Samhengi

Það er erfitt að fylgjast með fréttum frá átökum Rússa og Úkraínumanna. Þar stangast allt á. En það þarf ekki að vita allar staðreyndir málsins til að sjá að frétt um endurheimt Úkraínumanna á einu þorpi er ekki frétt heldur tilraun til að réttlæta mögnun átaka í Úkraínu. 

Ég merkti að gamni inn svæði sem er um það bil tvöfalt stærra að flatarmáli og meintir landvinningar Úkraínumanna síðan þeir hófu í upphafi júní að  dæla ungum mönnum og vestrænum stríðstólum í hakkavélina sem rússnesku varnarlínurnar eru.

130 km2

Þetta flatarmál landvinninga er auðvitað ekki samþjappað á einum stað. Það dreifist yfir þúsundir kílómetra af varnarlínum. Í raun hefur ekki tekist að ná neinum árangri. Ef menn vilja Rússa út úr Úkraínu þá þurfa menn að setjast niður og sannfæra þá um að rússneski minnihlutinn í Úkraínu fái að tala rússnesku, stunda trúarbrögð sín og ráða sínum málum meira (Krím-skaga sleppa þeir samt ekki, svo það sé á hreinu). Rússar samþykktu tvo samninga sem kváðu á um eitthvað svona. Þeir voru auðvitað sviknir en til forðast meira blóðbað, meiri eyðileggingu og fleiri fórnir er þetta eina leiðin. 

En á meðan menn afneita þá halda ungir menn áfram að deyja í rússnesku hakkavélinni, og við á Vesturlöndum klöppum fyrir því að eitt þorp hafi skipt um hendur, tímabundið.


mbl.is Úkraínumenn endurheimta annað þorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov 
Lýsir sennileg hvernig flest venjulegt fólk í Úkraínu upplifir þessi átök

Þau reikna með að átökunum ljúki og allt verði síðan eins áður  
sama hver "vinnur"

Grímur Kjartansson, 26.6.2023 kl. 17:15

2 identicon

Eru nú rússadindlar að státa sig af varnarsigrum í stríði sem átti að taka 3 daga og ljúka með fullnaðarsigri á nazískum útsendurum NATÓ, en hefur nú staðið í 18 mánuði og sér ekki fyrir endann á.  En putler og orcarnir virðast hafa skriðið undan rúminu eftir háðuglga rassskellingu um helgina og stæra sig af varnarsigri, "sjáið félagar, við höfum staðist áhlaup nazistann með okkar jarðsprengjusvæðum'.  Þetta með jarðsprengjurnar er auðvitað svolítið vandræðalegt ef til sóknar kemur en höfum þetta bara eins og Muriniho, spilum upp á jafntefli og vonumst eftir að andstæðingurinn skori sjálfsmark,

Bjarni (IP-tala skráð) 26.6.2023 kl. 23:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Ég sé lítinn "sigur" í því að við séum að hvetja unga menn til að deyja í hakkavél og finnst það raunar ótrúlega sorglegt og skil ekki af hverju menn sjá það sem einhverja lausn.

Geir Ágústsson, 27.6.2023 kl. 10:12

4 identicon

Geir, þetta er alltaf spurningin um hver er að fórna ungun mönnum á altari eigin hégóma.  Það er rétt hjá þér að engin sigur er falin í dauða ungra manna, því þarf að stöðva þá sem sjá það sem lausn.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 14:23

5 identicon

"Ef menn vilja Rússa út úr Úkraínu þá þurfa menn að setjast niður og sannfæra þá um að rússneski minnihlutinn í Úkraínu fái að tala rússnesku, stunda trúarbrögð sín og ráða sínum málum meira"- Hm, ég sé að þú ert á heimavelli í Úkraínu. Hvaða trúarbrögð erum við að tala um hérna? ""rússneski minnihlutinn" í Úkraínu fái að tala rússnesku". Hefur það sem sé verið þannig að rússneska eigi undir högg að sækja? Íslenski ræðismaðurinn í Kænugarði tjáir sig á rússnesku líkt og meirihluti íbúa borgarinnar. Viltu ekki spyrja hann út í þetta? 

BNA fórnaði ungum mönnum í baráttunni við Hitler. Úkraínumenn eru að verja eigið land gegn sams konar öflum. Við styðjum þá, þeir eru brjóstvörn okkar; spurðu bara fólkið í Austur-Evrópu.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 15:38

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna er svo sannarlega lamið í stríðstrommurnar og þeim mun minna talað um valkosti við blóðug átök. Það er ekkert nýtt.

Um leið fagna menn glænýrri stöðu Úkraínu á heimssviðinu sem vöggu frelsis og mannréttinda þar sem áður var talað um spillt ríki á pari við Rússland og hættulegar hreyfingar kynþáttahyggju. Það er nýtt.

Á meðan heldur heimurinn áfram að klofna. BRICS sem valkostur við NATO og USD. Kína og Rússland í þétt bandalag. 

Það er eins og heitasta ósk margra á Vesturlöndum sé eitt allsherjarstríð. Þá gleyma menn mögulega verðbólgunni, sem væri óneitanlega léttir fyrir ráðandi öfl.

Geir Ágústsson, 27.6.2023 kl. 16:39

7 identicon

Sem sé engin svör við spurningunum?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 17:46

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Meira að segja í gegnum ritskoðunarsíuna á Google getur þú fundið svörin sjálfur.

Geir Ágústsson, 27.6.2023 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband