Óhófsandi og skattasýki

Fyrir þá sem höfðu ekki gert sér grein fyrir því þá birtast einhverjir bestu pistlar þjóðmálaumræðunnar á DV.is. Þetta eru pistlar Björns Jóns Bragasonar, sagnfræðings með meiru. Sá nýjasti, Óhófsandi og skattasýki, er dæmi því til staðfestingar. Tilvitnun:

Fyrirhugaðar framkvæmdir við varnargarða á Suðurnesjum eru tilefni margs konar vangaveltna. Hvernig er til dæmis hægt að staðsetja varnargarða ef sáralítið er vitað um hugsanleg upptök jarðelda í framtíðinni? Þá velti Týr Viðskiptablaðsins því upp á dögunum hvers vegna í ósköpunum húseigendur á Íslandi ættu að greiða „enn einn nýjan skatt til að verja eigu félags sem sérhæfir sig í nýtingu jarðhita, með allri þeirri hagnaðarvon og tapsáhættu sem því fylgir“ og benti á að helmingshlutur í HS Orku væri í eigu bresks vogunarsjóðs, Ancala Partners:

„Mikið hljóta þeir þarna í London að hlægja sig máttlausa yfir heimsku okkar Íslendinga. Að ætla að minnka áhættu þeirra verulega með því að byggja varnargarð og láta einhvern annan borga fyrir hann.“

Gullkornin eru mun fleiri í þessum ágæta pistli.

Annars hefur nú afhjúpast aðferðafræði ríkisins á því hvernig því tekst í sífellu að þenjast út eins og blaðra. Hún er einföld:

Í fjárlögum hvers árs er svolítið fé sett til hliðar, í neyðarsjóð. Þetta eru tugir milljarðar á ári. Síðan er ætt í útgjöldin, vel umfram fjárheimildir, en neyðarsjóðurinn notaður til að borga fyrir þau. Þetta geta verið launahækkanir, ráðstefnur og alls konar fyrir suma. Engin umræða fer fram um þetta og ekki þarf að sækja auknar heimildir til Alþingis. Þess í stað er bara gengið á neyðarsjóðinn. Við næstu fjárlagagerð þarf svo auðvitað að auka eyðsluna sem nemur hinum gömlu útgjöldum, plús andvirði neyðarsjóðarins, og ofan á þau fjárlög svo bætt við nýjum og stærri neyðarsjóði sem fer í að stækka báknið á næsta ári.

Menn vona auðvitað að engin sé neyðin og að ekki uppgötvist að neyðarsjóðurinn er búinn, en geta auðvitað verið óheppnir.

Ég tek hattinn ofan fyrir hugmyndaauðginni. 

Kannski þarf að koma á einhverri varðstöðu um þennan neyðarsjóð svo ríkisstjórnin fái ekki að laumast óáreitt í nammikrukkuna án þess að það sé rætt eða í hið minnsta tilkynnt á áberandi hátt.

En í millitíðinni má nota pistla Björns til að halda sér sjáandi í allri þokunni sem dælt er yfir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hrædd er ég um að bruðlað sé með fleiri sjóði en neyðarsjóðinn.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2023 kl. 13:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mun aldrei lesa sorpritið og DV mannorðsmorðingja þess, svo haltu áfram að láta vita af því sem er bitastætt hjá þeim. Þessi pistill hér, er verulega góð síja.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2023 kl. 14:59

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Eflaust, en hérna afhjúpaðist rækilega hvernig hver höndin á fætur annarri treður sér í nammikrukkuna.

Guðjón,

Þú getur látið duga að kíkja hingað á 2-3 vikna fresti:
Björn Jón Bragason Archives - DV

Geir Ágústsson, 22.11.2023 kl. 09:08

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stjórnlagadómstóll I þýskalandi bannar nú þýsku ríkisstjórninni að flytja €60 milljarda covid-sjóð yfir í loftslags-sjóð. Afleiðingin er dýpkun efnahagskrísunnar, ekki bara í Þýskalandi heldur öllu ESB.

Kannski væri ekki vitlaust að festa einhver slík akvæði í stjórnarskrána okkar. Gæti hamið krumluganginn í sjóðum okkar skattgreiðenda. 

Ragnhildur Kolka, 22.11.2023 kl. 16:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi undarlegu tákn eru víst dulkóðun fyrir EVRUR. 

Ragnhildur Kolka, 22.11.2023 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband