Ég er enginn álhattur, en ...

Ég skil þörfina. Þörfina til að falla í kramið. Að líta vel út í augum þeirra sem halda á hljóðnemanum. Að vilja ekki taka skrefið alla leið til að misbjóða engum.

Ég hafði mögulega þessa þörf sem barn og unglingur og í ákveðnum aðstæðum þarf stundum að hlífa fólki og mjaka því í rétta átt til að víkja því frá menntun sinni í boði fjölmiðla og stjórnmálamanna. En stundum þarf einfaldlega að segja hlutina eins og þeir eru.

Tvö dæmi koma til hugar.

Á veirutímum sagði þingmaður nokkur, sem var vissulega efins um aðgerðir sem sviptu börn félagslífi og fullorðið fólk atvinnu sinni, að hann væri nú enginn samsæriskenningasmiður - búinn að fá þrjár sprautur og ekki spurning um að það væri málið. En bíddu við, sprauturnar höfðu reynst vera gagnslaust glundur síðan í upphafið ársins 2021! Hindruðu ekki smit og komu ekki í veg fyrir bylgjur. Af hverju var nauðsynlegur fyrirvari á gagnrýni á aðgerðir sá að segjast vera búinn að sprauta sig? Frekar að sleppa því og koma sér að kjarna málsins. En nei, þessi einstaklingur, með mikla reynslu af því að tjá sig á skýran og beittan hátt, þurfti að bæta þessu við, bara svona til að fullvissa áheyrendur um að viðkomandi væri nú ekki algjör álhattur.

Nýlegra dæmi heyrði ég í dag, í umræðu um skattahækkanir til að berjast við meint áhrif mannsins á breytingar í lofthjúpnum. Vissulega væri við manninn að sakast að einhverju leyti. Allir sammála því! Ekki vafi! En að beita sköttum til að breyta einhverju? Það er glatað. Af hverju að samþykkja að maðurinn hafi einhver teljanleg áhrif á lofthjúpinn? Af hverju að beygja sig fyrir því skurðgoði? Jú, til að geta komið gagnrýninni áleiðis. Nauðsynlegur fyrirvari, væntanlega. 

Nú hefur auðvitað komið í ljós að sprauturnar reyndust verri en ekkert og ekki líður á löngu þar til menn gefast upp á að kenna manninum um hlýnun eða kólnun lofthjúpsins. Það gerist einfaldlega með því að allur heimurinn utan Evrópu og Norður-Ameríku heldur áfram að bæta hressilega í losun á koltvísýringi í andrúmsloftið án þess að það muni að neinu leyti tengjast þeim breytingum sem eiga sér stað í veðri, á stærð og tíðni fellibylja, ísþekju Grænlandsjökuls og svona mætti lengi telja. Heimsendafyrirsagnirnar halda áfram að hlaðast upp og eldast jafnvel og afskorið blóm á göngustíg. 

Þessir fyrirvarar eru óþarfi og gera jafnvel meiri skaða en fjarvera þeirra. Veirutímar framlengdust vegna slíkra fyrirvara. Heimsendaspárnar þrífast á slíkum fyrirvörum.

Þú ert enginn álhattur, en... hvað ertu þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar kolefnistræuarmenn eru búinir að þvinga alla inn í hylki þar sem þeir borða pöddur til þess að svelta ekki (sem þeir gera sennilega samt,) þá hætta menn að þurfa að koma með þessa formála.

Þá verður alveg viðurkennt að þetta var alger della, en þá er það bara orðið of seint.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2023 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband