Heimurinn ađ klofna

Vesturlönd hafa haft ţađ frekar náđugt seinustu áratugina. Ţau eru ríkust allra, friđsćlust allra og hreinust allra. Ţau fá til sín mat og varning frá öllum heimshornum og borga fyrir ţađ međ smápeningum sem eru prentađir á Vesturlöndum og allir samţykkja ađ taka viđ. Ef Vesturlöndum vantar orku ţá bora ţau holur í jörđina ţar sem ţeim sýnist og láta senda sér alla orkuna á međan heimamenn halda áfram ađ brenna stráum og ţurrkađri mykju til ađ fá orku. Ef Vesturlöndum vantar strigaskó ţá henda ţau í verksmiđju í einhverju ţróunarríki til ađ framleiđa ţá og borga berfćttum heimamönnum smápeninga fyrir greiđann. 

Örfáum ríkjum hefur tekist ađ nýta sér ţetta fyrirkomulag heimsverslunar. Í Suđur-Kóreu, Taívan, Singapore og núna Kína hefur ţátttaka í heimsversluninni lyft heimamönnum upp í svipuđ lífskjör og ţekkjast á Vesturlöndum. Frjáls verslun og vel varin eignaréttindi hafa stuđlađ ađ slíkri ţróun. En víđa í Afríku láta menn ennţá sósíalismann plaga sig og heimamenn grćđa ekkert (ef einrćđisherrar ţeirra, sem ţiggja arđgreiđslur úr olíuvinnslu og hjálparfé úr góđgerđarstarfi, eru undanskildir).

Núna er mögulega eitthvađ ađ breytast. 

Fyrir einhverjum árum komu fulltrúar Brasilíumanna, Rússa, Indverja og Kína saman og mynduđu međ sér samstarfsvettvang sem fékk gćluheitiđ BRIC og sem Suđur-Afríka bćttist síđar viđ og úr varđ BRICS. Lítiđ er fjallađ um ţennan samstarfsvettvang í íslenskum miđlum sem má teljast furđulegt ţví ţetta er ađeins meira en kaffispjall nokkurra leiđtoga. Ţar á bć er samstađa um ađ bjóđa upp á valkosti viđ vestrćnar lausnir og vestrćn viđhorf. Til ađ mynda beita engin ríki BRICS Rússum neinum efnahagsađgerđum vegna innrásar ţeirra í Úkraínu. Ţar er talađ um ađ búa til gjaldmiđil sem valkost viđ bandaríska dollarann. Og umsćkjendur flćđa inn ađ ţví marki ađ ţađ fer ađ verđa áberandi á heimskortinu.

klofinn_heimur

En hvađ ţýđir ţetta? Ađ heimurinn sé ađ klofna? Ađ ţađ sé ađ myndast mótvćgi viđ vestrćn áhrif? Ađ einhver spenna sé ađ myndast? Mögulega allt ţetta. Ef dollarinn missir stöđu sína sem hinn eini sanni gjaldmiđill í alţjóđaviđskiptum ţá verđur erfiđara fyrir Vesturlönd ađ halda sér uppi á útfluttri verđbólgu (ţar sem er hćgt ađ kaupa raunveruleg verđmćti fyrir peninga sem í sífellu eru ađ tapa verđgildi sínu vegna peningaprentunar). Mögulega eru vaxandi viđskipti ađ eiga sér stađ međ olíu án ađkomu dollarans, sem vćru nýmćli. Ţegar Bandaríkin beita dollarnum eins og vopni ţá er sjálfsagt fyrir ţann sem er laminn međ ţví vopni ađ einfaldlega halda sig fjarri ţví.

Viđ teljum okkur í trú um ađ vestrćn ríki marki ennţá stefnuna á heimssviđinu. Ađ ţađ sem ţau telja ađ sé rétt ađ gera sé ţađ sem allir telji ađ sé rétt ađ gera. Ađ allir klappi ţegar leiđtogar vestrćnna ríkja tala. Ţannig eru jú svokallađar fréttir matreiddar ofan í okkur á Vesturlöndum. En kannski er ţetta rangt og ađ hiđ rétta sé ađ Vesturlönd eru ađ mála sig út í horn og heimurinn ađ klofna međ nýjum bandalögum.

Verđum viđ ţá ánćgđ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Ţađ er rangt ađ Kínverjar hafi lyft sér upp úr fátćkt. Ţar er 25 prósent atvinnuleysi, meirihluti borgara lifir flestir á fimm til níu dollurum á dag. Ţađ hefur viđgengist síđustu fimmtán árin ađ sýna ađeins ţessar 200 milljónir sem lifa viđ allsnćgtir félags-elítunnar, og fullyrđa ýmislegt.

Kína er jafn illa sett, ef ekki verr, en Sovétiđ var árin 1985 til 1991.

Guđjón E. Hreinberg, 30.6.2023 kl. 13:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guđjón,

Kína er vandasöm. Ţeir eiga vissulega fúlgur fjár en stunda einnig ţjóđarmorđ, kúgun, nýlendurrekstur og halda úti hćfilegri misskiptingu til ađ fylla verksmiđjurnar. Samt sleikjum viđ rassgatiđ á kínverskum yfirvöldum. 

Geir Ágústsson, 1.7.2023 kl. 00:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband