gullmola! Það er hægt að segja margt um Arabana, og meðal annars að viðskiptavit þeirra er alveg mergjað.

Geir Ágústsson, 27.11.2023 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband