Þegar skólastjóri gerist ritstjóri

Skólastjóri nokkur á Íslandi hefur ákveðið að stíga skref í átt að stöðu ritstjóra þar sem sérstakar reglur eru látnar gilda um kennara skólans eftir því hvaða persónulegu skoðanir þeir viðra í frítíma sínum (ekki hefur komið fram að kennarar séu að endurtaka þær skoðanir í skólastofu, enda sé þá íslenskukennarinn ekki að fjalla um loftslagsvá eða stærðfræðikennari að tala um kynhneigð og örvun á endaþarmi).

Þetta er athyglisverð þróun. 

Þessi skólastjóri fylgist væntanlega vel með opinberri tjáningu starfsfólks síns og fer svo á skrifstofu sína og ákveður hvar nemendur þurfi að mæta til kennslu og hvar slíkt sé valfrjálst (almenn mætingaskylda í framhaldsskóla er að ég tel þvæla, en það er önnur saga).

Það er jafnvel líklegt að skólastjóri sé búinn að kortleggja hvar fólk stendur í stjórnmálum, hversu hrætt það er við svokallaða loftslagsvá, hvort það aki um á bensínbíl eða sé komið á einhvers konar rafmagnsbíl og svona mætti lengi telja.

Kennararnir auðvitað alsælir með þetta á meðan þeir eru með réttar skoðanir.

Og nemendur eru í kjölfarið upplýstir um það og þeim sagt hvar þeir þurfi að mæta og hvar þeir megi ráða því.

Ráðherra menntamála hlýtur að vera vakandi fyrir þessari þróun.

Kannski verður hið góða að mætingaskylda í framhaldsskólum verði afnumin með öllu svo hún sé ekki nothæf sem tæki skólastjóra til að þjarma að starfsfólki sínu í fjölmiðlum og drottningaviðtölum. Kannski heimta nemendur að fá að skrópa hjá öðrum kennurum en þeim sem heita Páll eða Helga. 

Spennandi tímar, vægast sagt.


mbl.is Þurfa ekki að mæta í tíma til Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Þessi skólastjóri FB var einn þeirra sem hvatti nemendur sína til að fara í Covid tilraunasprautur. Aðspurður sagðist hann vera að fylgja ráðleggingum yfirvalda.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.9.2023 kl. 11:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi maður er gott dæmi um strengjabrúðu sem hefur ekki minnsta vott af sjálfstæðri hugsun annarri en þeirri að reyna dansa í takt við nýjasta stefið.

Geir Ágústsson, 17.9.2023 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband