Staðreynd sem undanfari þvælu

Blaðamennska tekur sífellt á sig furðulegri myndir.

Eitt stílbragð blaðamennskunnar er það sem sálfræðingar kalla "priming". Þá er einhverri hugsun komið fyrir í huga manneskju sem eykur líkurnar á að hún bregðist við einhverju í kjölfarið á ákveðinn hátt. 

Auðvitað ætti þetta stílbragð ekki að eiga heima í fréttum. Þetta er aðferð markaðssetningarfólks og stjórnmálamanna til að hafa áhrif á fólk. En núna sjáum við þetta í auknum mæli í fjölmiðlun.

Lítil frétt segir frá síhækkandi hitastigi í miðborg Sjanghæ. Mögulega er um að ræða fyrirbærið "urban heat island" þar sem hitageislun frá malbiki, hiti frá allskyns tækjum, aukin umferð og meira skjól vegna mannvirkja leggst á eytt og hækkar hitastig á ákveðnum svæðum umfram önnur, sérstaklega í þéttum miðborgum. Þetta virðist meira að segja vera vel rannsakað í tilviki Sjanghæ og áhyggjuefni sem menn reyna að koma til móts við, t.d. með því að bæta við grænum svæðum. 

Blaðamaður fer ekki yfir þetta heldur hendir sér beint úr hitatölum úr þéttri og stækkandi kínverskri stórborg yfir í spálíkön:

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa varað við því að það sé nær ör­uggt að tíma­bilið 2023 til 2027 verði hlýj­asta fimm ára tíma­bil sög­unn­ar, þar sem gróður­húsaloft­teg­und­ir og El Nino muni ýta und­ir hækk­andi hita­stig.

Þetta er ævintýralegt stökk. Var ekki hægt að finna betri mælingu en eina úr þéttri stórborg til að troða í hausinn á okkur þessum spálíkönum sem aldrei hafa spáð neinu rétt? Kannski ekki, sem segir þá sitt. Munum einnig að El Niño fyrirbærið er ekki einu sinni komið af stað eins og ég hef fjallað um áður. Hvað kemur það þá hitastigsmælingunni í Sjanghæ við? Ekki neitt. Einfaldlega ekki neitt. Blaðamaður er að reyna tengja saman eitthvað tvennt óskylt og spurningin er þá bara: Hvers vegna?


mbl.is Hundrað ára hitamet slegið í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband